Það hefur sjaldan verið mikilvægara fyrir fyrirtæki að laga rekstur sinn og þjónustu að þeim breyttu aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir í dag,“ segir Ingvar Ágúst Ingvarsson, ráðgjafi í rafrænum lausnum hjá Þekkingu.

Hann segir fjarvinnu og fjarfundi aldrei hafa verið einfaldari í framkvæmd með verkfærum sem Microsoft býður upp á.

„Microsoft Teams er eitt öflugasta verkfærið sem völ er á í Office 365-svítunni, hvort sem það er fyrir samskipti, hópavinnu, fjarfundi og fjarvinnu. Það staðfesta miklar vinsældir Teams um allan heim og er Ísland þar engin undantekning,“ segir Ingvar.

Nú í mars eru um 44 milljónir notendur Teams á hverjum degi og hafa um 20 milljónir nýrra notenda bæst við síðan í janúar á þessu ári.

„Teams auðveldar starfsfólki að sinna sínum verkefnum. Það auðveldar samvinnu starfsfólks og er hentug lausn þegar kemur að fjarfundum, bæði með samstarfsfélögum og viðskiptavinum. Í umhverfinu er einfalt að tengja saman fjölmargar þjónustur í Office 365 og gera þær aðgengilegar á einum stað fyrir alla í teyminu,“ útskýrir Ingvar.

Hann segir fyrirtæki í auknum mæli farin að nota Teams sem símkerfi og hefur það til að mynda auðveldað starfsfólki að flytja starfsstöð sína heim í því ástandi sem ríkir í heiminum í dag.

„Þetta hefur gert fyrirtækjum kleift að laga sig að breyttum aðstæðum mjög hratt og halda uppi þjónustu. Fyrir starfsfólk sem er mikið á ferðinni er auðvelt að setja Teams upp sem app í símanum og geta þannig fylgst með þótt maður sé ekki við tölvuna,“ upplýsir Ingvar.

Ekki megi svo gleyma að allar innleiðingar á tækni snúist um fólk og því þurfi að huga vel að breytingastjórnun þegar ný tækni sé tekin upp og ferlar breytist.

„Það er margt sem þarf að huga að við innleiðingu á Teams og hafa ráðgjafar Þekkingar töluverða reynslu af Microsoft 365-innleiðingum. Þar hefur Teams spilað lykilhlutverk í að tryggja farsælar innleiðingar,“ segir Ingvar.

Allar nánari upplýsingar er að finna á thekking.is