Það verður mikið fjör í allt sumar á sumarnámskeiðum Smárabíós. „Þessi námskeið eru alger snilld fyrir 6-10 ára krakka sem langar að gera eitthvað skemmtilegt í sumar en langar kannski ekki á íþrótta- eða skátanámskeið. Við erum með sérlega fjölbreytt úrval af afþreyingu hér í og við Smáralind og leikum bæði úti og inni, eftir því hvernig viðrar,“ segir Ásta María Harðardóttir, rekstrarstjóri Smárabíós og Háskólabíós.

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á sumarnámskeið Smárabíós. „Í fyrra héldum við tvö námskeið sem gengu svona líka frábærlega vel. Í ár bjóðum við upp á ellefu námskeið og eru fjölmargir búnir að skrá sig nú þegar.“ Smárabíó leggur áherslu á hreinlæti, handþvott allra og að spritta alla snertifleti sem oftast. Einnig er nóg pláss á svæðinu til að halda tveggja metra reglunni öllum stundum.

Námskeiðin verða í allt sumar frá júníbyrjun til loka ágúst. Hvert námskeið stendur yfir í eina viku í senn og í boði eru bæði græn námskeið og gul. „Á gulum námskeiðum fara krakkarnir í Rush trampólíngarðinn við hliðina á Smáralind og á því græna kemur Blaðrarinn og kennir krökkunum að búa til alls konar blöðrudýr. Á síðasta degi hvers námskeiðs er svo boðið upp á pitsuveislu. Á hinum dögunum mælumst við til þess að krakkarnir mæti með hollt nesti. Skemmtilegustu sumarnámskeiðin eru án efa hjá okkur í Smárabíói og við erum virkilega spennt að fá að hitta alla þessa flottu krakka í sumar!“

Tímasetningar sem eru í boði eru:

Námskeið 1. 8 til 12 júní - Grænt námskeið

Námskeið 2. 15 til 19 júní (ATH ekki námskeið 17. júní. Verð 15.000) - Gult

Námskeið 3. 22 til 26 júní. - Grænt námskeið

Námskeið 4. 29. júní til 3 júlí.- Gult námskeið

Námskeið 5. 6 til 10 júlí. - Grænt námskeið

Námskeið 6. 13 til 17 júlí. - Gult námskeið

Námskeið 7. 20 til 24 júlí. - Grænt námskeið

Námskeið 8. 27 til 31 júlí.- Gult námskeið

Námskeið 9. 4 til 7 ágúst (ATH ekki námkskeið 3. ágúst. Verð 15.000) - Grænt

Námskeið 10. 10 til 14 ágúst. - Gult námskeið

Námskeið 11. 17 til 21 ágúst. - Grænt námskeið