Hjólin sem Elmar Ari notar eru tvenns konar. Eitt er fulldempað reiðhjól en hitt er með aðstoðarmótor. Bæði hjólin eru frá merkinu CUBE sem fást í TRI VERSLUN Suðurlandsbraut 32, 108, Reykjavík.

„CUBE hefur slegið í gegn með nýjasta hjólinu sínu, CUBE STEREO 170 TM. Það er með ofboðslega góðum dempurum og nýju stelli,“ segir Elmar Ari, sem er sérlega ánægður með þær framfarir sem CUBE reiðhjólin hafa tekið á undanförnum árum.

„Þetta hjól var unnið í samvinnu við heimsmeistaralið Enduro hjólakeppninnar. CUBE kostar liðið, svona svipað og Ferrari kostar lið í Formúlunni. CUBE fær ábendingar frá liðinu um hvað megi betur fara í hjólunum og þannig hafa þau batnað mikið á undanförnum þremur árum. Þau eru nú komin á blað með fremstu merkjunum í þessum fjallahjólabransa, ef ekki lengra, og hafa fengið ofboðslega góða dóma og lof í erlendum miðlum.“

CUBE hefur slegið í gegn með nýjasta hjólinu sínu, CUBE STEREO 170 TM. MYND/ELMAR ARI JÓNSSON

Eins og að fá skutl upp í fjall


Elmar á líka rafmagnshjól frá CUBE sem er sambærilegt CUBE STEREO 170 TM, nema með aðstoðarmótor. Hjólið heitir CUBE STEREO Hybrid 160 HPC TM 625.

„Þessi hjól eru að koma til Íslands núna, en ég prófaði það fyrst í Sviss fyrir þremur árum. Það er bara algjör snilld. Þetta er bara eins og einhver sé að ýta þér upp brekkur og hin hjólin eiga ekki séns á að hanga í þér. En svo er hægt að slökkva á aðstoðarmótornum á leiðinni niður brekkur. Maður vill ekki fá neina aðstoð á leið niður,“ segir Elmar.

Elmar líkir því að hjóla á nýja rafmagnshjólinu við það að vera skutlað upp á fjall. Hann segir suma þó enn þá afturhaldssama og finnast það vera svindl að nota aðstoðarmótor.

„Það er samt bara fólk sem hefur ekki prófað rafmagnshjólin. Síðasta laugardag fórum við í ferð með Fjallahjólafélaginu Tindi, þar sem við buðum fólki að leigja rafmagnshjól frá Icebikes Adventures fyrir sáralítinn pening. Við vorum því í tveimur hópum, einum þar sem hjólað var á venjulegum fjallahjólum og öðrum þar sem hjólað var á rafmagnsfjallahjólum. Við hjóluðum upp á Úlfarsfell, Helgafell og Reykjafell. Allir sem leigðu rafmagnshjól sögðu að það hefði verið æðislegt. Nokkrum dögum seinna fékk ég póst frá einum sem sagðist vera búinn að kaupa sér rafmagnshjól. Ég mæli hiklaust með að fólk prófi svona rafmagnshjól í fjöllunum áður en það fer og kaupir sér hjól,“ segir Elmar.

Hann tekur sem dæmi, um muninn á rafmagnsfjallahjólum og venjulegum fjallahjólum, að hópurinn sem notaðist við venjuleg fjallahjól fór upp á þrjú fell í ferðinni með Tindi síðasta laugardag en rafmagnshjólahópurinn bætti við tveimur fellum á sama tíma.

„Þessi hjól fara á alveg tvöföldum hraða miðað við hin. Ég get tekið sem dæmi að ég hjólaði um daginn á völdum tíma, þegar ég vissi að fátt fólk væri á Esjunni, upp að Steini á 15 mínútum. Þetta hjól bara spænist áfram.“

Fjallahjólafélagið Tindur fer í vikulegar hjólaferðir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og mælir Elmar með að fólk skrái sig í félagið til að geta tekið þátt í ferðunum.

