„Verslanir Útilífs bjóða upp á fjölbreytt úrval af hlaupavörum fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það er minnst mál fyrir hlaupara að labba inn í verslanir okkar og græja sig upp í hvaða hlaup sem er. Við bjóðum allt frá sokkum til hlaupajakka auk þess sem við seljum einnig flestar græjur sem gott er að hafa með í hlaup eins og hlaupavesti fyrir gel og vatn, húfur, hanska, eyrnabönd og auðvitað margt annað,“ segir Rut Arnardóttir, vörustjóri skódeildar Útilífs.

Léttir og slitsterkir

Meðal helstu nýrra vara sem Útilíf býður upp á í sumar eru utanvega hlaupaskórnir Flight Vectiv og Vectiv Enduris frá North Face sem eru að sögn Rutar frábær viðbót í flóru utanvega hlaupaskóa hér á landi. „Þetta eru utanvega hlaupaskór, prófaðir og hannaðir í samstarfi við þrautreynda hlaupara. Flight Vectiv eru toppskórinn frá North Face og eru fyrstu utanvega hlaupaskórnir sem eru með carbon-fiber plötu í sólanum og svokallaða vectiv velti-miðsóla sem veitir stöðugleika ásamt því að knýja hlauparann áfram. Þeir eru mjög léttir, dömuskór eru um 245 grömm og karlaskór 285 grömm og yfirbyggingin er saumlaus sokkur, ofinn með kevlar-efni sem gerir yfirbygginguna mjög slitsterka. Yfirbyggingin er einnig teygjanleg þannig að ef hlauparinn er mögulega með breiðari fætur þá gefa þeir vel eftir. Þessi skór er með miðlungsdempun og sólinn skilar góðu gripi í krefjandi aðstæðum.“

Góð öndun

Vectiv Enduris er ekki jafn tæknilegur og Flight Vectiv en báðir skórnir eru með góðri yfirbyggingu sem veitir góða öndun og allt það sem góður hlaupaskór ber að hafa. „Enduris er með svokallaða TBU-plötu, sem hefur svipaða virkni og Carbon-fiber platan og vectiv velti-miðsólinn. Hann er einnig með hámarks dempun.“

Mjög fjölbreytt úrval

Verslanir Útilífs eru í Kringlunni og Smáralind auk vefverslunarinnar á utilif.is. „Helsta forskot okkar snýr að mjög breiðu vöruúrvali frá fjölda þekktra og viðurkenndra merkja. Margar sérverslanir á höfuðborgarsvæðinu sérhæfa sig meira í sínu merki, en við bjóðum upp á flott úrval frá mörgum frábærum fyrirtækjum, til dæmis Asics, Hoka, Nike, Adidas, ON og Under Armour. Við ætlum að halda okkar striki og bjóða upp á eins mikinn fjölbreytileika og hægt er í vöruúrvali.“

Metnaðarfullt markmið

Einn fremsti utanvegahlaupari heims sem er á snærum North Face er Pau Capell sem er frábær langhlaupari, að sögn Rutar og hefur hlaupið mörg ultra maraþon. „Honum leist ekkert á blikuna síðasta sumar þegar öll hlaup voru felld niður vegna Covid. Hann var í sambandi við sitt fólk hjá The North Face og ákvað að hlaupa eins síns liðs Ultra Trail du Mont Blanc hlaupið í ágúst sem er 171 km. Markmiðið var að brjóta 20 klukkutíma þakið sem náðist því miður ekki, en hann hljóp á 21 klukkutíma sem er náttúrulega klikkaður tími. Það skapaðist skemmtileg stemming í kringum hlaupið í þorpunum sem hann hljóp í gegnum og ætlar hann að reyna aftur í sumar.

Hægt er að fylgjast með ævintýri hans á YouTube.

Nánari upplýsingar á utilif.is.