„Gott aðgengi að tölfræði og öðrum mælingum getur skipt miklu máli í ákvarðanatöku um rekstur fyrirtækja. Í H3 launa- og mannauðskerfi Advania er hægt að halda utan um laun, mannauð, fræðslu, þekkingu, markmið, árangur og fleiri upplýsingar. Stjórnendur þurfa að hafa yfirlit yfir þessi atriði og fylgjast með þróun á þeim,“ útskýrir Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri hjá Advania.

Hún nefnir dæmi um viðskiptagreind:

„Í H3 getur mannauðsfólk notað viðskiptagreind og gagnagreiningu til að bæta viðskiptaákvarðanir, tekið upplýstari ákvarðanir í launa- og mannauðsmálum, greint vandamál, komið auga á markaðsþróun og fundið nýjar tekjur eða viðskiptatækifæri.“

Stjórnendur taka upplýstar ákvarðanir

Með viðskiptagreind, svo sem Power BI eða OLAP-teningum, er hægt að umbreyta gögnum í upplýsingar sem styðja stjórnendur við ákvarðanatöku.

„Viðskiptagreind felur í sér sjálfvirka framsetningu á gögnum í mælaborðum og öðrum greiningum sem sparar tíma, eykur virði og bætir yfirsýn,“ segir Berglind frá.

„Ávinningur þess að nota viðskiptagreind felst í því að stjórnendur geta tekið upplýstar ákvarðanir um mannauðinn og reksturinn, þeir geta fengið gögn um mannauðinn á rauntíma með einföldum hætti, og svo er viðmótið einfalt með sérsniðnum skýrslum.“

Power BI er öflugt viðskiptagreiningaverkfæri til að útbúa mælaborð og skýrslur með einföldum hætti.

Notendavænt og aðgengilegt

Viðskiptagreindarlausnirnar sem mannauðslausnir Advania bjóða upp á eru OLAP-teningar (e. OLAP = Online Analytical Processing) og Power BI (e. BI = business intelligence).

„OLAP-teningar er viðskiptagreindarlausn sem skilar upplýsingum úr flestöllum kerfiseiningum H3 launa- og mannauðslausn á skjótan og öruggan máta. Þeir gera stjórnendum og launasérfræðingum kleift að fá bestu mögulega yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana,“ upplýsir Berglind um OLAP.

Power BI er öflugt viðskiptagreindarverkfæri til að útbúa mælaborð og skýrslur með einföldum hætti.

„Power BI er eitt öflugasta viðskiptagreindartólið sem er í boði á markaðnum í dag. Við hjá mannauðslausnum höfum hafið samvinnu við BI-sérfræðinga okkar innan Advania og getum því boðið H3-viðskiptavinum okkar staðlaðar skýrslur í BI ofan á H3-gögnin.

Með BI-skýrslur ofan á H3 launa- og mannauðsgögn geta notendur tengt mannauðsupplýsingarnar saman við þær upplýsingar sem þarf til að taka upplýstar ákvarðanir og haft góða yfirsýn yfir stöðu mála sem getur skipt miklu máli í ákvörðanatöku um rekstur fyrirtækja,“ greinir Berglind frá.

Hún segir viðskiptagreindarlausnir safnast saman í gagnavöruhúsi Advania.

„Gagnavöruhúsið safnar saman gögnum frá mörgum upplýsingatæknikerfum í eitt miðlægt kerfi til að styðja við greiningar og skýrslugerð fyrirtækja. Viðskiptagreindarhugbúnaður leitar svo í vöruhúsið og sýnir niðurstöðurnar fyrir notandann í formi skýrslna. Allt er þetta afar notendavænt, einfalt og aðgengilegt,“ segir Berglind.

Sjá nánar um möguleika í viðskiptagreind sem mannauðslausnir Advania hafa upp á að bjóða á advania.is