Kvenfataverslunin Tískan og tískuverslunin Comma hafa sameinasta í glæsilegt 500 fermetra verslunarhúsnæði við Ármúla 5 og fjölbreytnin í vöruúrvalinu hefur aldrei verið meira. Áhersla er lögð á fallegan, vandaðan og stílhreinan fatnað fyrir konur á öllum aldri og persónulega þjónustu og ráðgjöf.

Hjördís Sif Bjarnadóttir á og rekur báðar verslanirnar, Tískuna og Commu, ásamt eiginmanni sínum Hilmari Þ. Hilmarssyni.

„Hér líður okkur vel og það er frábært að vera komin í þessi flottu húsakynni, hér er auðvelt að leggja og labba beint inn. Aðstaðan er einstaklega góð og við bjóðum upp á stóra og rúmgóða mátunarklefa auk þess að nóg er af sætum fyrir makann og þá sem vilja slaka á meðan mátað er.“

Penny Black er yngsta merki Max Mara og það er svo margt skemmtilegt við það merki, til að mynda alls konar díteilar sem fanga augað. Í vetur er áberandi að stíllinn er fremur afslappaður og þægindin í fyrirrúmi, kósí peysur, víðar og þægilegar buxur og þeir litir sem eru í forgrunni eru ljósblátt í bland við ljósgrátt og kamel-liturinn í bland við svart, eins og sjá má á myndinni.“

Nýir litir koma sterkt inn í vetur

„Frá Max Mara erum við með Max Mara Weekend. Flottar lana-ullarkápur í kamel, svörtu, brúnu og dökkbláu. Einnig erum við með vinsælu dúnúlpurnar þeirra í nýjum vetrarlitum. Kamel, dökkblátt og svart eru klassískir litir hjá þeim fyrir veturinn en grænt og kakí eru nýju litirnir þeirra í vetur og koma sterkt inn. Svo erum við með svo klæðilega jakka, skyrtur og hlýjar alpakka-ullarpeysur og svo margt fallegt sem steinliggur í vetur.

Fjölbreytnin er í fyrirrúmi og Hjördís leggur mikla áherslu á að velja ólík snið og margar stærðir svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

„Einnig erum við með Persona by Marina Rinaldi frá Max Mara og er hugsunin á bak við það merki að bjóða upp á flott snið og vörur í stærri stærðum. Þetta er snilldar hönnun þegar kemur að flottum sniðum og litasamsetningum.“

BRAX er buxnamerki sem nýtur mikilla vinsælda í Tískunni.

„BRAX er þýskur risi á markaðinum þegar kemur að buxum, enda eru þeir sérfræðingar í klæðilegum og flottum buxum. Í boði eru bæði casual, hlýjar og sparilegar buxur frá BRAX. Í BRAX-merkinu eru einnig úrval af kósí peysum, flottum prjónavestum, töffaralegar skyrtur og casual yfirhafnir sem njóta hylli margra kvenna.“

ETERNA er skyrtumerkið sem verslunin þarf vart að kynna, hágæðaefni í eru í skyrtunum og klæðileg snið. Vetrarlitirnir eru mildir og falla vel að náttúrulegum litapallettum.

„Efixelle-merkið sérhæfir sig í bómullarbolum og erum við með þvílíkt úrval af þeim bæði með v-hálsmáli, háa í hálsinn og rúllukraga, svo smart í svörtu. Í boði eru nokkrar týpur sem eru tvöfaldar að framan og er snilld fyrir marga þar sem innri bolurinn leggst að en ytri er laus.“

OLANG vetrarskórnir eru með innbyggðum mannbroddum og nú til í kvenlegum útfærslum, bæði úr skinni og goretex.

„Við hlökkum til að sýna ykkur allt það fallega sem við höfum upp á að bjóða fyrir veturinn.“

Comma með einn heitasta haust- og vetrarstílinn í ár

Comma er vinsælt vörumerki sem tekið hefur verið eftir þar sem fallegur, fágaður og töffaralegu fatnaður er í forgrunni.

„Flestir þekkja vörumerkið okkar Comma, þar erum við með alla heitustu stílana á markaðnum hverju sinni á einstaklega hagstæðu verði. Comma er með tvær vörulínur, annars vegar er það Comma, og hins vegar Comma CI en CI stendur fyrir Casual Identity,“ segir Hjördís og er mjög stolt af merkinu.

„Comma sérhæfir sig í fatnaði fyrir framakonuna. Í boði er fjölbreytt úrval af drögtum, blússum og jökkum.“

Hjá Comma CI er verið horfa meira í þennan afslappaða fatnað, þar er áherslan á þægilegan klæðnað, casual stíl og um leið töffaralegan.

„Yngri viðskiptavinir okkar eru mjög hrifnir Comma CI.“

Vetrartískan mynduð á Íslandi

Vert er að geta þess að myndirnar frá vetrartísku Comma voru teknar á Íslandi.

„Myndirnar fyrir vetrartískuna eru teknar á okkar fagra landi og litirnir eru einnig í stíl við náttúru Íslands, þessir fallegu náttúrulegu litir sem falla svo vel að landslaginu.

Comma er með 12 collection. Í raun nýja línu fyrir hvern mánuð svo þeir geti fylgt tískunni meira eftir. Í vetur eru dragtir áfram áberandi og eigum við þvílíkt úrval af flottum drögtum. Comma má eiga það að þeir eru með flott úrval fyrir öll tækifæri og eru mjög sterkir þegar kemur að hönnun á flottum blússum og aðlaðandi kjólum. Ímynd Comma eru sterkar konur sem vilja vera áberandi í viðskiptalífinu og í öllu því sem þær taka sér fyrir hendur. Einnig er áhersla á glæsilegan og vandaðan fatnað fyrir hvers kyns veislur og gæðastundir.“

Bleikur október í Comma

„Nú er að byrja bleikur október og við eigum til svo margt fallegt í bleiku eins og skyrtur, blússur, boli, jakka og kjóla. Við bjóðum einnig upp á aðstoð og ráðgjöf þegar kemur að fatavali. Comma er þýskt merki og er mjög gott þegar kemur að sniðum enda er svo gaman að selja vel sniðin föt þegar maður er sjálfur lærður klæðskeri,“ segir Hjördís að lokum.

Eigendur og starfsmenn verslunarinnar bjóða alla hjartanlega velkomna í verslunina þar sem gleðin verður við völd, ýmis tilboð í gangi þar sem Comma fagnar nýju ári með nýrri tískulínu og glamúr. Þessa dagana er verslunin stútfull af geggjaðri vetrartísku sem veitir vellíðan og ánægju.

Hægt er að fara á vefsíðu COMMA eða á inn á Facebook (commaIceland) og nálgast PDF-útgáfu af nýja vetrarbæklingi COMMA PDF.

Tískan er í Ármúla 5. Sími 551 0300. Skoðið tískuna hjá Tískunni á tiskan.is.