„Fagfólk elskar græjur og fær fiðring í magann við það eitt að skoða nýjar græjur. Því er klárt mál að það móðgast enginn yfir því að fá verkfæri í jólagjöf heldur er það alltaf jafn gaman og þakklátt, og það snertir fólk,“ segir Jóhann Þór Kristjánsson, sölumaður hjá Sindra.

Þar finnast hugmyndir að frábærum jólagjöfum handa fagfólki í breiðum hópi faggreina, svo sem húsasmíði, pípulögnum, rafvirkjun, stálsmíði og bílgreinum.

„Hjarta Sindra slær í verkfærum og vinnufatnaði fyrir fagfólkið, bæði í rafmagnsverkfærum og handverkfærum. Margir þekkja Sindra sem Dewalt-búðina en þegar inn er komið tekur við heill heimur af frábærum jólagjöfum, bæði fyrir fagfólk en líka Pétur og Pál,“ upplýsir Jóhann Þór.

Í Sindra fæst æðislegur vinnufatnaður frá sænska merkinu Blåkläder sem er sterkur og frábær í störf fagfólksins en líka flottur í dagsins önn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Laserverkfæri vinsælust

Vinsælustu jólagjafirnar í Sindra undanfarin ár eru laser-verkfæri; svo sem hæðalaser, línulaser og fjarlægðarlaser.

„Laserverkfæri eru tæki og tól sem fólk tímir kannski ekki að kaupa sér sjálft en er alveg ofsalega gaman að gefa því þau eru á óskalista margra og koma sannarlega ánægjulega á óvart undan jólatrénu,“ segir Jóhann Þór.

„Handverkfæri eru líka sívinsæl í jólapakkana, bæði fyrir starfandi fagfólk en líka til heimilisbrúks. Allir vilja eiga verkfæri á heimili sínu og þau sem eru að eignast sitt fyrsta heimili þurfa að verkfæra sig upp. Því er verkfærasett kjörin jólagjöf handa nýjum heimiliseigendum og margir sem kaupa litla verkfærakistu sem þeir raða ofan í sög, hamri, töngum og bítum sem nauðsynlegt er að eiga á hverju heimili. Vitaskuld eigum við líka til frábær tilbúin verkfærasett en hitt er persónulegra og sem dæmi fallegt og hugulsamt þegar foreldrar gefa ungmennum sínum verkfærakistu, sem þau hafa handvalið í af kostgæfni, þegar þau fara að heiman.“

Hjá Sindra fæst líka gríðarflottur vinnufatnaður frá sænska framleiðandanum Blåkläder.

„Vinnufatnaður er aldeilis frábær jólagjöf sem hittir í mark, svo sem góðar vinnubuxur eða smíðavesti, bæði fyrir fagfólkið en líka þau sem hyggja á pallavinnu eða annað heima með vorinu. Þá er flott að eiga flottan, sterkan vinnufatnað í verkin. Margir sem fengið hafa vinnubuxur frá Blåkläder koma aftur og aftur til að fá nákvæmlega eins buxur því þeir elska þær. Það eru góð meðmæli enda er Blåkläder ákafleg vandað og töff merki sem hentar jafnt í vinnuna sem og tilveruna almennt; jakkar, buxur, skyrtur og ekki síst afar vinsælir bolir úr vandaðri bómull á mjög góðum verðum,“ greinir Jóhann Þór frá.

Toptul verkfæri eru fádæma vinsæl hjá fagfólki, vönduð og á góðu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Spennandi nýjungar frá Dewalt

Aðalsmerki Sindra er frá bandaríska framleiðandanum Dewalt.

„Sumir finna sér merki sem þeir víkja ekki frá um alla eilífð, og þannig er það með Dewalt. Við finnum fyrir mikilli tryggð vinskiptavina við Dewalt og höfum gaman af því, en það skrifast á gæðin og góða reynslu af Dewalt-verkfærum, sem og fyrirmyndarþjónustu Sindra því ef eitthvað bjátar á eru menn í skínandi málum hjá okkur,“ segir Jóhann Þór.

