Brjóstagjöf er mjög mikilvæg bæði fyrir móður og barn. Brjóstamjólkin er besta næring sem nýfædd börn fá, hún er sérsniðin handa þeim frá náttúrunnar hendi og gefur börnum fullkomna næringu og orku, að minnsta kosti fyrstu 6 mánuðina. Brjóstamjólkin örvar einnig ónæmiskerfið og veitir barninu vörn gegn sýkingum. Þar að auki eflir brjóstagjöfin tengsl milli móður og barns,“ segir Esther Ýr Kjartansdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi hjá Alvogen.

„Stundum getur brjóstagjöfin verið krefjandi, sérstaklega fyrstu dagana. Mikið álag er á geirvörtuna við sog barnsins, sem hefur áhrif á húðvef geirvörtunnar og getur leitt til særinda og sprungna á geirvörtusvæði. Þetta getur jafnvel leitt til sýkingar sem krefst meðhöndlunar,“ upplýsir Esther Ýr.

Þegar geirvörtur verða sárar, aumar og sprungnar, er mikilvægt að koma í veg fyrir sýkingar og tryggja hraðan sáragróanda.

„Einnig er mikilvægt að draga úr verkjum og bólgum í brjóstum til að bæta þægindi móður, svo hún geti haldið áfram með barn á brjósti. Margar mæður hætta með barn á brjósti fyrr en þær hefðu kosið, vegna verkja og óþæginda sem þær finna fyrir við brjóstagjöf,“ segir Esther og heldur áfram:

„Besta leiðin til að koma í veg fyrir sprungur og sár á geirvörtum er að fyrirbyggja vandamálið með notkun græðandi krema eins og Multi-Mam Balm, eða með því að nota Multi-Mam Kompresser sem eru bæði græðandi, kælandi og draga einnig fljótt úr sársauka.“

Esther Ýr Kjartansdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi hjá Alvogen.

Tanntaka

Tanntaka ungbarna hefst oftast við sex mánaða aldur og henni geta fylgt ýmis einkenni, svo sem pirringur, aukin munnvatnsmyndun, kláði og óþægindi í tannholdi. Einnig getur sýking komið í slímhimnu gómsins þegar tönnin er að brjótast í gegn og því getur fylgt hiti. Multi-Mam Babydent er bragðlaust tanngel, sem virkar fljótt og dregur úr bólgum og sársauka.

Multi-Mam kompressur.

Multi-Mam kompressur

Kompressur eru ætlaðar mæðrum sem þjást af vandamálum vegna brjóstagjafar, svo sem sárum, aumum, sprungnum og bólgnum geirvörtum.

„Kompressurnar eru gegndreyptar lífvirku geli sem inniheldur 2QR-efnasambandið. Þetta efnasamband er einkaleyfisvarið og unnið úr Aloe Barbadensins-plöntunni sem hefur lengi verið þekkt fyrir sína græðandi eiginleika,“ útskýrir Esther Ýr.

Multi-Mam Kompresser er skráð lækningatæki, sem þýðir að virkni þess hefur verið sönnuð með klínískum rannsóknum. Kompressurnar hafa ýmsa jákvæða eiginleika, svo sem:

+ Kælandi og græðandi áhrif. Þetta er eina varan á markaði sem bæði er kælandi og græðandi á sama tíma.

+ Draga fljótt úr sársauka í geirvörtum.

+ Styðja við náttúrulegan sáragróanda.

+ Minnka líkur á sýkingum eins og brjóstabólgu.

„Mælt er með að nota kompressurnar eftir brjóstagjöf, minnst tvisvar á dag. Kompressurnar eru einnota, en hægt að nota sömu kompressuna innan dags og henda svo í lok dags. Einnig er hægt að klippa eina kompressu í tvennt svo hún passi á báðar geirvörturnar,“ útskýrir Esther Ýr.

„Gelhlið kompressunnar er látin hvíla á geirvörtunni eins lengi og þörf krefur, en í að minnsta kosti 10 mínútur. Ekki þarf að þurrka umfram gel af geirvörtum fyrir brjóstagjöf, það er skaðlaust fyrir barnið,“ segir Esther Ýr um Multi-Mam kompressur sem hægt er að geyma í ísskáp til að auka kæliáhrifin.

Multi-Mam smyrsli á geirvörtur.

Multi-Mam Balm

Multi-Mam Balm er smyrsli ætlað konum með barn á brjósti.

„Í stað ullarfeiti inniheldur smyrslið olíur úr jurtaríkinu, sem gerir það að verkum að smyrslið klístrast ekki heldur frásogast auðveldlega inn í húðina. Það er því þægilegra í notkun en mörg önnur brjóstasmyrsl á markaðnum,“ upplýsir Esther Ýr.

Smyrslið er lyktar- og bragðlaust og algjörlega skaðlaust fyrir barnið. Það:

+ Verndar geirvörtusvæðið fyrir og á meðan brjóstagjöf stendur.

+ Veitir raka og kemur í veg fyrir myndun sprungna.

+ Heldur geirvörtusvæðinu mjúku, sveigjanlegu og heilbrigðu.

Nota má smyrslið eftir þörfum hvers og eins, en mælt er með að nota það minnst tvisvar á dag.

Multi-Mam tanngel fyrir tanntöku.

Multi-Mam Babydent

Multi-Mam Babydent er fljótverkandi, bragðlaust tanngel, sérstaklega ætlað börnum í tanntöku. Það inniheldur virka efnið 2QR.

„Tanngelið dregur hratt úr bólgum og sársauka tengdum tanntöku ásamt því að hamla vöxt skaðlegra baktería á öruggan og náttúrulegan hátt. Einnig styður gelið við náttúrulegan sáragróanda. Það virkar strax og kælir og róar tannholdið. Gelið inniheldur eingöngu náttúruleg efni og engin staðdeyfandi lyf,“ upplýsir Esther Ýr.

Multi-Mam Babydent tanngelið er skráð lækningatæki, sem þýðir að virkni þess hefur verið sönnuð með klínískum rannsóknum.

„Gelið er borið á viðkvæmt tannhold eins oft og þörf krefur. Til að hámarka áhrif ætti ekki að gefa barninu að drekka í 30 mínútur eftir notkun og til að auka kæliáhrifin er best að geyma gelið í ísskáp,“ segir Esther Ýr.

Multi-Mam vörunar eru fáanlegar í öllum helstu apótekum landsins. Allar nánari upplýsingar um Multi-Man á alvogen.is