„Masa International var stofnað árið 1981 af Svía einum sem hóf að selja eignir á Spáni til samlanda sinna. Það var í raun hann sem kom Torrevieja á kortið. Síðan þá hefur þetta þróast jafnt og þétt hjá fyrirtækinu sem er nú komið með umboð í flestum löndum um sölu á fasteignum á Costa Blanca-svæðinu á Spáni. Masa International hefur verið með umboðssölu á Íslandi í fjölda ára og árið 2001 tókum ég og samstarfsfólk mitt við keflinu,“ segir Jónas H. Jónasson, löggiltur fasteignasali.

Jónas H. Jónasson, löggiltur fasteignasali mælir með því að fara í gegnum fasteignasölu sem hægt er að treysta og er auðveldlega hægt að eiga í samskiptum við, hyggi það á að fjárfesta í fasteignum erlendis.

Vinsælt svæði

Fasteignir á skrá Masa International skipta hundruðum og þar má finna eitt breiðasta úrval fasteigna á Spáni í dag. „Við bjóðum upp á frábært úrval af nýjum eignum, nýbyggingum og endursölueignum á skrá sem henta breiðum hópi kaupenda. Við erum með eignir til sölu við Costa Blanca-strandlengjuna, ýmist alveg við ströndina, inni í miðbæ eða til fjalla nærri fjölbreyttri útivist og golfvöllum.

Ástæðan fyrir því að Torrevieja og nágrenni er svona vinsæll áfangastaður á Spáni eru strendurnar, landslagið og veðursældin, en ekki síst reglulegar flugsamgöngur frá Íslandi til Alicante. Í samanburði við Costa del Sol-strandlengjuna, sem er nokkuð sunnar, eru veðurbreytingar mildari vegna fjallgarðsins á bak við borgina sem hitar upp loftslagið. Því er minni hitamismunur á milli dags og nætur. Aðilar eru mikið að kaupa fasteignir á þessu svæði til að dvelja í yfir veturinn og leigja svo út á sumrin til íslenskra sólardýrkenda.

Dénia, rétt norðan við Benidorm, hefur einnig heillað landann upp á síðkastið með fallegu fjalllendi og landslagi. Pilar De la Horadata er annað gullfallegt svæði sunnan við Torrevieja sem Íslendingar hafa fengið aukinn áhuga á,“ segir Jónas.

Árið 2018 breyttust byggingarreglugerðir á Spáni sem hefur aukið gæði húsa sem byggð eru eftir þann tíma. „Húsin eru nú almennt með mun betri einangrun en eldri byggingar sem takmarkar hita- og kuldatap. Þetta er ein ástæða fyrir því að verð eigna hefur hækkað undanfarið.“

Skoðunarferðir fyrir viðskiptavini með gistingu og fullu fæði

Masa International býður upp á 4–5 nátta skoðunarferðir þar sem gisting og matur er innifalinn. „Þetta er besta leiðin til að kynna sér hvað er í boði. Tilvonandi kaupendur þurfa bara að hugsa um flugið og við sjáum um restina. Söluráðgjafi sækir gesti á völlinn og saman er komist að niðurstöðu um hvernig eign hentar hverjum og einum. Fyrstu 2–3 dagarnir fara í að skoða eignir sem passa við það sem viðkomandi er að leitast eftir út frá verði og staðsetningu. Svo er haldinn fundur og þá er fólk oftast búið að sjá eitthvað sem það vill skoða aftur.“

Það borgar sig ávallt að fara í gegnum fasteignasölu

Að kaupa eign erlendis getur þýtt heilmikla pappírsvinnu við að sækja um fjármögnun, kennitölu, tilskilin leyfi og margt fleira. „Það getur verið flókið að fara í þetta allt sjálfur. Erlendis ríkja aðrar reglur og lög um ferlið en á Íslandi. Við höfum heyrt sögur um fólk sem hefur lent í vandamálum með tryggingarfé vegna fjármögnunarviðræðna. Þetta eru um 10.000 evrur og þarf að leggja fram og ef tíminn rennur út eða fjármögnun næst ekki, getur fólk misst þennan pening.

Ég myndi alltaf mæla með því að fara í gegnum fasteignasölu sem þú getur auðveldlega átt samskipti við og treystir. Þá eru engar líkur á að svona gerist. Við sjáum um alla pappírsvinnu og allt ferlið í kjölfar þess að viðskiptavinur hefur tekið ákvörðun um kaup á eign. Hjá okkur fær viðskiptavinurinn sérstökum aðila úthlutað sem starfar sem tengill í gegnum allt ferlið og í nokkra mánuði eftir að viðkomandi fær húsið í sínar hendur.“

Masa International hefur unnið sér inn gríðarlegt traust á markaðnum en fyrirtækið starfar eingöngu með viðurkenndum verktökum. Fasteignasalan hefur náð ISO 9001-gæðastaðli, sem er sá hæsti sem er í boði. „Það er vissulega erfitt að ná slíkum gæðastaðli, en enn þá erfiðara er að halda honum. Með því að leggja mikið upp úr eftirfylgni með kaupum og tryggja þannig ánægju viðskiptavina hefur Masa International náð að halda sér á toppnum,“ segir Jónas að lokum.

Kíktu á úrvalið af fasteignum á masainternational.is. Nánari upplýsingar í síma: 555-0366.