Fyrirtækið Granítsteinar var stofnað 2008 og hefur frá upphafi sérhæft sig í bæði legsteinum og borðplötum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og býður í dag upp á eitt mesta úrval landsins af legsteinum, að sögn Sigurðar Hjalta Magnússonar, framkvæmdastjóra Granítsteina. „Starfsfólk Granítsteina er með áralanga reynslu af vinnslu og uppsetningu legsteina. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval legsteina í nokkrum litum, stóra og smáa og sérsmíðum einnig steina samkvæmt óskum viðskiptavina okkar.“

Aðspurður hvort tískusveiflur hafi áhrif á val fólks á legsteinum segir Sigurður að bransinn vinni meira með klassíkina. „Flestir vilja svart granít sem er að sjálfsögðu afar endingargott og hentar mjög vel við íslenskar aðstæður. Við höfum þó fundið það síðustu árin að fólk er orðið óhræddara við að velja litríkari steina og óhefðbundin form sem er að mínu mati jákvæð þróun.“

Einfalt ferli

Ferlið við að velja stein er afar einfalt og þægilegt, segir Sigurður. „Annað hvort koma viðskiptavinir til okkar eða senda okkur fyrirspurn í tölvupósti. Við ráðleggjum þeim varðandi val á steinum, til dæmis tegund af steini og stærð sem hentar hverjum og einum. Því næst gerum við próförk af steininum þar sem áletrunin og aukahlutir eru á sínum stað sem auðveldar fólki að sjá fyrir sér lokaútkomuna.“ Granítsteinar bjóða einnig upp á blómaramma í sömu litum og legsteinarnir. Þeir koma í þremur lengdum; 60 cm, 80 cm og 120 cm.

Að ýmsu þarf að huga við val á steinum, að sögn Sigurðar. „Það gilda til dæmis mismunandi reglur milli duftgrafreita varðandi stærðir legsteina og jafnvel ólíkar reglur eftir slíkum grafreitum. Því er mikilvægt láta starfsfólk Granítsteina hafa samband snemma í ferlinu við umsjónarmann viðkomandi duftgrafreits sem veitir tilsögn í slíkum málum.“

Fjölbreytt úrval fylgihluta

Þegar búið er að velja sjálfan steininn er komið að því að huga að áletruninni. „Granítsteinar bjóða upp á ýmsar lausnir þegar kemur að áletrunum á legsteina. Þar má meðal annars nefna ígrafnar áletranir, upphleyptar áletranir og koparstafi. Samhliða áletrun huga margir að ígröfnum myndum en þar bjóðum við líka upp á gott úrval af myndum sem henta hverjum og einu. Starfsfólk okkar aðstoðar fólk við að útbúa myndir ef þess er óskað.“

Einnig má nefna að Granítsteinar bjóða upp á fjölbreytt úrval fylgihluta í samstarfi við Biondan, sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu aukahluta sem standast krefjandi íslenskt veðurfar. „Það má skoða úrvalið í verslun okkar í Helluhrauni 2 í Hafnarfirði en auk þess má sérpanta aukahluti frá Biondan.“

Æskilegt er að minnsta kosti eitt ár hafi liðið frá greftrun þar til steinn er settur upp, til að koma í veg fyrir að steinninn verði skakkur. „Þegar kemur að uppsetningu legsteinsins bjóðum við upp á uppsetningu hans í nágrenni höfuðborgarsvæðisins gegn vægu aksturgjaldi. Auk þess sendum við legsteina út á land viðskiptavinum að kostnaðarlausu.“

Styttist í jólin

Nú þegar haustið er komið segir Sigurður tilvalið að huga að leiðum ástvina fyrir jólahátíðirnar. „Tíminn getur verið fljótur að líða í annríki dagsins og því gott að vera tímanlega í þeim framkvæmdum. Í því sambandi má nefna að Granítsteinar þjónusta allar tegundir legsteina, hvort sem um er að ræða endurmálun á áletrun, þrif eða að bæta við áletrun á legsteininn. Ef komið er með steina til okkar sjáum við einnig um að áletra slíka steina.“

Granítsteinar eru í Helluhrauni 2 í Hafnarfirði. Sími 544 5100. Nánari upplýsingar á granitsteinar.is.