Viðskiptavinir CoreData eru af öllum stærðum og gerðum og tilheyra hinum ýmsum atvinnugreinum. Með lausnum frá CoreData hafa þeir hafa meðal annars:

  • Komið böndum á skjalaóreiðu
  • Náð yfirsýn yfir öll verkefni
  • Tryggt öruggan rekstur

CoreData telur að íslensk fyrirtæki þurfi hraða innleiðingu hugbúnaðarlausna þannig að þau séu fær um að laga sig að síbreytilegu umhverfi. Fyrirtækið gerir viðskiptavinum kleift að koma til móts við starfsmenn sína með auknum sveigjanleika. Það er gert með því að bjóða upp á aðgang að öllum skjölum og verkefnum hvaðan sem er og hvenær sem þeim hentar.

Frá umsókn til undirritunar

Viðskiptavinir þínir hafa aðgang að vefgátt þar sem þeir geta sent inn umsóknir, athugasemdir, beiðnir og önnur erindi – allt eftir sínum þörfum. Allt ferlið er pappírslaust en hvert rafrænt undirritað skjal sparar viðskiptavinum tíma, bílferðir og umstang. Að sama skapi spara rafræn skjöl og umsóknir starfsmönnum tíma við vinnslu. Það styttir afgreiðslutíma og stuðlar að umhverfisvænni rekstri.

Með því að velja CoreData eykur þú sveigjanleika í þínu fyrirtæki ásamt því að styðja við fjarvinnu. Ef þú kannast við þessar áskoranir, ekki hika við að hafa samband – CoreData setur upp fjarfund til að ræða málin. [email protected]‌is, www.coredata.is eða 550-3900.