Byko hefur lengi selt Napoleon grillin en í versluninni fást margar týpur af þeirri tegund. Þau fást í öllum stærðum, allt frá ferðagasgrilli upp í grill sem jafnast á við heilt eldhús, að sögn Ægis Emilssonar svæðisstjóra árstíða/heimilisvörudeildar hjá Byko í Breiddinni.

„Napoleon grillin eru framarlega í framleiðslu á brennurum sem ná fram gríðarlegum afköstum. Ég hef heyrt að Napoleon grillin séu alveg samkeppnishæf við Weber. Brennararnir eru mjög góðir í að ná hitanum upp. Þetta eru grill sem endast lengi og ef það vantar varahluti í þau þá erum við fljótir að bregðast við og panta þá,“ segir Ægir.

„Grillin eru flest svört og úr burstuðu stáli og það þarf ákveðna meðhöndlum til að það setjist ekki á þau. Það sest alltaf eitthvað smá á grill í svona veðráttu eins og við erum með hér á Íslandi. En þessi grill þola samt veðrið hér vel og það er vel hægt að nota þau allt árið.“

Ægir segir að eins og er séu tilboð hjá Byko á útvöldum Napoleon grillum af stærri gerðinni.

„Við erum dugleg að auglýsa tilboð og útsölur svo ég bið fólk bara að fylgjast vel með og koma í búðina og skoða. Við erum með allar týpur af grillum uppsettar í búðinni svo hægt er að skoða þau,“ segir hann.

Hátt í 1.000 gráður

Ein nýjung í gasgrillum er svokallað sizzle zone. Það er hliðarbrennari sem nær hátt upp í 1.000 gráðu hita. Það er því upplagt að nota sizzle zone brennarann til að loka steikinni áður en hún er grilluð á aðalgrillsvæðinu.

„Nokkur Napoleon grillanna eru með sizzle zone. Til dæmis Napoleon Phantom Rogue SE425 R.BR/IR SD. Það er ný tegund af Napoleon grilli sem við höfum ekki verið með áður. Phantom Rougue er af þægilegri stærð með þremur aðalbrennurum, innrauðum hliðar- og bakbrennurum og sizzle zone. Það er matt svart alveg frá loki og niður úr eins og er svo vinsælt núna. Grillið er með ryðfríum grindum úr ryðfríu stáli. Aðalbrennarinn afkastar einhverjum 24 kílóvöttum sem skiptir máli upp á að ná hitanum fljótt upp aftur þegar verið er að opna grillið og snúa steikinni,“ segir Ægir.

„Innrauður bakbrennari er góður til að jafna hitann, til dæmis ef verið er að grilla kjúkling á teini eða þegar læri er heilgrillað. Það er líka upplagt að nota þetta sizzle zone til að brassera á því, til dæmis með wokpönnu. Annað dæmi um Napoleon grill með sizzle zone innrauðum brennurum er til dæmis Prestige Pro.“

Kamado kolagrillin fást í ýmsum stærðum og litum. Þessa dagana eru þau á sérstöku tilboði Byko.

Kamado kolagrill á tilboði

Kolagrill standa alltaf fyrir sínu en Byko hóf nýlega sölu á Kamado kolagrillum. Þetta eru egglaga grill í ýmsum stærðum og ýmsum litum. Þessa dagana eru Kamado grillin á sérstöku tilboði í Byko og því kjörið að nýta tækifærið og fjárfesta í einu slíku, að sögn Ægis.

„Kamado merkið er mjög framarlega í kolagrillum. Þau eru frá 41 cm í þvermál upp í 66 cm. Það fylgir hellingur af aukahlutum með grillunum en þau eru mjög góð til dæmis til að grilla heilan kjúkling og eins má nota þau til heitreykingar,“ segir hann.

„Við prófuðum nokkur stykki af Kamado grillunum í haust og leist það vel á þau að við ákváðum að taka þau inn. Það hefur reynst vonum framar. Grillin eru mjög hentug til að hægelda á lágum hita á löngum tíma af því grillgrindurnar standa hærra frá kolunum. Það er líka hægt að baka í grillunum og þau eru mjög auðveld í viðhaldi.“

Byko selur margar gerðir af grillkolum sem má nota í Kamado grillin en Ægir segir að þau hjá fyrirtækinu hafi sérstaklega góða reynslu af Marienburg viðarkolunum.

„Það eru þrjár stærðir af pokum af Marienburg kolunum: 10 kg, 6,5 kg og 3,6 kg. Kolin eru mjög vinsæl og halda hitanum mjög vel.“

Marienburg viðarkolin hafa reynst vel.

Úrval aukahluta

Hægt er að kaupa varahluti í grillin í Byko auk ýmiss konar aukahluta til að gera eldamennskuna auðveldari og skemmtilegri.

„Við erum með mjög breitt úrval. Við seljum pitsusteina og ýmiss konar tangir.

Grillmottur og grillteina og bara ýmislegt. Það er hægt að skoða úrvalið í verslunum Byko eða á vefsíðunni Byko.is,“ segir Ægir.

„Við seljum líka hreinsiefni sem er mælt með að nota á grillin. Við byrjuðum að selja Napoleon grillin árið 2005 en þau hafa komið vel út og reynst vel. Þetta eru allt gæðavörur. Bæði grillin og fylgihlutir.