Perla býður einungis upp á eignir frá vönduðum byggingaraðilum sem standast hæstu gæðakröfur og tryggir viðskiptavinum sínum þannig meðal annars lægri rekstrarkostnað og meiri gæðastundir á Spáni. MYNDIR/AÐSENDAR

Stofnendur og eigendur Perla, þau Orri Ingvason og Auður Hansen, segja lykilinn að langlífi fyrirtækisins vera númer eitt, tvö og þrjú viðskiptavinirnir, eða „Perlu-fjölskyldan“ eins og þau kalla hinn sístækkandi hóp íslenskra kaupenda. Þau segja að starfsaldur Perlunnar, langlífustu íslensku fasteignasölunnar á Spáni, sé ánægðum viðskiptavinum að þakka – enda sé vel unnin vinna besta auglýsingin.

Eignir sem standast hæstu kröfur

„Eins höfum við alltaf haft það að leiðarljósi að bjóða einungis upp á eignir frá vönduðum byggingaraðilum sem standast hæstu gæðakröfur. Þannig tryggjum við viðskiptavinum okkar öryggi og hugarró þegar kemur að gæðum fasteigna þeirra sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði, minna viðhaldi í komandi framtíð og meiri tíma til að njóta lífsins hérna á Spáni.

Eftir yfir tvo áratugi má segja að það sé ekkert sem lýtur að fasteignasölu sem komi okkur á óvart – við erum öllum hnútum kunnug, með menntaða spænska og íslenska fasteignasala og þýðanda innandyra, fullkomlega tvítyngt þrælmenntað flott starfsfólk og byggjum á reynslu sem gerir okkur kleift að aðstoða viðskiptavini okkar við hvað eina sem lýtur að fasteignakaupum. Við segjumst oft bjóða upp á þjónustu frá A til O,“ segja þau hjón og hlæja, en það eru einmitt upphafsstafir í nöfnum þeirra Auðar og Orra.

„En sé öllu gríni sleppt þá erum við einmitt að byrja að bjóða upp á nýja þjónustu fyrir Íslendinga, en það er útleiga fasteigna. Það sem þessi nýja heimasíða, perlaholidays.com, hefur fram yfir aðrar leigumiðlanir á Spáni, er meðal annars gegnsæi og það að hægt er að bóka og greiða fyrir dvöl beint í gegnum síðuna. Með gegnsæi er átt við að eigendur fasteignanna fá sér „bak-aðgang“ að síðunni þar sem þeir geta séð hversu mikið eignin þeirra er leigð út, og þar geta þeir sjálfir fest þá daga sem þeir vilja dvelja í húsinu sínu. Þannig getur hver og einn eigandi alltaf séð hvaða dagsetningar eru í útleigu, hvaða dagsetningar eru lausar og þær tekjur sem hann fær af sinni eign. Með þessu viljum við koma til móts við viðskiptavini okkar sem hafa áhuga á að leigja eignir sínar út, þannig að þeir hafi ávallt milliliðalausa yfirsýn og fulla stjórn yfir útleigunni. Slíkt getur í mörgum tilfellum borgað allan rekstrarkostnað fasteignar og því verið mikil búbót, sé rétt að henni staðið.“

Öryggi viðskiptavina okkar er algjört forgangsatriði

„Önnur nýjung sem við höfum nýverið byrjað á er að bjóða upp á einkakynningar á fasteignum á Íslandi. En við vorum svo lánsöm að fá í raðir Perlunnar Beggu Kummer, viðskiptafræðing og innanhússstílista með meiru, sem býður upp á söluráðgjöf fyrir áhugasama kaupendur og aðstoðar við að finna hina fullkomnu eign á Spáni. Og fyrir þá kaupendur sem þegar hafa keypt býður Begga upp á þjónustu við að teikna rými nýja heimilisins í þrívídd svo auðveldara sé að átta sig á stærð húsgagna og uppröðun þeirra. Begga er glöggum lesendum ef til vill kunn úr núverandi auglýsingum Slippfélagsins og Parka þar sem hún aðstoðar einmitt við val gólfefna og fleira. Til að panta einkakynningu á Íslandi eða óska eftir frekari upplýsingum um fasteignir á Spáni er hægt að hafa beint samband við Beggu á netfanginu: begga@perlainvest.com eða í síma 695-9513.

Þó að við höfum sérhæft okkur í sölu nýbygginga hefur sala endursölueigna ávallt verið stór partur af okkar vinnu en í þeirri viðleitni að reyna ávallt að bæta þjónustu okkar höfum við ákveðið að gera endursölunni enn hærra undir höfði og auka jafnframt þjónustu okkar við seljendur eignanna. Þar má ekki síst nefna að inni í söluþóknun okkar bjóðum við nú upp á að sjá ekki einungis um allt sem lýtur að sölu eignarinnar, heldur aðstoðum við seljandann í framhaldinu við að fá endurgreiðslu frá spænskum yfirvöldum á þeim skatti sem hann hefur þurft að borga vegna eignar sinnar. En slíka þjónustu hafa seljendur víða þurft að borga sérstaklega fyrir hingað til.

Í stuttu máli má því segja að fasteignasalan Perla standi fremst meðal jafningja fyrir þær sakir að hún tekur sífelldum breytingum með bættri þjónustu, og er því alltaf síung þrátt fyrir að vera með lengstan starfsaldur íslenskra fasteignasala á Spáni. Öryggi viðskiptavina okkar er forgangsatriði og við skiljum mikilvægi þess að þeir geti leitað til trausts aðila á sviði þar sem líftími margra fyrirtækja er því miður stuttur. Í fjölskyldufyrirtækinu Perlu hefur önnur kynslóð fasteignasala þegar hafið störf. Við erum alltaf á sama stað, það er alltaf hægt að ná í okkur og við erum síður en svo á förum,“ segir Orri, sem segist líta björtum augum til framtíðar og hlakkar til að aðstoða fleiri Íslendinga við að finna sér heimili í sólinni.

Hægt er að hafa samband við skrifstofuna á Spáni í síma 0034 96 676 5972 en þar er svarað á íslensku. Einnig er íslenskur sími 893 3911. Netfangið er info@perlainvest.com og er bæði á Facebook og Instagram. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 10-17.

Fasteignasalan Perla býður kaupendum upp á skoðunarferðir til Spánar til að skoða fasteignir.
Begga Kummer, viðskiptafræðingur og innanhússstílisti, er tengiliður Perlu á Íslandi og býður meðal annars upp á einkakynningar.