Eftir dularfullt andlát föður þeirra erfa systkinin OJ (Daniel Kaluuya) og Emerald Haywood (Keke Palmer), sem engin samskipti hafa haft í mörg ár, búgarð fjölskyldunnar í Kaliforníu.

Fljótlega verða fjölskyldan og starfsfólkið þess vör að yfirskilvitlegir atburðir virðast hafa áhrif á atferli manna og dýra.

Systkinin telja að dauði föður þeirra tengist einhverju sem virðist vera fljúgandi furðuhlutur. og þau reyna að fá sannanir fyrir máli sínu með því að fanga fyrirbærið á myndskeið, tæknisölumaðurinn Angel Torres og fræðslumyndagerðarmaðurinn Antlers Holst.

Forsagan er sú að árið 1998 ræðst simpansinn Gordy, sem er stjarna gamanþáttaraðarinnar Gordy‘s Home, á þrjá meðleikara sína og limlestir þá eftir að honum bregður við það að helíumblaðra springur með hvelli. Yngsti leikarinn í þáttunum, Ricky „Jupe“ Park, felur sig undir borði og sleppur ómeiddur þótt honum sé mjög brugðið. Simpansinn finnur Jupe og gerir hnefasnertingu (e. fist bump) við hann í þann mund sem verðir skjóta hann til bana.

Líða nú mörg ár og í samtímanum temur Otis Haywood eldri og þjálfar hesta á búgarði sínum fyrir kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á búgarði sínum. Þegar hann lætur lífið við það að smápeningur sem fellur á óútskýranlegan hátt af himnum ofan og lendir í auga hans erfa börnin hans, Emerald og Otis „OJ“ yngri. búgarðinn.

OJ reynir að halda starfseminni gangandi og viðhalda föðurarfleifðinni en Em freistar gæfunnar í Hollywood. Hálfu ári síðar tryllist einn hesturinn við upptökur þegar honum bregður. OJ missir samninginn við kvikmyndaframleiðandann og lendir í miklum fjárhagserfiðleikum með reksturinn.

Hann neyðist til að selja hesta til Jupe, sem hefur sett á fót skemmtigarð þar sem hann gerir út á lífsreynslu sína þegar Gordy trylltist áratugum fyrr.

En ekki er allt sem sýnist. Undarlegir og voveiflegir atburðir gerast og fléttan flækist.

Háskólabíó, Laugarásbíó, Smárabíó og Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Akureyri og Keflavík

Fróðleikur

  • Jordan Peele, sem skrifaði handritið og leikstýrði myndinni, segir að King Kong og Jurassic Park myndirnar, vísindaskáldsagnamyndirnar Closen Encounters of the Third Kind (1977) og Signs (2002), auk ævintýramyndarinnar Galdrakarlinn frá Oz (1939) hafi verið honum innblástur við gerð myndarinnar.
  • Í myndinni klæðist Emerald grænu og OJ appelsínugulu, en OJ getur einmitt staðið fyrir appelsínusafa og emeraldinn er grænn.
  • Nope er fyrsti spennutryllirinn sem er kvikmyndaður með IMAX myndavélum.

Frumsýnd 10. ágúst 2022

Aðalhlutverk:

Daniel Kaluuya, Keke Palmer, Brandon Perea, Michael Wincott og Steven Yeun

Handrit:

Jordan Peele

Leikstjórn:

Jordan Peele

Bönnuð innan 16 ára.