Uniconta er sambland af nýjustu tækni og áratuga reynslu. Því er útkoman eitt hraðasta, einfaldasta og hagkvæmasta bókhaldskerfi veraldar,“ segir Ingvaldur Thor Einarsson, framkvæmdastjóri Uniconta á Íslandi.

Uniconta er sjötta bókhaldskerfið úr smiðju Danans Eriks Damgaard sem oft hefur verið nefndur konungur bókhaldskerfanna. Uniconta kom fyrst á markað árið 2016 og hefur farið sigurför um heiminn síðan þá.

„Erik hefur haft yfir þrjátíu ár til að hanna hið fullkomna bókhaldskerfi. Hann er maðurinn á bak við Concorde XAL og Axapta en það síðarnefnda er flaggskip hugbúnaðarrisans Microsoft,“ útskýrir Ingvaldur.

„Eftir að Erik lét af störfum hjá Microsoft sá hann að með nýrri tækni myndi skapast sóknarfæri á bókhaldsmarkaði og hóf þróun á Uniconta. Það byggir á gömlum gildum en keyrir á nýjustu tækni. Önnur kerfi komast ekki með tærnar þar sem Uniconta er með hælana þegar kemur að virkni og hraða. Kerfið er skýjalausn þar sem öll gögn eru vistuð í ISO-vottuðu skýjaumhverfi en notandinn vinnur með gögnin í gegnum hugbúnað eða smáforrit á tölvu eða snjalltæki,“ upplýsir Ingvaldur um Uniconta sem er einstaklega notendavænt og getur sparað notendum hundruð vinnustunda á ári.

Kerfi sem hægt er að laga að þörfum hvers og eins

Uniconta inniheldur fjölmargar kerfiseiningar og uppfyllir þannig kröfur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Í grunninn er Uniconta fjárhagsbókhaldskerfi en við það bætast viðskipta- og lánardrottnakerfi, eignakerfi, birgða-, framleiðslu- og vörustjórnunarkerfi, verkbókhalds- og tímaskráningarkerfi, innheimtukerfi og CRM. Grunnáskrift að kerfinu inniheldur fjárhags-, birgða-, lánardrottna- og viðskiptavinakerfi með sölureikningum og svo er kerfiseiningum bætt við eftir þörfum. Einfalt er svo að tengja önnur kerfi við Uniconta.

„Uniconta er frábær valkostur fyrir íslensk fyrirtæki, það eykur skilvirkni í rekstri og bætir yfirsýn,“ segir Ingvaldur. „Auðvelt er að flytja bóhaldsgögn úr eldri kerfum yfir í Uniconta sem gerir innleiðingu einfaldari og ódýrari en áður hefur þekkst. Kerfið hentar breiðum hópi viðskiptavina en á meðal fyrirtækja sem nota Uniconta sem heildarlausn í rekstri sínum eru fyrirtæki í smásölu og heildsölu, framleiðslufyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki, fasteignafélög, félagasamtök, bókhaldsstofur og verktakafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Þarfir fyrirtækja eru afar ólíkar en Uniconta mætir þeim öllum með skilvirkum hætti,“ segir Ingvaldur.

Uniconta byggir á nýjustu tækni frá Microsoft og forritaskilum (API). Því er einfalt að láta gögn flæða á milli Uniconta annars vegar og til dæmis launakerfa, vefverslana og bókunarkerfa hins vegar.

„Uniconta sem skýjalausn skilar gögnum mun hraðar en bókhaldskerfi sem eru á gagnaþjónum fyrirtækja. Gögnum er þjappað á snilldarlegan hátt þegar þau eru sótt eða send í skýið. Þá er mjög fljótlegt að setja upp gagnvirka tengingu, til dæmis í Excel sem keyrir á raungögnum úr Uniconta, og í dag eru á annað hundrað lausnir sem bjóða upp á fullkomna samþáttun við Uniconta,“ upplýsir Ingvaldur.

Fullkomið bókhaldskerfi frá 2.995 krónum á mánuði

Ingvaldur segir stóra ákvörðun fyrir fyrirtæki að skipta um bókhaldskerfi enda hefur það til þessa reynst mörgum flókið, seinlegt og kostnaðarsamt.

