Fons Juris er veflausn sem inniheldur öll gögn sem notendur þurfa að reiða sig á til að sinna lögfræðitengdum verkefnum en þar er til að mynda hægt að finna alla dóma, úrskurði, fræðigreinar og bókarkafla sem fjalla um einstök lög eða lagagreinar, segir Einar B. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Fons Juris. „Þannig hjálpum við notendum okkar að auka skilvirkni sína, taka betri ákvarðanir með hjálp gagna og vinnum að framþróun réttarríkisins með því að stuðla að sem víðtækustum aðgangi að upplýsingum á sviði lögfræði.“

Skilar af sér betra verki

Einar segir þjónustu Fons Juris helst ætlaða lögmönnum, laganemum og öllum þeim sem sinna lögfræðitengdum verkefnum í atvinnulífinu. „Í stuttu máli hjálpum við lögmönnum að vinna mál og gera vinnuna þeirra skilvirkari. Það leiðir til betri þjónustu og ánægðari viðskiptavina fyrir þá. Mikill meirihluti íslenskra lögmanna notar Fons Juris við dagleg störf.“

Aðrir viðskiptavinir Fons Juris eru meðal annars lögfræðingar víða í atvinnulífinu og dómstólar, ráðuneyti, verkalýðsfélög og aðrir sem þurfa vinnu sinnar vegna á aðgangi að gögnum á sviði lögfræði að halda, segir hann. „Með því að nota Fons Juris geta notendur verið vissir um að missa aldrei af mikilvægum heimildum, unnið hraðar og skilað af sér betra verki. Við vinnum síðan náið með háskólasamfélaginu til að stuðla að betri lögfræðimenntun enda nota fjölmargir laganemar lausnir okkar við nám sitt.“

Ný og þægileg lausn

Nú er í fyrsta skipti hægt að leita í og lesa lögfræðibækur á netinu að sögn Einars en þessi nýja þjónusta kallast Fons Libris. „Bækurnar eru leitanlegar og því er miklu auðveldara að finna strax það sem leitað er að. Það má lesa bækurnar beint af skjánum eða prenta út einstakar blaðsíður eða kafla, til dæmis til framlagningar fyrir dómstólum. Við höfum einnig gert notendum kleift að yfirstrika og glósa í bækurnar með rafrænum hætti. Það er auðvitað þægilegt, þegar mikið liggur við, að geta einfaldlega leitað í texta bókanna beint í stað þess að þurfa að skima yfir fjölda kafla til að finna það sem maður leitar að.“

Nýjunginni tekið fagnandi

Hin nýja þjónusta fyrirtækisins hefur fengið frábærar viðtökur að hans sögn, þrátt fyrir að hún hafi ekki verið kynnt neitt að ráði. „Lögmenn og lögfræðingar hafa tekið þessari nýjung fagnandi enda gerir þetta þeirra vinnu skilvirkari. Nú er horfinn sá tími þegar leita þurfti að bók sem nauðsynlegt var að finna á öllum skrifstofunum á stofunni. Núna er einfaldlega hver notandi með aðgang hvar sem er í heiminum. Lausnin einfaldar því líka fjarvinnu sem er gott þegar æ fleiri tileinka sér þann möguleika.“

Fleiri bækur bætast við

Á næstunni er stefnt á að bæta við fleiri bókum inn í Fons Libris, bætir Einar við. „Við stefnum að því að þar verði yfir fjörutíu bækur fyrir lok ársins. Við erum síðan að gefa út nýjar bækur sem munu bætast við á næsta ári. Þá höfum við skrifað undir samning við Lagastofnun Háskóla Íslands um að bæta við þeim bókum sem stofnunin hefur gefið út inn í Fons Libris.“

Nánari upplýsingar á fonsjuris.is.