„Mikið hefur verið að gera í verslunum og veitingastöðum í flugstöðinni og um páskana seldust bílastæðin upp. Það er því um að gera að kynna sér vel hvað boðið er upp á á Keflavíkurflugvelli, mæta tímanlega og nýta það sem best sem upphafspunkt ævintýranna,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga.

Veitingastaðurinn Nord er að byrja með nýjan matseðil sem er unninn af Sigurði Helgasyni, einum besta matreiðslumanni landsins. Það má meðal annars finna ný lúxus–smörrebröd sem gerð eru eftir pöntun. Sigurður er líka á bak við uppfærslu á matseðli Mathúss. Þar er nú nýr morgunverðarmatseðill sem leikur við bragðlaukana, til dæmis ristað brauð með avókadó og laxi eða eggi,“ segir Gunnhildur.

Börnin þurfa ekki að láta sér leiðast. Nóg er fyrir þau að gera þangað til vélin fer í loftið.

Joe & the Juice er með fullt vöruframboð hjá sér sem allir þekkja og Loksins bar er á sínum stað með frábæra stemmingu.

Hjá Höllu er að undirbúa opnun á sínum stað í suðurbyggingu flugstöðvarinnar en þar má fá einhverjar bestu pitsur á landinu, æðislega grauta og samlokur sem er tilvalið að taka mér sér í nesti.

Penninn opnar nýja og stærri verslun í júní. Aðrar verslanir eru á sínum stað og allar með frábært vöruúrval.

Gott er að hafa í huga að Elko og Fríhöfnin eru með allt sitt úrval sýnilegt á netinu svo það sé hægt að skipuleggja sig vel fram í tímann og draga úr stressi. Einnig býðst brottfararfarþegum að kaupa vörurnar á netinu og sækja þær í verslanirnar á leiðinni út í heim. Þessu til viðbótar eru 66°Norður, Bláa Lónið, Optical Studio og Rammagerðin með fjölbreytt úrval í sínum verslunum í flugstöðinni þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Auk alls þessa verða „pop-up“ aðilar af ýmsu tagi í flugstöðinni í sumar. Vonast er til að Maika’i Reykjavík, Jens og Hrím opni á næstu vikum.

Það er betra að koma snemma í flugstöðina áður en traffíkin byrjar og njóta þeirrar þjónustu sem þar er boðið upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Það borgar sig að bóka stæði

Það hefur sýnt sig að á stærstu ferðatímabilunum fyllast bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hratt. Til að tryggja sér stæði er öruggast að panta það fyrir fram á kefparking.is. Þannig fæst besta verðið, sérstaklega ef pöntunin er gerð með góðum fyrirvara. Ágætt er að venja sig á að bóka einfaldlega stæðið um leið og gengið er frá kaupum á ferðinni. Þá er allt klappað og klárt og hægt að slappa af.

Það er alltaf mikil tilhlökkun í loftinu áður en farið er út fyrir landsteinana.

Það borgar sig að mæta snemma

„Það er full ástæða til að mæta snemma á Keflavíkurflugvöll og gefa sér góðan tíma til að fá sér gott að borða og skoða vöruúrvalið,“ segir Gunnhildur. „Það má gera ráð fyrir að á álagstímum, sérstaklega snemma á morgnana, verði einhverjar raðamyndanir. Þess vegna er afar gott að miða við að vera komin í flugstöðina tveimur til þremur klukkustundum fyrir flug. Það þarf svo lítið út af að bregða til að farþegar lendi í tímaþröng. Við sjáum reyndar að núna eftir Covid er fólk að gefa sér betri tíma og gera vel við sig í flugstöðinni,“ bætir Gunnhildur við.

Á veitingastaðnum Nord er gott að setjast niður fyrir flug.

Þjónusta alla leið

„Endurheimtin er að gerast hraðar en við áttum von á,“ segir Gunnhildur. „Allir hlekkir í keðjunni eru að trekkjast í gang ef svo má segja. Það hafa allir þurft að hraða ráðningu sumarstarfsfólks og það hefur verið áskorun en þetta lítur nokkuð vel út núna og við og okkar samstarfsaðilar á flugvellinum erum mjög bjartsýn fyrir sumarið.“

Maika’i er að opna pop-up afgeiðslu í flustöðinni.
Loksins bar er uppáhaldsstaður margra ferðalanga á leið til útlanda.
Joe & the Juice er með gott úrval góðra drykkja og samloka.
Halla býður upp á ljúffengar pitsur á nýjum stað í suðurbyggingunni.