Við opnuðum Fimbul.is í nóvember 2018 og leggjum mesta áherslu á hlaupafatnað enn sem komið er. Einnig bjóðum við upp á einstakan göngufatnað,“ segir Arnar. Allur fatnaður Fimbul er frá GORE WEAR sem er alþjóðlegt vörumerki og dótturfyrirtæki GORE sem framleiðir meðal annars hið einstaka GORE-TEX efni sem lengi hefur verið vinsælt í útivistarvörur.

„Það sem gerir fatnað frá GORE WEAR að mörgu leyti einstakan er nýting GORE-TEX® og GORE WINDSTOPPER® í íþróttafatnað, sem er þá vatns- og vindheldur en andar í leiðinni einstaklega vel. Allur fatnaður frá GORE WEAR er hannaður í samræmi við kröfur afreksíþróttamanna og er hvert einasta smáatriði úthugsað,“ útskýrir Arnar.

„Fimbul er einungis netverslun en þannig getum við boðið Íslendingum upp á sama verð og erlendis. Við erum tveir æskuvinir sem eigum og rekum verslunina. Hugmyndin kviknaði skömmu eftir að við fengum hlaupadelluna margfrægu en rákumst fljótt á vegg þegar okkur langaði að fara út að hlaupa síðla hausts í köldu og blautu veðri og vorum ekki beint með fötin í það. Við höfðum heyrt um kosti og gæði GORE WEAR. Eftir að hafa pantað og prófað vörurnar þá fannst okkur þess virði að skoða möguleikann á að flytja þær inn.

„Í kjölfarið settum við okkur í samband við GORE og heimsóttum höfuðstöðvar þeirra í Svíþjóð. Við sáum fljótlega að þeirra hugsjón og vörur áttu vel við Íslendinga; hágæða vörur sem hægt er að nota allt árið um kring í því margbreytilega veðurfari sem Íslendingar þekkja. Þannig kviknaði hugmyndin að nafninu Fimbul, vörur sem hægt er að nota í fimbulkulda. Þrátt fyrir að leggja áherslu á vörur fyrir kulda og rigningu, bjóðum við einnig upp á flotta sumarlínu frá GORE WEAR.

,,Fyrir vetrarhlaupin bjóðum við einnig upp á neglda hlaupaskó frá ICEBUG. Þannig að ef þú veist af okkur þá er engin ástæða til að hætta að hlaupa yfir vetrartímann!“ segir Arnar.

Á Fimbul.is er mikið úrval af vönduðum fatnaði svo það er um að gera að kíkja á heimasíðuna. Vörurnar eru sendar um land allt en auk þess er hægt að sækja vörurnar að Vatnagörðum 22 en þar er opið alla virka daga frá 13-18.

Fimbul.is er á Facebook og Instagram þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um nýjar vörur og ýmsar upplýsingar.