„AÞ Þrif voru stofnuð árið 2006 og eru því 15 ára á árinu. Ég er aðalstofnandi fyrirtækisins ásamt konunni minni og bróður mínum og við þrjú erum eigendurnir,“ segir Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri AÞ Þrifa. „Við sérhæfum okkur í þrifum fyrir byggingarverktaka, fyrirtæki og stofnanir og stærsti hlutinn af starfsemi okkar er ræstingar og alls kyns sérverkefni.

Þetta er ungt og framsækið fyrirtæki sem er í stöðugum og hröðum vexti og horfir til nýrrar þjónustu í framtíðinni. Við erum því ávallt í ákveðinni nýsköpun, þróun og stefnumótun,“ segir Arnar. „Við erum líka með Svansvottun og höfum verið framúrskarandi fyrirtæki fimm ár í röð frá árinu 2017 og höfum háa gæðastaðla.“

AÞ Þrif voru stofnuð árið 2006 og eru sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Arnar Þorsteinsson stofnaði fyrirtækið ásamt Bjarka bróður sínum og konu sinni, Hrund Sigurðardóttur, og þau eru eigendurnir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Sérhæfð í erfiðum þrifum

„Hjá okkur starfa 125 manns í fullu starfi og við veitum fjölbreytta þjónustu. Við erum með gluggaþvott, iðnaðarþrif, gólfhreinsun, mygluhreinsun, ræstingar og veitum í raun alla sérhæfða þrifaþjónustu sem þörf er á,“ segir Arnar. „Við tökum öll verkefni, hvort sem þau eru lítil eða stór, og getum leyst allt sem snýr að þrifum. Við vinnum líka í erfiðum aðstæðum og erum með sigmenn ef þörf er á, svo við getum í rauninni sinnt öllu.

Starfsfólkið hjá AÞ Þrifum er komið í jólaskap og farið að huga að jólahreingerningum. MYND/AÐSEND

Við erum langstærst í sérverkefnum eins og þrifum fyrir nýbyggingar, erfiðum þrifum við erfiðar aðstæður, iðnaðarþrifum, mygluþrifum og við sinnum líka gólf- og gluggaþvotti. Við erum mjög sérhæfð í þessum þrifum,“ segir Arnar.

Tími fyrir jólahreingerningu

„Við hvetjum fyrirtæki og stofnanir til að fara að huga að jólahreingerningu til gera allt fínt fyrir jólin og létta ræstingafólki lífið. Við tökum að okkur slíkar hreingerningar og þá er farið yfir allt sem er í seilingarhæð, ljós, loft, hillur og skápa og það eru gerð stærri þrif á gólfum og flísum og öllu þessu sem er ekki tekið í hefðbundinni ræstingu,“ segir Arnar. „Það verður auðveldara fyrir ræstingaaðila að þrífa eftir að það er búið að taka svona stærri þrif. Ásýndin verður líka betri og starfsfólki líður betur í hreinu umhverfi og veikist síður.

AÞ Þrif sérhæfa sig í þrifum fyrir byggingarverktaka, fyrirtæki og stofnanir. MYND/AÐSEND

Öflugar ræstingar eru gott vopn gegn Covid og inflúensu. Við erum líka að byrja að nota nýtt efni sem dauðhreinsar alla snertifleti og þekur um leið svæðin og veitir sótthreinsivörn í viku,“ segir Arnar. „Við búum líka yfir sérþekkingu þegar kemur að sótthreinsun.

Við uppfyllum að sjálfsögðu líka öll skilyrði fyrir sóttvarnir og fólk getur verið óhrætt við að fá okkur til sín,“ segir Arnar. „Við erum öll bólusett og búin alls kyns göllum og grímum sem við getum mætt í.“

AÞ Þrif vinna við erfiðar aðstæður og geta meðal annars sent sigmenn ef það er þörf á því til að komast á erfiða staði. MYND/AÐSEND

Áhersla á þjónustulund, fagmennsku og heiðarleika

„Okkar gildi eru þjónustulund, fagmennska og heiðarleiki og þau móta allt okkar starf. Þetta eru allt þættir sem skipta gríðarlega miklu máli fyrir fyrirtæki í dag,“ segir Arnar. „Það skiptir líka miklu að fyrirtæki geti gengið að því vísu hvaða þjónustu þau fá.

Þeir sem hafa áhuga geta hringt og fengið tilboð og verð fyrir þau verk sem þarf að vinna. Við erum tiltölulega fljót að bregðast við fyrirspurnum og græja það sem þarf,“ segir Arnar. „Við sinnum aðallega verktökum og einkafyrirtækjum, en við bjóðum líka upp á þjónustu fyrir stofnanir og einstaklinga og getum tekið öll stærri þrif sem fólk treystir sér ekki í. Við sjáum líka um að flytja stærri hluti á milli rýma ef það er þörf á því til að klára þrifin og göngum svo aftur frá þeim eftir á.

Allt starfsfólk AÞ Þrifa er bólusett og er búið alls kyns göllum og grímum. MYND/AÐSEND

Við erum líka alltaf að bæta við nýrri þjónustu til að reyna að þjónusta viðskiptavini okkar betur. Við viljum sífellt gera betur í dag en í gær og höfum það, ásamt gildunum okkar, að leiðarljósi,“ segir Arnar að lokum.


Hægt er að hafa samband við AÞ Þrif í gegnum síma 517-2215 eða tölvupóst. Netfangið er ath-thrif@ath-thrif.is og heimasíðan er ath-thrif.is.

AÞ Þrif hvetja fyrirtæki og stofnanir til að fara að huga að jólahreingerningu. MYND/AÐSEND