Pelavélin er orðin mörgun foreldrum á Íslandi kunn en hún undirbýr pelann á 10 sekúndum.

Brynjar Jóhannesson innflutningsstjóri hjá Extra sf. segir að frá því heildsalan hóf að flytja inn pelavélarnar hafi þær selst svo vel að líklega þekki flestir foreldrar ungra barna á Íslandi í dag þessa vöru.

„Við höfum verið með pelavélarnar frá árinu 2015 en matvinnsluvélin BabyBrezza FoodMaker Deluxe kom á markað hér á landi fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hún selst mjög vel. Hún virkar aðeins öðruvísi en sambærilegar vörur á markaði að því leyti að þú þarft ekki að hella á milli ef þú ert að gufusjóða og svo mauka. Þetta eru því færri skref og spara foreldrum tíma,“ útskýrir Brynjar.

„Það er engin fyrirhöfn að búa til sinn eigin barnamat með vélinni. Þú getur sett grænmetið, ávextina, kjötið eða hvað sem er í vélina og setur svo í gang. Þú hefur fullkomna stjórn á því sem er í barnamatnum. Vélin gufusýður í allt að hálftíma og maukar svo í þrjár mínútur, svo er maturinn bara tilbúinn. Þú þarft ekki að standa yfir vélinni, heldur getur gert eitthvað annað á meðan vélin vinnur.“

Matvinnsluvélin frá BabyBrezza gufusýður og blandar barnamatinn í einni og sömu vélinni og í sama hólfinu. Það eina sem foreldrar þurfa að gera er að skera matinn niður og vélin sér um afganginn.

„Það eru margir sem nenna ekki að búa til barnamat af því það þarf að gufusjóða og taka svo upp úr pottinum og mauka og það getur verið heljarinnar vesen. En með matvinnsluvélinni er mjög auðvelt að búa til barnamatinn,“ segir Brynjar.

Það fylgja endurnýtanlegir skvísupokar með vélinni sem eru með zip lock-lás á hliðinni svo það er auðvelt að fylla á þær. Aðspurður hvort börnin geti ekki óvart opnað zip lock-lásinn segir Brynjar að engin hætta sé á því.

„Það er ekkert á skvísupokunum fyrir þau að toga í og opna svo það er engin hætta á að innihaldið sullist út um allt. Lásinn á hliðinni er til að gera foreldrum auðveldara fyrir að fylla á skvísurnar. Börnin drekka svo í gegnum stútinn. Einhvern tímann voru til svokallaðar skvísustöðvar. Þá var innihaldinu troðið í gegnum stútinn. Það gat verið meiri háttar vesen. Þetta er miklu einfaldara og þægilegra,“ segir hann.

Matvinnsluvélinni fylgja endurnýtanlegir skvísupokar fyrir börnin til að drekka úr. mynd/aðsend

Himnasending fyrir foreldra

BabyBrezza Formula Pro Advanced pelavélin er að sögn Brynjars algjör himnasending fyrir foreldra með börn á þurrmjólk.

„Hugmyndin er að þú getir fengið tilbúinn pela fyrir barnið þitt á um það bil 10 sekúndum, eitthvað sem tæki þig vanalega 5-10 mínútur, jafnvel meira ef þú þarft að hita í örbylgjuofni og svo kæla undir krana. Þetta einfaldar það rosalega mikið að blanda og gera og græja, skafa af skeiðunum, telja hversu margar skeiðar þú ert búinn að setja út í og ég veit ekki hvað og hvað. Það getur alveg vafist fyrir mörgum,“ segir Brynjar.

„Hugmyndin á bak við pelavélina er fyrst og fremst sú að þú færð vatnið við rétt hitastig strax. Þú getur valið að fá vatnið frá 35 gráðum upp í 38 gráður. Vélin blandar duftinu við vatnið. Þú setur bara þína dufttegund í vélina og velur stillingar út frá því. Þú velur svo magnið frá 60-300 ml. Pelinn er alltaf tilbúinn til neyslu strax þegar vélin hefur blandað mjólkina. Engin froða, rétt hitastig og ekkert vesen.“

Vélin virkar með yfir 700 tegundum af dufti sem eru nokkurn veginn allar dufttegundir sem fást á Íslandi, líka ofnæmisduftið að sögn Brynjars. Hann segir mjög einfalt að hreinsa báðar vélarnar.

„Það er trekt framan á pelavélinni þar sem duftið blandast við vatnið. Hana má taka af og þvo í höndum eða uppþvottavél. Vatnstankinn aftan á og dufthylkið má líka taka af og allt þolir þetta uppþvottavél. Það er eins með matvinnsluvélina. Það má taka skálina og hnífinn og setja í uppþvottavél. Þetta er sterkt og þolir það alveg,“ segir Brynjar.

Það eina sem þarf að gera er að skera matinn niður í Baby Brezza matvinnsluvélina og vélin sér um rest.
Vélin gufusýður matinn í hálftíma og maukar hann svo niður í framhaldi af því. Á meðan geta foreldrarnir sinnt öðrum verkefnum eða bara slakað á.

Góð nýting og tímasparnaður

„Það er góð nýting á þessum vélum. Ég veit um foreldra sem keyptu vélina snemma og eru núna að nota hana fyrir annað eða þriðja barnið. Það er líka góð endursala á vélunum. Fólk hefur getað selt þær auðveldlega þegar það er hætt að nota þær.“

Brynjar segir að báðar vélarnar séu í raun mjög einfaldar í notkun og spari foreldrum mikinn tíma.

„Allt að 40 mínútur á dag sem hægt er að nýta í annað hvort sem það er að leika við barnið eða bara hvað sem er.“


Söluaðilar eru Tvö líf, Ólavía og Óliver í Glæsibæ, Lyfja, Elko og Græni unginn á Akureyri. ■

Nánari upplýsingar má nálgast á babybrezza.is og Facebook/Instagram: BabyBrezza Ísland