ICEHERBS býður upp á fjölbreytta línu af náttúrulegum bætiefnum sem meðal annars innihalda íslenskar náttúruafurðir. Þau hafa margvísleg áhrif á líðan og líkama og geta hjálpað fólki að bæta lífsgæði sín og heilsu. Tvær af þessum vörum eru sérlega gagnlegar fyrir húðina, en það eru bætiefnin Astaxanthin og Húð, hár og neglur. Vörurnar eru báðar vegan, svo þær henta öllum. Nú þegar vorið er að koma og við förum að leyfa sólinni að skína á húðina í auknum mæli er mikilvægt að huga að því að vernda hana.

Losnaði við sólarexem

„Astaxanthin er alíslensk vara sem er unnin úr örþörungum sem innihalda öflug andoxunarefni,“ segir Katrín Amni, framkvæmdastjóri og annar eigandi ICEHERBS. „Astaxanthin hefur gríðarlega góð áhrif á húðina og verndar hana gegn útfjólubláum geislum á sama tíma og hún eykur teygjanleika og gefur raka.

Ég hef sjálf góða reynslu af því að nota Astaxanthin, því eftir að ég eignaðist dætur mínar byrjaði ég að fá sólarexem þegar ég var í mikilli sól. En eftir að ég byrjaði að taka Astaxanthin hvarf það algjörlega,“ segir Katrín. „Ég verð líka aldrei eins fallega sólbrún og þegar ég tek Astaxanthin og húðin flagnar síður, auk þess viðheld ég brúnkunni lengur.

Astaxanthin virkar þannig að það verndar húðina gegn frumudauða sem orsakast af útfjólubláum geislum sólarinnar og minnkar skaðleg áhrif þeirra,“ segir Katrín. „Astaxanthin er talið geta komið í veg fyrir að húð sólbrenni með því að veita líkamanum náttúrulega sólarvörn. En það er mikilvægt að taka það daglega og byrja að minnsta kosti tveimur vikum áður en fólk fer að vera úti í sól. Sjálf mæli ég með því að taka það 365 daga ársins, því eins og með flest bætiefni eru eiginleikar þeirra oft margvíslegir, t.d. er astaxanthin einnig frábært fyrir aukið þol og endurheimt eftir æfingar.“

Þurfum vernd gegn sólinni

„Þeir sem vilja hugsa um húðina þurfa að muna að það sem þú innbyrðir hefur jafn mikil áhrif og það sem er sett á húðina,“ segir Katrín. „Það þarf líka að hugsa um húðina innan frá, taka inn bætiefni og drekka nóg vatn. Bæði Astaxanthin og Húð, hár og neglur eru náttúrulegar og hreinar vörur sem gera húðina glóandi, þéttari og unglegri.

Nú þegar fólk er að fara að ná sér í brúnku og njóta þess að vera frísklegt með sólkysstar kinnar er mikilvægara en nokkru sinni að huga að vernd húðarinnar. Þar getur Astaxanthin komið að miklu gagni, ásamt góðri sólarvörn,“ segir Katrín. „Það er mikilvægt að fara vel með sig og ef húðin er ekki vernduð fyrir sól verða öldrunarmerki meira áberandi.“

Fallegri og heilbrigðari húð

„Ég tek Húð, hár og neglur ásamt Astaxanthin, en það er önnur alíslensk vara. Hún inniheldur blöndu tveggja sæþörunga sem sóttir eru í fjöru á strandlengju við Breiðafjörð,“ segir Katrín.

„Sæþörungar eru taldir ofurfæða hafsins og innihalda ríkulegt magn af steinefnum, trefjum og joði,“ segir Katrín. „ Þeir eru stútfullir af steinefnum sem hafa bæði mikil jákvæð áhrif á húð og neglur og gríðarlega hreinsandi áhrif á líkamann.

Þessi hreinsunaráhrif losa líkamann við óæskileg efni, sem skilar sér í fallegri húð,“ útskýrir Katrín. „Hún verður líka þéttari, meira glóandi, mýkri og sterkari og viðheldur raka betur. Um leið styrkjast neglurnar til muna.“

Hrein náttúruafurð

ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla á að vörur ICEHERBS nýtist viðskiptavinum vel, að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Gríðarleg áhersla er lögð á að vörurnar innihaldi engin óþarfa fylliefni og eru vörurnar framleiddar hér á landi.


ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum. Sjá nánar á: iceherbs.is.