Þetta gerir Clinique að öruggri og áhrifaríkri lausn fyrir húðina þína.

Halldóra Gyða er náttúruhlaupari og er að klára Landvættarþrautirnar núna í annað skipti. Hún hljóp Laugaveginn frá Landmannalaugum í Þórsmörk um 55 km leið tvisvar sinnum í þessum mánuði. Fyrst á tveimur dögum með Hlaupahópi Stjörnunnar og í seinna skiptið tók hún þátt í Laugavegshlaupinu Ultra maraþon 2021. Auk þess sem hún var í góðu fríi í Skaftafelli fyrr í mánuðinum.

„Það var mjög gott veður í Skaftafelli og í bæði skiptin var mjög mikil sól í Landmannalaugum þegar við lögðum af stað og því mjög mikilvægt að bera á sig góða sólarvörn,“ segir hún. „Clinique SPF50 sólarvörnin fyrir andlitið er einstaklega góð þegar maður er að fara í göngutúr á fjöll, í sund eða bara út að ganga. Í fyrsta lagi þá er brúsinn svo léttur og handhægur í bakpokann, bara 30 ml. Einnig er mjög auðvelt að bera kremið á, þar sem það smyrst vel og svo er nauðsynlegt að vera með SPF 50 vörn bæði með vörn fyrir UVA- og UVB-geislum. Það segir allavegana húðsjúkdómalæknirinn minn, sem ég að sjálfsögðu hlýði,“ segir Halldóra sem kom fallega brún og með freknur sem hún segir hraustleikamerki en engan sólbruna úr ferðunum góðu.

Sólvarvörnin frá Clinique er ofnæmisprófuð og þróuð af húðlæknum. Eftirfarandi styrkleikar eru í boði.

Clinique Targeted Protection Stick SPF35.

Clinique Targeted Protection Stick SPF35

Sólarvörn í stiftformi sem ver viðkvæm svæði, augu, varir, nef og jafnvel ör, við sólbruna og ótímabærri öldrun sem orsakast af UVA- og UVB-geislum. Prófað af húð- og augnlæknum. Þægilegt í veski eða vasa. Er olíulaust.

Clinique Mineral Sunscreen for Face SPF50.

Clinique Mineral Sunscreen for Face SPF50

Létt, 100% mineral sólarvörn sem er sérlega þægileg, jafnvel fyrir viðkvæma húð. Nægilega mild til að hægt sé að nota kringum augu. Ósýnileg filma myndar varnarhjúp um húðina. Hentar öllum húðtónum. Sólarvörnin er olíulaus.

Allar sólarvarnirnar eru líka öruggar fyrir börn eldri en 6 mánaða.

Sams konar vörn er einnig fáanleg með SPF30.

Clinique Mineral Sunscreen for Face SPF30.

Clinique After Sun Rescue Balm with Aloe

Ótrúlega rakagefandi balm með róandi aloe vera sem sefar húðina eftir sólböð.

Gerir við og hindrar skaða á húð eftir sólbruna. Dregur úr flögnun á húðinni. Hentar bæði fyrir andlit og líkama. Er olíulaus og stíflar ekki húðholur. ■

Helstu útsölustaðir eru: Beautybox, Hagkaup, Lyfja, Apótek Mosfellsbæ, Urðarapótek og Apótek Vesturlands.

Clinique leggur mikla áherslu á að fólk verji húðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Hér er verið að kynna sólarvörnina frá Clinique í New York en hún er þróuð af húðlæknum og gefur góða vörn.