NOMY er hágæða veisluþjónusta, sem var stofnuð í fyrrasumar og hefur notið mikilla vinsælda. Eigendurnir, Bjarni Siguróli, Fannar og Jóhannes Steinn, hafa allir unnið við sitt fag á nokkrum af bestu veitingahúsum landsins. Auk þess hafa þeir keppt með íslenska kokkalandsliðinu og unnið til fjölda verðlauna á sínu sviði, bæði hérlendis og erlendis, þar með titilinn „Kokkur ársins“ þrisvar sinnum.

Þeir hafa einnig átt fulltrúa Íslands í heimsmeistarakeppninni Bocuse d’Or og náð góðum árangri þar.

Gæðin í fyrirrúmi

Hjá NOMY er lögð áhersla á fagmennsku og framúrskarandi mat, og er hvergi gefið eftir hvað varðar gæði.

Hjá NOMY er undirbúningur jólanna nú að hefjast en í ár verður meðal annars hægt að velja um jólasmárétti, jólahlaðborð, jólaplatta, jólahádegishlaðborð og jólamat í heimahúsi. Þá fást glæsilegar matarkörfur hjá NOMY, sem eru hlaðnar góðgæti. Þær henta fullkomlega sem gjöf fyrir starfsfólk og viðskiptavini. „Matarkörfurnar henta bæði sem jólagjöf, eða tækifærisgjöf. Valið stendur um fjórar mismunandi körfur, en einnig er hægt að panta körfur sem eru sérsniðnar að óskum viðskiptavina,“ segir Bjarni.

Heimsendingar

Undanfarið hafa matarkörfurnar notið mikilla vinsælda, enda fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem vilja gleðja starfsfólk og viðskiptavini, ekki síst nú þegar margir þurfa að vinna að heiman. „Það er til dæmis mjög sniðugt að senda matarkörfu eða veislupakka til starfsfólks sem situr saman á fjarfundi, og svo opna allir körfurnar á sama tíma. Þetta hristir hópinn saman og skapar mjög skemmtilega stemmningu. Stundum er eitthvað óvænt og skemmtilegt í körfunum. Það er ekkert heilagt í þessum efnum,“ segir Jóhannes.

Það er hægt að gera sér glaðan dag, sama hvaða dagur vikunnar er, og fá matarkörfu frá NOMY senda heim að dyrum. Matarpakkar fyrir fjarfundi eru sérsniðnir eftir óskum hvers fyrirtækis fyrir sig en oftast innihalda þeir smáréttapakka, súkkulaði og drykk. Svo sjáum við um að keyra veitingarnar heim til fólks,“ segir Fannar.

Gjafabréf vinsæl gjöf

Hjá NOMY er einnig hægt að fá gjafabréf, sem hefur verið vinsæl til gjafa. Þá getur fólk einfaldlega valið sér sjálft það sem hentar því best hjá NOMY.

„Hvort sem um er að ræða jólahlaðborð hjá starfsmannafélaginu, jólasmárétti í hádeginu, jólaboð fyrir viðskiptavini eða veislu fyrir vinahópinn í heimahúsi, matarkörfur til gjafa eða gjafabréf, þá leysum við málið,“ segir Fannar.

Lúxuskarfa NOMY.

Lúxuskarfa NOMY

Sælkeravörur ásamt heimalöguðu góðgæti sem meistarakokkar hafa framleitt með ást og fagmennsku!

 • Ostaþrenna: Ostarnir þrír úr Dölunum: Auður, Ljótur og Kastali
 • Trönuberja- & portvínssulta
 • Toast Melba-kex

Kjötskurðarí

 • Hráskinka
 • Sítrónumarineraðar Mantequilla-ólífur
 • Heimalagað stöff
 • Nomy graflax
 • Sinnepssósa
 • Grafin gæsabringa
 • Reykt gæsabringa

Það sem sælkerinn þarf að eiga

 • Kaffi frá Kvörn
 • Hvít truffluolía
 • Salt frá Saltverk
 • Súkkulaði frá Omnom
Happy Hour karfan.

Happy Hour

Tilvalin tækifærisgjöf fyrir notalega kvöldstund!

 • Bakaður ostur (klár í ofninn)
 • Íslenskur camembert með truffluhunangi, ristuðum hnetum og toast melba- kexi

Einfaldar eldunarleiðbeiningar fylgja

Sætt

 • Súkkulaðitrufflur með blóðappelsínuganache og hnetupralín
 • Súkkulaðihjúpaður brómberjamarengs
 • Lífrænt freyðite
 • Copenhagen Sparkling Tea 750ml
NOMY er með allt sem þarf fyrir glæsilegt jólaboð.

Sælkerakarfa

Sælkerakarfa sem hittir beint í mark!

 • Ostaþrenna
 • Ostarnir þrír úr Dölunum: Auður, Ljótur og Kastali
 • Trönuberja & portvínssulta
 • Toast Melba-kex
 • Kjötskurðarí
 • Hráskinka
 • Sítrónumarineraðar Mantequilla-ólífur

Það sem sælkerinn þarf að eiga

 • Hvít truffluolía
 • Kaffi frá Kvörn
 • Salt frá Saltverk
 • Súkkulaði frá Omnom
Jólasmáréttirnir eru vinsælir.
Veisluþjónustan NOMY býður upp á veislu fyrir vinahópinn í heimahúsi.