Mígreniköst geta staðið yfir í allt frá nokkrum klukkustundum upp í þrjá sólarhringa og þeim fylgja oft ógleði og uppköst. TREO freyðitöflur eru fáanlegar í lausasölu og eru ætlaðar við mígreni en einnig vægum verkjum eins og höfuðverk, vöðva- og liðverkjum, tíðaverkjum og tannpínu. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára án samráðs við lækni og aldrei ef þau eru með hita.

María Sif Sigurðardóttir, lyfjafræðingur hjá Icepharma.

Skjótvirk freyðitafla

„TREO freyðitöflur eru verkjalyf sem innihalda asetýlsalisýlsýru, en einnig innihalda þær koffín, sem eykur verkjastillandi áhrif asetýlsalisýlsýru,“ segir María Sif Sigurðardóttir, lyfjafræðingur hjá Icepharma. „Freyðitöflur frásogast hraðar en hefðbundnar töflur og næst því hámarksvirkni eftir um það bil hálfa klukkustund.“ TREO freyðitöflur eru auðveldar í inntöku og getur því lyfið hentað vel þeim sem eiga erfitt með að gleypa töflur eða hylki.

Nýtt bragð – TREO HINDBÆR!

TREO hefur lengi verið á markaði hér á landi og er flestum kunnugt. Í fyrra kom TREO CITRUS með sítrónubragði á markað og nú í sumar bættist við þriðja tegundin, TREO HINDBÆR með hindberjabragði. Þegar nota á TREO við vægum verkjum skal leysa upp 1-2 freyðitöflur í ½ glasi af vatni 1-4 sinnum á sólarhring. Við mígreni skal leysa upp 2 freyðitöflur í ½ glasi af vatni 1- 4 sinnum á sólarhring. Passa þarf að taflan sé alveg uppleyst áður en lyfið er tekið inn. Nota má TREO freyðitöflur að hámarki í 10 daga í mánuði.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli, fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.

Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Mylan Denmark ApS . MYL201001 – Október 2020.