„Við höfum í gegnum tíðina smíðað gróðurhús eftir sérpöntunum. Á tímabili vorum við líka að selja þau í BYKO og við sáum að það var vöntun á vönduðum og fallegum gróðurhúsum. Fólk er spenntara fyrir því að hafa fallegt, umhverfisvænt tréhús í garðinum hjá sér en álhús,“ segir Halldór Atlason, framleiðslu- og rekstrarstjóri Barkar. „Við ákváðum því að hanna hús sem byggir á hönnun glugganna okkar. Vegleg gróðurhús úr tré með tvöföldu gleri sem henta einstaklega vel við íslenskar aðstæður, en eru líka handhæg í framleiðslu og hægt að setja upp án byggingarleyfis," segir hann.

Glæsilegt gróðurhús frá Berki sem er fallega hannað, til í nokkrum stærðum og með tvöföldu gleri. MYND/AÐSEND

Stærsta gróðurhúsið frá Trésmiðjunni Berki er 14,5 fermetrar að stærð og 2,45 m á hæð, en það er rétt undir því að vera leyfisskylt. „Húsin byggja í grunninn á nákvæmlega sömu handtökum og útliti og gluggarnir okkar. Húsin hafa því sama styrk og þol og gluggarnir. Við ákváðum að hafa tvöfalt gler í húsunum svo fólk geti nýtt þau í hvað sem er, til dæmis sem íveruhús sem frábært væri að sitja í á pallinum í hvaða veðri sem er, eða sem gestahús við sumarbústaðinn, þar sem fólk getur horft á norðurljósin áður en það fer að sofa,“ segir Halldór Atlason, framleiðslu- og rekstrarstjóri Trésmiðjunnar Barkar.

Nánari upplýsingar og myndir af húsunum má sjá á heimasíðunni borkur.is

Vandað gróðurhús.