Aðalstarfsemi Bílasmiðsins er verslun og þjónusta með vörur tengdar atvinnubifreiðum og tækjum ásamt iðnvörum fyrir alls kyns smíði til lands og sjávar. Afar fjölbreytt vöruúrval er að finna í versluninni og þar sem aðalstarfsemi þess fer fram.

„Fyrirtækið leggur mikinn metnað og áherslu á hágæðavöru og að veita fyrirtaks þjónustu og ráðgjöf. Eitt af meginmarkmiðum okkar er að geta boðið vörur sem ekki fást víða annars staðar, á sanngjörnu verði, sem er oft lægra en á sömu eða sambærilegri vöru erlendis,“ segir Páll Þór Leifsson, sölustjóri hjá Bílasmiðnum.

„Við leggjum mikla áherslu á að versla við evrópska birgja og framleiðslufyrirtæki til að tryggja góð og hagstæð kjör til handa viðskiptavinum. Þá hefur Bílasmiðurinn söluumboð fyrir allmörg heimsþekkt vörumerki í greininni. Þar á meðal umboð fyrir RECARO bílstóla.“

Salia er nýr 360° bílstóll fyrir 0-18 kg. Fyrir aftan er Mako Elite, nýr stóll fyrir 15-36 kg.

RECARO bílstólar fyrir öryggið

Serbl_Megin Left: RECARO er einn stærsti framleiðandi í heimi á stólum fyrir farartæki. Fyrirtækið framleiðir allt frá keppnisstólum upp í sér­útbúin sæti fyrir atvinnubílstjóra. Það framleiðir einnig barnabílstóla sem hafa verið afar vinsælir og hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun og öryggi.

„Við höfum selt Recaro barnastóla í yfir 25 ár eða allt frá því að þeir komu fyrst á markað. Þeir hafa notið mikilla vinsælda enda gæðavara á góðu verði,“ segir Páll. Recaro er með barnabílstóla og kerrur fyrir 0-36 kg í nokkrum útgáfum og litum.

„Nú erum við stolt af að kynna tvær nýjar gerðir af Recaro bílstólum: Salia er 360° stóll fyrir 0-18 kg, áður Zero1 sem margir þekkja, og svo Mako Elite stóll fyrir 15-36 kg. Báðir stólarnir eru með ISOFIX festingum og samrýmast I-size UN 129 reglugerð sem er nokkuð harðari reglugerð en eldri ECE44/4. Við vonumst til að þessar nýju gerðir munu falla íslenskum foreldrum jafn vel í geð og hinar sem fyrir eru,“ segir Páll.

„Allar gerðir bílstólanna eru til sýnis í verslun okkar að Bíldshöfða 16, sími 567 2330. Þar er opið alla virka daga frá kl. 8.00-18.00. Við minnum jafnframt á Facebook-síðu okkar Recaro Ísland og heimasíðu framleiðanda Recaro-Kids.com“