Verslunin Sportís flytur úr 100 fm í 700 fm húsnæði, en að sögn Skúla Jóhanns Björnssonar, sem er annar eigandi Sportís ásamt konu sinni Önnu Sigríði Garðarsdóttur, verður boðið upp á aukið vöruúrval í nýju versluninni.

„Síðustu ár höfum við fundið fyrir mikilli aukningu í áhuga á hlaupasportinu sem og útivist og göngum. Salan jókst svo allverulega í ástandinu sem hefur verið í faraldrinum. Nú getum við veitt enn betri þjónustu með enn betri og öflugri hætti með stærri búð og enn meira vöruúrvali. Við bjóðum upp á aukið úrval frá öllum vörumerkjum okkar í nýju versluninni og hjóladeildin er svo alveg ný viðbót hjá okkur. Þar verður gott úrval reiðhjóla frá Giant/LIV, einu stærsta hjólafyrirtæki í heimi. Í hjóladeild Sportís hyggjumst við nýta þá miklu þekkingu sem við búum að þegar kemur að fatnaði, skóm og aukahlutum og kynna ný vörumerki fyrir íslensku hjólreiðafólki. Hjólreiðar hafa ekki eingöngu stækkað og orðið miklu vinsælli sem sport, heldur hefur þeim sem hjóla í vinnuna hluta úr ári eða jafnvel allt árið fjölgað svo um munar. Það að komast þurr og heill milli staða á reiðhjóli eða rafskutlu á Íslandi getur verið ákveðin áskorun út af fyrir sig, en úrvalið af hentugum og flottum fatnaði og skóm hefur verið að aukast og okkur finnst það spennandi þróun,“ segir Skúli.

Hjóladeildin er glæsileg nýjung hjá Sportís en Skúli segist vilja kynna þar ný og spennandi vörumerki fyrir íslensku hjólreiðafólki.
Ernir

Þekking og reynsla

Á tæplega fjörutíu ára rekstri hefur myndast gífurleg þekking og reynsla innan fyrirtækisins þegar kemur að íþróttabúnaði. „Við byrjuðum smátt en höfum unnið sleitulaust að því að stækka og byggja upp úrval og þekkingu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr toppþjónustu og að bjóða upp á vönduð vörumerki sem við vitum að hægt er að stóla á. Þá seljum við ekkert sem við höfum ekki tröllatrú á. Hér starfar fólk sem er sérfræðingar í hlaupum, hjólreiðum og ýmsu öðru sporti sem getur ráðlagt viðskiptavinum okkar þegar kemur að vali á búnaði. Við höfum komið víða við í sportvörum og komið mörgum frægum vörumerkjum á lappirnar á Íslandi. Þar má til að mynda nefna Asics vörumerkið og svo HOKA hlaupaskóna núna,“ segir Skúli.

Skórnir grunnurinn að öllu

Hjá Sportís fæst allt í útihlaupin í sumar og í vetur en verslunin býður upp á vandaðan útivistarfatnað og skó fyrir fjölbreytta útivist. „Þegar kemur að útihlaupum eru skórnir algert lykilatriði. Það er auðvitað líka mikilvægt að vera í þægilegum hlífðarfatnaði en skórnir eru samt alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Maður verður einfaldlega að vera í góðum skóm ef maður vill eflast í íþróttinni.

HOKA-merkið býður upp á frábært úrval af hlaupaskóm. Þar af eru HOKA SpeedGoat þeir alvinsælustu í utanvegahlaupin.
Ernir

Þú hleypur ekki langt í lélegum skóm. Það er gaman að hlaupa í HOKA-skónum og Asics-skónum. Það skiptir ekki máli hvort fólk er að stefna í styttri og hraðari hlaup, lengri hlaup eða utanvegarhlaup. Við erum með búnað sem hentar öllum og hjálpum hverjum og einum að finna skó og búnað sem hentar í það sem á að gera.“

HOKA-vörumerkið er tiltölulega nýtt enda stofnað 2009. Hoka merkir „svífðu yfir jörðina“ og er það upplifun fólks að betri og léttari hlaupaskór séu vandfundnir. „HOKA SpeedGoat eru líklega langvinsælustu utanvegahlaupaskórnir í dag víða um lönd en skórnir eru nefndir í höfuðið á Karl Meltzer sem ber þetta viðurnefni og er rómaður á meðal utanvegarhlaupara. Þá er orðið frægt að Elísabet Margeirsdóttir var í þessum skóm þegar hún hljóp 400 km í Góbíeyðimörkinni. HOKA býður einnig upp á gott úrval af innanbæjar hlaupaskóm sem eru líka mjög góðir í göngutúra.

Einnig bjóðum við upp á frábært úrval af Asics-hlaupaskóm sem er eitt stærsta merkið í hlaupabransanum, en það var stofnað 1949. Asics býður afar öfluga og flotta línu af skóm sem byggja á gelpúðum sem gefa mikla dempun og endingu.“

Sportís var fyrst til þess að kynna Asics íþróttamerkið fyrir Íslendingum og er nú um að ræða eitt stærsta merkið í bransanum í dag.
Ernir

Allt fyrir hlaupin

„Einnig erum við með hágæða hlaupafatnað frá KARI TRAA, Casall og Björn Dæhli fyrir karla og konur. Canada Goose er eitt eftirsóttasta merki heims á sínu sviði og verður mikið úrval af þessum flottu vörum í Skeifunni. Þá bjóðum við einnig upp á mikið og gott úrval af útivistarfatnaði frá Marmot sem og höfuðljós og heyrnartól. Ultraspire-hlaupavestin eru svo alger staðalbúnaður fyrir lengri utanvegarhlaup til að hafa með sér drykki og næringu.

Canada Goose er eitt eftirsóttasta útivistarmerki heims á sínu sviði.
Ernir

Stance-sokkarnir eru svo einhverjir þeir alvinsælustu þegar kemur að hlaupum og göngum, en um er að ræða frábæra hlaupasokka úr merínóblöndu og sumar gerðir með lífstíðarábyrgð. Merínóullin er þeim eiginleikum búin að þó svo hún blotni þá heldur hún 50% af einangrunargildi.

Vefverslun Sportís, sportis.is hefur verið starfrækt í nokkur ár. „Vefverslunin hefur stækkað hjá okkur eftir því sem umsvifin hafa aukist og tók heldur betur á flug í fyrra. Við bjóðum upp á fría heimsendingu ef keypt er fyrir 5.000 krónur eða meira. Úrvalið er það sama og er í versluninni en að sjálfsögðu kemur vefurinn aldrei í staðinn fyrir það að koma í verslunina á staðinn, máta og prófa og fá ráðleggingar frá fólki af holdi og blóði,“ segir Skúli.

Hér eru þau Skúli og Anna með dætrum sínum í miðið, Elvu Rós til vinstri og Sigrúnu Kristínu til hægri. Úrvalið hefur aukist til muna.
Ernir