Geiri Smart Street Food í Hjartagarðinum er opinn núna þriðja sumarið í röð og er orðin hefð hjá mörgum að kíkja við í góðan götumat og drykk á bæjarröltinu. Grillaði Rib Eye borgarinn þykir með betri borgurum bæjarins og kartöflu „falafelið“ er skemmtileg viðbót við Street Food matseðilinn.

Það er opið alla daga frá 11 til 18 í Hjartagarðinum til 31. ágúst.

Eins er matseðillinn á Geira Smart kominn í sumarbúning og státar af réttum eins og bleikju með eplum, fennel, möndlum, kapers og kartöflum og rauðrófum með heslihnetum, ricotta, svörtum hvítlauk og reyktum vorlauk og eftirétti sem heitir einfaldlega Lakkríssúkkulaði. Bragðlaukarnir munu þakka þér.

Grillaður hamborgari á Geira Smart er algjört lostæti.