„Það þarf þó engum að vaxa í augum að innleiða Uniconta. Það tekur frá einni klukkustund fyrir minni fyrirtæki upp í fáeinar vikur fyrir stórfyrirtæki þar sem ráðgjafar frá okkur eða samstarfsaðilum okkar vinna með fyrirtækinu. Þá er farið yfir alla ferla og kerfið lagað að ferlunum, sem er töluverður munur frá stærri bókhaldskerfum þar sem innleiðing getur tekið frá þremur mánuðum upp í heilt ár, og kostnaður í samræmi við það.“

Uniconta er hugbúnaðarlausn í áskrift þar sem lægsta mánaðargjald er 2.995 krónur án virðisaukaskatts, en sú áskrift hentar einyrkjum og aðilum í einföldum rekstri. Fyrir stærri félög með um 100 notendur er áskriftargjaldið 7.995 á notanda en þá eru allar kerfiseiningar innifaldar.

„Bókhaldskerfi hefur aldrei verið ódýrara. Viðskiptavinir sem skipta yfir í Uniconta ná að jafnaði fram 50 prósent sparnaði í rekstrarkostnaði bókhaldskerfis og að auki ná fyrirtækin fram gríðarlegri hagræðingu með breyttu verklagi og aukinni sjálfvirkni. Við ætlum okkur ekki aðeins að lækka kostnað fyrirtækja við áskrift og innleiðingu viðskiptalausna heldur viljum við líka hjálpa þeim að spara dýrmætan tíma starfsmanna. Hjá meðalstóru fyrirtæki fara hundruð klukkustunda í innslátt og meðhöndlun fylgiskjala í hverjum mánuði en nú bjóðum við lausn sem les upplýsingar af fylgiskjölum á stafrænu formi og færir inn í rétta reiti í kerfinu. Það sparar innslátt og fækkar mistökum,“ segir Ingvaldur um Uniconta sem er í stöðugri þróun. Í dag styður kerfið alla gjaldmiðla og les sjálfkrafa gengi á mörkuðum og gengismunarfærslur færast sjálfkrafa sem sparar mikla yfirlegu.

Frábærar viðtökur á Íslandi

Uniconta kom á markað á Íslandi í byrjun árs 2017 og var strax tekið fagnandi enda viðskiptalausn á heimsmælikvarða sem styður nú þegar 30 tungumál og alla gjaldmiðla.

„Fjöldi notenda hér á landi er kominn vel á annað þúsund og íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum nota nú Uniconta til að halda utan um fjármál, rekstur, birgðir, framleiðslu og verk,“ upplýsir Ingvaldur.

Uniconta er staðfært að íslenskum aðstæðum með tengingum við vefþjónustur RSK og banka, sendingu og móttöku rafrænna reikninga, auk EDI-samskipta fyrir smásölu- og heildsöluverslun.

Ingvaldur segir mörg íslensk fyrirtæki enn nota gömul eða úrelt bókhaldskerfi með tilheyrandi kostnaði og takmörkun á framleiðni.

„Mörg bókhaldskerfanna voru smíðuð á síðustu öld þegar tækniumhverfið var allt annað, og nettengingar hægar og dýrar. Þau kerfi byggja því á gamalli tækni sem verður víða að flöskuhálsi og notendur þurfa að vinna í gegnum fjarvinnsluviðmót sem var ásættanlegt fyrir áratug en er ekki boðlegt í nútímaumhverfi,“ útskýrir Ingvaldur.

„Á hinum enda markaðarins eru svo stór kerfi, eins og Dynamics AX, sem einnig eru komin til ára sinna. Þau kerfi eru dýr í innleiðingu og uppfærslur dýrar og flóknar. Uniconta er hins vegar skýjalausn sem uppfærist sjálfkrafa og því skynsamlegasta lausnin fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa aldrei framar að ráðast í kostnaðarsamar uppfærslur.“

Ljóslestur fylgiskjala

Með ljóslestri fylgiskjala (OCR) verður innsláttarvinna að mestu sjálfvirk. Taka má mynd af fylgiskjali eða áframsenda fylgiskjöl, til dæmis á pdf- eða jpg-formi, inn í kerfið.

„Gervigreind sér svo um að lesa inn upplýsingar af fylgiskjalinu, stofna lánadrottna, færa inn reikningsnúmer, dagsetningar, fjárhæðir og greiðsluskilmála. Þannig hverfur handavinnan og hætta á innsláttarmistökum. Fylgiskjalið er vistað í kerfinu, tengist öllum færslum og hægt að kalla það fram með skjótum og öruggum hætti án þess að þurfa að blaða í gegnum bréfabindi,” útskýrir Ingvaldur.

Uniconta Ísland er í Hlíðasmára 2. Netfang: [email protected] Nánari upplýsingar á uniconta.is