Það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þar keppa 11–18 ára í íþróttum á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin sem Unglingalandsmótið stendur fyrir.

Tónlistarsnillingar koma fram á Unglingalandsmótinu. Við verðum með Birni, Bríeti, DJ Dóru Júlíu, Friðrik Dór, Hr. Hnetusmjör, Sprite Zero Klan Jón Arnór og Baldur, Jón Jónsson, Siggu Ósk og Stuðlabandið. Allar upplýsingar um Unglingalandsmót UMFÍ eru á ulm.is.

Bríet mun skemmta gestum á UMFÍ ásamt mörgum af okkur bestu tónlistarmönnum.

Svipmyndir frá fyrri landsmótum

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á fyrri landsmótum og fanga vel stemminguna sem ríkir jafnan á svona íþróttamótum. Krakkarnir kunna sannarlega að njóta sín.