Belladonna er ítalska og þýðir falleg kona,“ segir Stella Ingibjörg Leifsdóttir, eigandi og stofnandi verslunarinnar. „Ég segi alltaf, og slagorðið er okkar er raunar: vertu þú sjálf, vertu Belladonna.“

Engar tvær konur eins

Markmið Belladonna er að fagna sérkennum hverrar og einnar konu. „Ég segi alltaf að við viljum ekki vera allar eins,“ útskýrir Stella og geta flestar konur eflaust tekið undir þau orð. „Það er ekkert gaman að mæta einhvers staðar þar sem allir eru í sama kjólnum.“

Hún segir mikilvægt fyrir sjálfstraust og útgeislun kvenna að klæðast fötum sem fara þeim vel. „Ef konur fara í föt sem klæða þær vel og þeim líður vel í þá geisla þær svolítið og þá eru þær fallegar,“ segir hún og brosir.

Þessi ríka áhersla á einstaklingseðli kvenna hefur áhrif á innkaupastefnu verslunarinnar, en þrátt fyrir að bjóða upp á veglegt úrval af vönduðum klæðnaði, þá eru aldrei pöntuð inn meira en örfá eintök af hverri flík. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með mikið úrval en mjög lítið af hverju, það er yfirleitt bara eitt eða tvö eintök af hverri flík, margar gerðir en lítið magn af hverju.“

Þá segir Stella að svokallaðar undirstöðuflíkur, sem nauðsynlegt er fyrir allar konur að eiga, séu áberandi í vöruúrvali verslunarinnar. „Ég er mikið með svona „basic“ vörur, sem er dálítið grunnurinn að því sem þú ferð í, þú þarft alltaf að eiga grunninn, góða boli, buxur og leggings, einhverja undirstöðu,“ útskýrir hún.

Í versluninni Belladonna er að finna einstaklega mikið og fjölbreytt úrval af vönduðum flíkum.

Úrval í ólíkum stærðum

Nú þegar Belladonna fagnar 15 ára starfsafmæli er ekki úr vegi að spyrja aðeins út í tilurð verslunarinnar. „Ég stofnaði þetta fyrirtæki árið 2004, var í Kópavoginum í tvö ár og flutti þá niður í Skeifu, var fimm ár annars staðar, og er búin að vera átta ár þar sem ég er núna.“ Stella segir markmiðið upphaflega hafa verið að bregðast við vaxandi eftirspurn eftir fötum í stærri stærðum og að boltinn hafi í kjölfarið farið að rúlla.

„Ég vildi auka úrvalið á markaðinum, sérstaklega af fötum í stærri stærðum, ég byrjaði fyrst með stærðir 42-58, en fór svo að taka inn föt í minni stærðum líka, alveg niður í stærðir 38, vegna mikillar eftirspurnar.“

Stella segir verslunina bjóða upp á mikið úrval ólíkra vara og ættu því flestar konur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við erum með stærðir 38-58 sem er rosalega mikil breidd í stærðum.“ Þá bjóði verslunin upp á einstakt úrval af buxum af öllum gerðum og stærðum. „Við erum með mjög mikla breidd í buxum og mikið af mismunandi sniðum.“

Í tilefni 15 ára afmælis tískuverslunarinnar Belladonna verður boðið upp á 20% afslátt af öllum vörum frá fimmtudegi til laugardags.

Vönduð vörumerki

Vörumerkin koma víða að. „Ég er að taka inn vörur frá Hollandi, Þýskalandi og Danmörku, með yfir 20 merki sem við erum að versla við,“ segir Stella og nefnir þar meðal annars vörumerkin Robell og Frandsen. „Ég fer kannski svona sex sinnum út á ári að versla.“ Þar fari hún á sýningar og kynni sér merki. „Ég fer á sýningar og kaupi inn svoleiðis, og finn mér birgja, vel merki sem mér líst vel á og legg upp úr að það séu vandaðar vörur.“

Þá nefnir Stella einnig að Belladonna hafi tekið yfir mörg vörumerkin sem Verðlistinn sálugi hafði á sínum snærum. Því geti unnendur þeirra merkja andað léttar þó svo að sú verslun hafi lagt upp laupana. „Eftir að Verðlistinn hætti þá erum við búin að taka yfir flest merkin sem þau voru með,“ segir hún. „Svo er ég líka með aðra búð uppi í Holtasmára 1 sem heitir My Style tískuhús en hún fagnar einmitt sex ára afmæli um þessar mundir.“

Stella segir að það sé ekki einhver einn markhópur sem verslunin beini sjónum sínum að. „Við erum með fatnað fyrir allar konur, ég er með viðskiptavini frá unglingum og upp í 99+,“ segir hún og hlær. „Af því að við erum með svo mörg merki þá erum við líka með svo mikla breidd í vörum sem henta fyrir alla aldurshópa.“

Stöðugt framboð nýrra vara

„Við tökum upp nýjar vörur í hverri einustu viku svo það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi í boði,“ segir Stella. „Það er hægt að fylgjast með nýjum vörum bæði á Instagram og Facebook undir „Verslunin Belladonna“ þar sem við setjum inn myndir.“

Oft sé um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ og því hvetur Stella viðskiptavini til þess að fylgjast vel með og þá helst koma í búðina sjálfa. „Um að gera að koma í búðina, sumt kemur í svo fáum eintökum að það kemst kannski aldrei inn á síðuna,“ útskýrir hún. „Það getur verið svekkjandi ef það er nýbúið að taka stærðina þína.“ Þá sé yfirleitt ekki hægt að endurpanta vörur en ef konur bregðist við í tæka tíð sé oft hægt að láta geyma.

Verslunin Belladonna er staðsett í Skeifunni 8. Vefverslun er á belladonna.is. Sími: 517-6460.