Elvar líkir því að hjóla upp fjallshlíðar á CUBE rafmagnshjólinu við að einhver ýti honum upp hlíðarnar. MYND/ELMAR ARI JÓNSSON

Flakkar um landið á sendibíl og keppir í fjallahjólreiðum

Elmar hefur keppt mikið í fjallahjólreiðum undanfarin ár og fjárfesti nýlega í innréttuðum sendibíl sem hann ætlar að nota í sumar til að flakka á milli keppna.

„Ég keppti í downhill einliðakeppni í fyrra og ég ætla að keppa í fleiri slíkum keppnum í sumar. Undanfarin fjögur ár hef ég keppt í öllum enduro-keppnum sem haldnar hafa verið á Íslandi. Ég ætla að halda því áfram, en þær verða á Akureyri, Ísafirði og vonandi líka í Reykjavík núna í ár. Sendibíllinn verður nýttur í þessar ferðir, en líka bara fyrir fjölskylduna til að ferðast og njóta Íslands. Við höfum öll gaman af útivist og ferðalögum og sendibíllinn er frábær í það.“

Elmar segir fjölskylduna yfirleitt ekki hjóla mikið, en eftir að hann eignaðist rafmagnshjólið er konan hans allt í einu farin að njóta þess að hjóla.

„Það munar svo miklu að hjóla á því. Ef þú ert ekki í stuði til að fara upp brekkur þá stillirðu bara á „turbo“ og hjólið mokast upp. En ef þú vilt taka þetta sem æfingu þá stillirðu á „tour mode“ eða „eco mode“. Þá færðu minni aðstoð og getur svitnað eins og þú nennir. Ég hugsa að ég þurfi að fara að kaupa annað rafmagnshjól fyrir konuna til að hafa frið með mitt,“ segir Elmar hlæjandi.

„Meira að segja tengdamamma mín prófaði og fannst þetta sniðugt og pabbi minn er búinn að prófa og elskar þetta. Það hefur orðið algjör sprenging í sölu á rafmagnshjólum undanfarið. Í fyrra var 70% af sölu á fjallahjólum erlendis rafmagnshjól.“

Elmar segist enn nota venjulega fjallahjólið sitt, þrátt fyrir að vera mjög hrifinn af rafmagnshjólinu.

„Ég nota það aðallega út af fjöðruninni en hún er alveg sérstaklega góð. Svo má enn þá ekki keppa á rafmagnshjólinu, svo ég nota venjulega hjólið í öllum keppnum.“

CUBE fjallahjólin eru einfaldlega gæðahjól í heimsklassa

Elmar segist hafa valið CUBE hjól því þannig fái hann mest fyrir peninginn.

„Þú ert ekki endilega að fá nýjustu hönnunina en bremsurnar, gírskiptar og demparar hafa alltaf verið betri en hjá samkeppnis­aðilum. Það er það sem dró mig fyrst að CUBE,“ útskýrir Elmar.

„Þegar ég byrjaði í þessum fulldempuðu fjallahjólum í kringum 2014–15, þá var helsti gallinn við CUBE hjólin sá að hönnunin á stellunum var dálítið gamaldags, en það truflaði mig ekki. En núna á síðustu árum hafa þeir komið með betri og fallegri stell, sem eru með því besta sem gerist á markaðnum í dag. Þeir halda líka áfram að vera með bestu bremsurnar og gírana á markaðnum.

Þú færð einfaldlega mikið fyrir peninginn þegar þú kaupir þér CUBE reiðhjól. Merkið hefur staðið sig vel í bæði downhill-keppnum og enduro-fjallahjólakeppnum erlendis og er einfaldlega í heims­klassa.“

Rafmagnshjólið hans Elmars er með 625 vatta rafhlöðu og segir hann að það dugi í svona tvo og hálfan tíma í góðri keyrslu.

„Þú ert kannski búinn að leika þér í mountain bike-stillingunni sem er næstkraftmesta aðstoðin upp og niður fimm fell og átt þá 20% eftir af rafhlöðunni til að koma þér heim. Það er hægt að fá rafmagnshjól í miklu úrvali. Allt frá götuhjólum upp í fjallahjól. Þessi hjól eru komin til að vera.“


Hægt er að fylgjast með Elmari á Instagram-síðunni elmar_jons.