Fyrirtækjagjafir Smárabíós hafa slegið í gegn síðastliðin ár. Í boði er fjölbreytt skemmtun fyrir alla aldurshópa. „Við sérsníðum gjafabréf í bíó, leiktækjasali, leisertag og fleira,“ segir Lilja Ósk, rekstrar- og markaðsstjóri kvikmyndahúsa Senu.

Bíógjafabréf í kvikmyndahús Senu hafa verið vinsæl í fjölda ára en gjafabréfin gilda á allar kvikmyndir í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói. „Við bjóðum upp á fjölbreytt bíógjafabréf sem má tengja saman við aðra afþreyingu Smárabíós. Vinsælt hefur verið hjá fyrirtækjum að taka gjafabréf fyrir tvo eða jafnvel fjóra, með eða án veitinga, ýmist í almenna bíósali eða lúxussalinn í Smárabíó. Bíógjafabréfin hafa verið mjög vinsæl frá stærri fyrirtækjum sem langar að gera vel við starfsfólk sitt.“

Lilja Ósk Diðriksdóttir er rekstrar- og markaðsstjóri kvikmyndahúsa Senu og segir gjafabréf Smárabíós vera frábæra gjöf fyrir starfsmenn fyrirtækja.
Ernir

Lúxussalurinn í Smárabíó er fremstur í sínum flokki hér á landi. „Hann rúmar 66 manns í fyrsta flokks hægindastólum og gengur á einum besta myndvarpa í boði í dag; Lazer 4K frá Barco. Innifalið í lúxussalarmiða er miðstærð af poppi og gosi eða drykk á bíóbarnum.“

Lúxussalurinn í Smárabíói er eðal dæmi fyrir þá sem vilja hafa það náðugt í bíó. Nóg pláss, mjúkir hægindastólar og fyrsta flokks hljóð og mynd. mynd/aðsend
Mynd/Aðsend.

Fjölbreytt skemmtun

Smárabíó er stórskemmtilegt svæði og mun meira en bara venjulegt bíó. „Ásamt fyrsta flokks bíósölum er þar spennandi skemmtisvæði með fjölbreytta og spennandi afþreyingu eins og karaoke, lasertag, sýndarveruleika, leiktækjasal og rafíþróttir. Fyrir tveimur árum síðan byrjuðum við að bjóða upp á gjafabréf í afþreyingu Smárabíós þar sem fólk kaupir sérgjafabréf í hverja afþreyingu fyrir sig. Einnig höfum við boðið upp á vinsæla fjölskyldupakka sem innihalda bíóferð með poppi og gosi og svo klukkutíma leiktækjakort fyrir alla fjölskylduna. Þessir pakkar hafa verið mjög vinsælir í fyrirtækjagjafir.

Leiktækjasalurinn er stútfullur af skemmtun fyrir alla aldurshópa. Þythokkí, körfubolti og fleiri leiktæki.
Ernir

Frá og með nóvember verður svo hægt að kaupa inneignarkort í alla afþreyingu Smárabíós. Handhafi gjafabréfsins getur þá valið um hvernig hann vill verja sínum tíma, hvort sem það er í bíóferðir, sýndarveruleika, lasertag eða annað,“ segir Lilja. „Við erum að taka á móti fólki á öllum aldri á skemmtisvæði Smárabíós, allt frá 6 ára upp í 60 ára og jafnvel eldra. Á daginn er vinsælt fyrir börn og foreldra að mæta saman og hafa gaman í leiktækjasalnum, kíkja í lasertag eða aðra skemmtun. Seinni partinn og á kvöldin er svo vinsælt fyrir pör og hópa að koma og skemmta sér saman.“

Í Smárabíói eru tveir lasertagsalir. „Þá erum við með tvenns konar byssur, annars vegar léttari byssur fyrir yngri krakka og þyngri fyrir eldri kynslóðina.

Lasertag er stórskemmtilegt fyrir unga sem aldna. Byssurnar eru í tveimur þyngdum. Fréttablaðið/Ernir
Mynd/Aðsend.

Við bjóðum að auki upp á fjölbreytt úrval af leikjum í sýndarveruleika. Allt frá flóttaleikjum í sýndarveruleika þar sem allt að sex geta spilað saman. Til dæmis er fólk kannski í Forn-Egyptalandi og þarf að vinna saman að því að leysa þrautir og vísbendingar til þess að sleppa út úr pýramída. Allt að átta manns geta spilað saman í skotbardagaleikjum sem eru í raun eins og lasertag, nema fólk er þá statt í miðri framtíðarborg eða jafnvel í neðanjarðarbyrgi. Þá erum við með spennandi ævintýraleiki fyrir yngri kynslóðina.“

Smárabíó býður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla aldurshópa, frá 6 ára upp í 60 ára. Mynd/aðsend

Hópefli fyrir ólík fyrirtæki

Fyrirtæki geta nýtt sér bíósali og skemmtisvæði Smárabíós fyrir ýmiss konar samhristinga fyrir starfsfólk sitt. „Núna eftir sumarið hrúgast inn bókanir fyrir alls konar spennandi samhristinga fyrirtækja. Við bjóðum upp á sérsniðna pakka í hópefli fyrirtækja og höfum tekið við allt frá 10 manns upp í 300 manna hópa. Þá er til dæmis hægt að leigja bíósal og halda þar kynningu fyrir starfsfólk eða sýna því nýjar auglýsingar fyrirtækisins. Svo er tilvalið að halda yfir á skemmtisvæðið í mat, drykk og hópefli. Hópeflið okkar kallast leikjameistarinn og þar er öllum skipt niður í hópa sem svo keppa sín á milli. Það eru ýmsir leikir í boði eins og þythokkí, körfubolti og margt fleira. Svo er sígilt fyrir hópinn að enda í karaoke. Við bjóðum svo fyrirtækjum einnig upp á að leigja allt svæðið undir samhristinga, ráðstefnur eða fjölskyldu- og skemmtidaga.“

Smárabíó býður fyrirtækjum góðan magnafslátt af gjafabréfum og er hægt að nálgast tilboð frá okkur með því að senda á smarabio@smarabio.is.