Guðjón Sigurður Guðjónsson er með 25 ára reynslu sem slökkviliðsmaður og starfandi aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur notað Unloader One® X slitgigtarspelkuna frá Össuri síðan síðasta sumar og segir að hún hafi bætt lífsgæði sín verulega.

„Ég hef verið með spelkuna síðan í ágúst í fyrra og nota hana vegna þess að brjóskið í innanverðu hægra hné er bara búið,“ segir hann. „Ég var að vinna sem iðnaðarmaður í langan tíma og hef verið að skríða á hnjánum í þeirri vinnu, auk þess sem alls konar íþróttir hafa valdið álagsmeiðslum.

Ég ræddi við bæklunarlækni og hann benti mér á að þessi spelka gæti verið góður kostur fyrir mig. Ég fékk bara tíma hjá Össuri til að máta og þar var afskaplega vel tekið á móti mér,“ segir Guðjón. „Um leið og ég var kominn með spelkuna og labbaði af stað fann ég að þetta gaf álíka verkjastillingu og tvær verkjatöflur. Ég var búinn að borða mikið af íbúfeni vegna verkja en nú er ég eiginlega hættur því og þarf bara að taka bólgueyðandi vegna bjúgmyndunar í hnénu af og til.

Spelkan gerir meira fyrir Guðjón en hann hafði þorað að vona og nú notar hann hana daglega, bæði í vinnunni og frístundum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI

Það kom mér á óvart hvað spelkan virkaði vel. Ég var búinn að gera mér væntingar um að þetta myndi hjálpa eitthvað, en hún gerði meira en ég þorði að vona,“ segir Guðjón. „Nú nota ég hana daglega, bæði í vinnunni og frístundum. Það að smella henni á sig er bara orðið partur af því að klæða sig á morgnana og byrja daginn.“

Allt annað og betra líf

„Spelkan gerir mér kleift að gera allt sem mér dettur í hug. Ég hef til dæmis gaman af því að ganga og geng mikið með hundinn minn, en það var orðið kvíðaefni að fara út á morgnana og kvöldin,“ segir Guðjón. „Núna arka ég bara af stað og kem heim með hundinn dauðþreyttan.

Þetta er mikill lífsgæðamunur, bara allt, allt annað,“ segir Guðjón. „Ég er ekki alveg verkjalaus, en ég er kannski með 25% af verknum sem var áður og það koma mun sjaldnar bólgur og önnur svoleiðis leiðindi í hnéð.

Unloader hnéspelkurnar voru upphaflega hannaðar árið 1986 og hafa tekið miklum framförum.

Í vinnunni minni þarf ég að vera mikið á hreyfingu og annað hvort að standa við stjórnun eða taka þátt í verkefnum og spelkan bjargar því einfaldlega að ég geti sinnt minni vinnu,“ segir Guðjón. „Ég er ekki nógu slæmur til að fara í liðskipti og brjóskið grær víst ekki, þannig að þetta mun koma mér í gegnum næstu árin.

Ég myndi algjörlega mæla með þessari spelku fyrir alla þá sem geta notað hana,“ segir Guðjón. „Þetta getur snarbætt líf fólks sem glímir við ýmis vandamál í hnjám og gefið því frelsi til að labba og þess háttar án þess að vera í tómum vandræðum.“