Livly framleiðir einungis ungbarnafatnað úr hágæða lífrænni Pima-bómull frá Perú. Ester Bergmann Halldórsdóttir, sem starfar í markaðsráði hjá fyrirtækinu Föt og skór, segir að Pima-bómullin sé einstaklega mjúk og góð. „Hún er það besta sem völ er á fyrir nýbura sem eru með þunna og viðkvæma húð. Bómullin er þétt í sér sem gerir það að verkum að fötin endast vel. Við hjá Englabörnum bjóðum barnafatnað frá Livly í stærðum allt frá 0-9 mánaða,“ segir hún.

Ester segir að Livly fötin njóti mikilla vinsælda. „Viðskiptavinir okkar vita að hverju þeir ganga þegar þeir velja ungbarnaföt frá þessu frábæra sænska merki. Lily er til dæmis þekkt fyrir fallegar, draumkenndar myndskreytingar á sama tíma og fatnaðurinn er einfaldur og stílhreinn,“ upplýsir hún.

„Algeng mistök sem fólk gerir þegar það kaupir fyrstu fötin á ófætt barn sitt er að kaupa þau of stór, oftar en ekki eru síðan ömmur og afar send til að kaupa þau minni eftir að börnin eru fædd. Þó svo það sé kraftaverki líkast hvað nýburar stækka hratt fyrstu vikurnar þá segir reynslan okkur að það sé betra að eiga að minnsta kosti eitt sett sem smellpassar við fæðingu,“ segir Ester og bætir við: „Livly er sömuleiðis vinsæl gjafavara, vinkonuhópar hafa verið að taka sig saman til dæmis fyrir baby shower og kaupa þá úr sömu línu, galla, teppi, húfu og vettlinga og auðvitað mjúka kanínu með. Við heyrum oft að þetta sé gjöf sem gleðji mjög verðandi og nýbakaða foreldra.“

Við komu barns í heiminn er gott að eiga:

■ Samfellur

■ Buxur

■ Heilgalla

■Þunna vettlinga sem koma í veg fyrir að barnið klóri sig

■ Teppi

■ Húfa

Fjölbreytt úrval er fáanlegt hjá Englabörnum í sænska merkinu Livly en fötin eru framleidd úr lífrænni Pima-bómull. Þetta er fatnaður og teppi sem lætur barninu líða vel. mynd/aðsend

Einstakar vörur

Sænski hönnuðurinn Lisa Carrol eignaðist tvíburastúlkur árið 2011, Liv og Lilly. Þær fæddust fyrir tímann og voru með mjög viðkvæma húð. Lisu fannst vanta vönduð, mjúk ungbarnaföt úr gæðabómull. Hún fór því á stúfana til að finna bestu mögulegu bómull sem framleidd væri í heiminum en hana fann hún í Perú. Eftir að hafa heimsótt Perú nokkrum sinnum og kynnt sér bómullarrækt ákvað hún að hanna og framleiða gæðafatnað á ungbörn úr lífrænni Pima-bómull eftir tilmælum frá barnalækni. Pima-bómull er handtínd, prjónuð og lituð og hentar því einstaklega vel viðkvæmri húð. Barnafatnaðurinn Livly hefur síðan notið mikilla vinsælda.

Livly ungbarnafatnaður fæst í Englabörnum í Kringlunni.