Kristín Björg Hrólfsdóttir er annar eigenda Hermosa og hún segir markmið fyrirtækisins vera skýrt. „Við horfum ekki á Hermosa sem verslun heldur þjónustufyrirtæki. Við viljum einfaldlega verða besta netverslun á landinu, hvort sem við erum að tala um kynlífstækjaverslanir eða aðrar netverslanir.“

Hún nefnir nokkur atriði sem geri þeim kleift að uppfylla markmið sín. „Þetta gerum við með einfaldri vefsíðu, gegnsæi í verðum (sem þýðir að viðskiptavinir þurfa ekki óttast um falin verð sem bætast við í kaupferlinu) og með spjallinu okkar þar sem hægt er að hafa beint samband við starfsmann. Eins og sjá má á umsögnunum okkar er þjónustunni hrósað mikið.“

Kristín Björg segir viðskiptavinum Hermosa nú standa til boða enn rýmri skilafrestur ef varan uppfyllir ekki þeirra kröfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Toppþjónusta og lágt verð

Þjónustan miðar öll að því að tryggja ánægju viðskiptavina og einfelda kaupferlið. „Við státum okkur af betri þjónustu en það sem að við gerum sem aðrir eru ekki að gera er til dæmis það að við bjóðum upp á 30 daga skilafrest í stað 14 daga sem er samkvæmt lögum og við erum með þetta „live“ spjall á síðunni. Við erum með fría afhendingu á öllum vörum, óháð verði, þannig að jafnvel þó að þú kaupir bara sleipiefni þá geturðu treyst því að afhendingin sé frí,“ segir Kristín.

„Þá bjóðum við enn fremur upp á að samdægurs afhendingu, ekki einungis á höfuðborgarsvæðinu heldur líka í nærumhverfi. Vörur sem eru pantaðar lengra í burtu úti á landi eru yfirleitt afhentar daginn eftir. Við leggjum líka gríðarlega mikla áherslu á lágt verð og erum oftast með betra verð á vörunni þótt að heimsendingin sé frí. Síðan viljum við benda fólki á við erum með svokallaðan Unaðsklúbb þar sem viðskiptavinir fá afslátt af næstu kaupum.“

Hermosa er eingöngu á netinu en býður viðskiptavinum úrval afhendingarmáta þar sem valið stendur á milli þess að sækja vörur í vöruhús, fá heimsent (höfuðborgarsvæðið), sækja á N1 eða útibú flytjanda, hvað sem hentar hverjum viðskiptavini fyrir sig.

Eins og sjá má þá eru tækin ákaflega nett og fallega hönnuð.

Vinsælustu vörurnar í fyrra

Kristín segir vinsælustu vöruna í fyrra hafa verið Fullnægingarvöndinn eða Satisfyer Wand, sem sé í senn öflugur, mjúkur viðkomu og fallegur á að líta. Hann henti líka vel í forleik og er fullkominn í að nudda líkamann og uppgötva og örva næmu staðina á bólfélaganum.

Næstvinsælust var Multifun 3 sem er hægt er að nota á marga, eða nánar tiltekið 32, vegu og jafnvel fleiri ef þú ert hugmyndarík/ur. Það er frábært hvort sem maður er ein/n síns liðs eða með félaga og það er tilvalið að prófa það á hvort öðru í forleik.

Þriðja vinsælasta varan var Satisfyer Pro 3 sem er sogtæki en þau eru ein árangursríkasta leiðin til þess að örva snípinn. „Það sem er líka svo stórkostleg við tækið er að það er einnig með titring og hægt er að velja á milli 11 sogstillinga og 10 stillinga af titringi. Það er því hægt að leika sér endalaust með tækið og það er líka svo nett að það er ákaflega þægilegt í notkun,“ útskýrir Kristín.

Love Triangle sogtækið en sogtæki eru frábær leið til að örva snípinn.

Fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi unaðstækja er svo sérstök síða í netversluninni þar sem hægt er að skoða vörur sem eru fullkomnar fyrir byrjendur. Þar eru sogtækin áberandi en þau hafa reynst afar vel og hvað titrara snertir þá er Slimline kanínutitrarinn tilvalinn.

Satisfyer Monoflex er æðislegur.

Strangt og kröfuhart ferli

Kristín segir ríkan metnað lagðan í að finna og bjóða upp á bestu hugsanlegu vörurnar. „Fyrst skoðum við hvað er að seljast mikið hjá okkar byrgjum. Við förum yfir þessar vörur og tökum út þær vörur sem ekki eru endurhlaðanlegar því við viljum þær ekki. Næst skoðum við umsagnir um vörurnar. Ef að umsagnir eru góðar, byrginn staðfestir að lítið sé um bilanir og framleiðandinn er áreiðanlegur þá pöntum við inn.“

Ferlið tryggir það að vörurnar geti uppfyllt ítrustu kröfur viðskiptavina. „Við erum með mjög strangt ferli í að taka inn nýjar vörur, sérstaklega ef það er framleiðandi sem við höfum ekki prófað áður, sem verður til þess að við tökum bara inn hágæðavörur. Um leið og við sjáum að vara bilar oft (um 5% skil vegna galla sem almennt telst eðlilegt þó) þá tökum við ekki inn þá vöru aftur. Það hefur þó eingöngu gerst einu sinni hjá okkur þar sem að við erum með ítarlegt ferli áður en við tökum vörurnar inn.“

Fun Factory Lava Egg er í senn kraftmikið og mjúkt.

Meðal þeirra vara sem hafa fengið afar góðar viðtökur eru FunFactory vörurnar. „Við hófum að flytja inn vörurnar frá þeim á síðasta ári en þetta eru háklassa vörur frá Þýskalandi og fer öll framleiðsla fram þar með tilheyrandi gæðastimpli. Þetta er líka mun umhverfisvænna þar sem þetta er ekki flutt langar vegalengdir eins og frá Kína til Þýskalands og þaðan hingað svo dæmi sé tekið.“

Fun Factory Ladi Bi titrarinn býður upp á ótal ánægjulegra möguleika.

Bjóða upp á ánægjuvernd

Kristín segir þau sífellt leita nýrra leiða til að auka ánægju viðskiptavina. „Sérstaðan okkar er vissulega þjónusta og við erum alltaf að hugsa upp á einhverju nýju til að bæta þjónustuna enn frekar. Núna erum við að byrja á „ánægjuvernd“ (Satisfaction guaranteed) sem þýðir að ef viðskiptavinurinn er ekki ánægður með vöruna getur hann skilað henni og fengið nýja sambærilega vöru í staðinn.“

Þessi þjónusta njóti algjörrar sérstöðu, ekki einungis hér á landi heldur sennilega einnig á heimsvísu. „Þetta er engin kynlífstækjaverslun á landinu að bjóða upp á, og í raun fáar í heiminum sem bjóða þetta. Ánægðir viðskiptavinir okkar auka metnaðinn okkar í að finna nýja hluti til að gera enn betur.“

Unaðsleg múffa sem svíkur engan.

Kristín segir þau mikið hafa velt fyrir sér hverjir séu þeirra helstu viðskiptavinir en hópurinn er fjölbreyttur og á öllum aldri. „Það er gaman að segja frá því að karlmenn eru ekki síður að versla hjá okkur en konur og eru þeir ótrúlega duglegir að versla fyrir konurnar sínar.“

Hægt er að skoða úrvalið á: www.hermosa.is