Við erum íslenskt fyrirtæki, stofnað árið 1926, og höfum verið stór hluti af þjóðinni í öll þessi ár,“ segir Elín Tinna Logadóttir, sölu- og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs, en hún hefur starfað hjá 66°Norður um árabil.

„Við erum góður og traustur kostur í jólagjafamálum og höfum séð það að gjöf frá 66°Norður er mikils virði fyrir starfsmennina. Við leggjum mikla áherslu á gæði svo að starfsmaðurinn getur verið viss um að hann sé að fá gæðagjöf.“

Hægt er að fá gjafirnar innpakkaðar í fallegar gjafaöskjur, tilbúnar til afhendingar.

Fjölbreytt vöruúrval

Elín segir vörurnar frá 66°Norður tilvaldar í pakkann á þessum tímum. „Gjöf frá 66°Norður er gjöf sem nýtist vel og á vel við í þessu ástandi. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og núna að fara út og hreyfa sig. Þar erum við með fatnað sem hentar alveg fullkomlega til þess og er gerður sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.“

Gjafakortin vinsælu henta flestum enda úr miklu að velja. „Vöruúrvalið okkar er mjög breitt og segjum sem svo að fyrirtæki ákveði að gefa starfsfólki sínu gjafakort frá okkur þá getur starfsmaðurinn notað það til að versla á sig sjálfan, makann, börnin eða jafnvel keypt á sig vinnufatnað ef út í það er farið.“

Gjafakortin eru þá sérstaklega þægileg í notkun. „Gjafakortin okkar virka í vefversluninni okkar 66north.is sem er auðvitað mjög þægilegt núna í ástandinu sem við erum í og þá sérstaklega fyrir fyrirtæki sem eru ekki staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þá getur fólk valið jólagjöfina sína í ró og næði.“

Húfurnar frá 66°Norður þekkja flestir Íslendingar.

Skemmtilegar lausnir

66°Norður býður upp á marga sniðuga valmöguleika og lausnir í gjafamálum. „Við erum líka með skemmtilegar lausnir þar sem hægt er að para saman fatnað og kort þannig að það sé hægt að gefa gjöf í fallegum umbúðum. Það hefur vakið mikla lukku.“

Töskurnar frá 66°Norður hafa einnig hlotið góðar undirtektir. „Það sem hefur líka verið vinsælt eru töskurnar okkar en við erum með bakpoka, íþróttatöskur og mittistöskur. Þær hafa reynst mjög vel og koma í fjölbreyttu úrvali,“ skýrir Elín frá.

„Það sem er líka svo skemmtilegt við töskurnar er þessi mikla áhersla á sjálfbærni og þess háttar sem hefur verið stór hluti af okkur frá upphafi. Töskurnar eru framleiddar úr afgangsefnum sem falla til við framleiðslu á regnkápum og öðru þannig að það er sjálfbær og skemmtileg gjöf. Við erum líka með fatnað úr sjálfbærum og endurunnum efnum þannig að fyrir þau fyrirtæki sem eru að horfa í þá áttina þá erum við með mjög góðar og skemmtilegar sjálfbærar lausnir.“

Bakpokarnir hafa líka verið vinsælir í pakkann.

Reynsla og þekking

Viðskiptavinir 66°Norður eru af öllum stærðum og gerðum. „Við þjónustum allt frá litlum fyrirtækjum yfir í sum af þeim stærstu sem eru hér á landi. Þegar þú ert kominn með fleiri starfsmenn þá er auðvitað gott að vera með eitthvað sem er ekki í stærðum en við höfum þjónustað mörg hundruð manna fyrirtæki þar sem hver og einn starfsmaður fékk jakka. Við erum alvön að þjónusta fyrirtæki við að finna réttu stærðina fyrir starfsfólk.“

Starfsfólk 66°Norður býr yfir mikilli reynslu og sveigjanleika. „Það eru miklir reynsluboltar í teyminu og við erum komin með góða reynslu í að finna út úr því fyrir fólk hvað er rétt fyrir þess hóp. Við erum alltaf tilbúin að mæta þörfum hvers og eins fyrirtækis og finna réttu gjöfina. Við bjóðum upp á þá þjónustu að sérmerkja fatnað með fyrirtækjalógói ásamt því að útbúa gjafaumbúðir fyrir fyrirtæki þannig að gjöfin komi fullkláruð frá okkur, tilbúin til afhendingar.“

Starfsfólk 66°Norður tekur vel á móti viðskiptavinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Gjöfin mikilvæg í ár

Að sögn Elínar hafa þau orðið vör við aukna viðleitni meðal fyrirtækja til að gleðja starfsfólk sitt undanfarna mánuði. „Við höfum séð mikla aukningu í gjöfum hjá fyrirtækjum og starfsmannafélögum sem vilja gleðja sína starfsmenn í núverandi ástandi. Þar sem ekki hefur verið hægt að halda stóra viðburði og þétta hópinn saman hafa margir farið þá leið að gefa 66°Norður sem hefur vakið mikla lukku.“

Hún segist ekki búast við miklum breytingum á vali í gjöfum í ár en telur að þær gjafir sem fólki fái séu sérstaklega kærkomnar. „Ég held að valið verði svipað en jólagjöfin skiptir miklu máli í ár. Þegar árferðið hefur verið eins og það er þá mun starfsfólki þykja mjög vænt um þær gjafir sem það fær.“

Vörurnar frá 66°Norður komi þar sterkar inn. „Við finnum það líka núna að af því að staðan er eins og hún er þá er gjöf frá 66°Norður eitthvað sem á mjög vel við. Við sjáum það vel að fólk er duglegra að fara út í göngur og hreyfa sig í íslenskri náttúru sem er náttúrulega algjör forréttindi að hægt sé að gera í þessu ástandi. Þar hentar 66°Norður fatnaðurinn alveg fullkomlega og er eitthvað sem hittir klárlega í mark.“

Gjafakortið frá 66°Norður er hin fullkomna gjöf.