Dewalt er frumkvöðull í trésmíðaverkfærum en er nú að vinna mikla sigra með nýjum verkfærum fyrir stálsmíðavinnu.

„Þessa dagana eru rosalega spennandi hlutir að gerast hjá Dewalt. Nú þegar er komin í sölu næsta kynslóð af byltingarkenndum rafhlöðum í rafmagnsverkfæri og sem enginn á evrópska markaðnum hefur svar við. Aflaukning er allt að 50 prósent og líftíminn að minnsta kosti tvöfaldur á við aðrar rafhlöður. Batteríin fylgja nýjum verkfærum en fást líka í eldri verkfæri. Á næstu vikum koma svo enn stærri rafhlöður sem skipta munu sköpum fyrir fagfólk,“ segir Jóhann Þór.

„Nú fyrir jólin teflir Dewalt einnig fram nýjum hersluvélum fyrir verkstæðisvinnu og samsetningarvinnu á stálgrindarhúsum. Þetta eru hálftommuhersluvélar sem eru uppfærðar frá eldri gerðum í umtalsvert meira afli, hafa fengið afbragðsdóma og eru að slá í gegn til jólagjafa.“

Annað ævintýri í jólapakka fagfólksins eru Toptul-handverkfæri sem Sindri hóf innflutning á árið 2008.

„Fyrsta sendingin kom á hálfri pallettu en í dag eru sendingarnar í gámavís. Þetta eru vönduð verkfæri sem hittu strax í mark hjá fagfólki og á verðum sem ekki höfðu sést á landinu, en það tókst okkur með beinum innflutningi frá framleiðanda. Frá Toptul fæst allt frá stöku skrúfjárnum upp í stóra skúffuskápa sem eru stútfullir af verkfærum. Það eru auðvitað æðislegar gjafir og salan tekur alltaf kipp í desember en þetta eru stórir jólapakkar sem þarf að taka upp í bílskúrnum, og á Black Friday verða einmitt mjög flott tilboð á Toptul-verkfæraskápum,“ upplýsir Jóhann Þór um aðeins brot af vörumerkjum sem Sindri býður upp á.

„Við erum líka með mjög flott úrval setta og sérverkfæra fyrir bílaverkstæði frá Kraftwerk, sömuleiðis rjómann af handverkfærum fyrir pípara og rafvirkja frá þýska merkinu Knipex og ótal margt fleira.“

Jóhann Þór segir gleði og eftirvæntingu fylgja jólavertíðinni hjá Sindra. Þar njóti viðskiptavinir persónulegrar þjónustu við val á jóla­gjöfum, faglegrar reynslu og þekkingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Hjálpa til að finna réttu gjöfina

Alla þessa viku er vegleg afsláttarvika í Sindra sem nær hámarki með mögnuðum afsláttum á föstudaginn, sjálfan Black Friday.

„Út vikuna verðum við með 20 prósenta afslátt á flestum verkfærum og hægt er að gera sérdeilis góð kaup. Fyrir þá sem eiga allt eru gjafakort Sindra frábær jólagjöf og hægt að ganga frá þeim rafrænt á netinu eða prenta út til að setja í jólapakka, og vitaskuld hjálpum við til með það í búðinni, prentum út og finnum bestu lausnirnar,“ segir Jóhann Þór.

Hann kveðst iðulega fá það hlutverk að velja gjöf í jólapakka fagfólksins, ekki síst þegar makar fastakúnna koma í Sindra í leit að bestu gjöfinni.

„Þá veit ég nákvæmlega hvernig verkfæri viðkomandi á, hvað hann langar í og vantar. Ég hef mikið yndi af þessari aðstoð og ekki síður þegar fagfólkið kemur aftur eftir hátíðarnar og talar um hvað það fékk flotta jólagjöf. Í Sindra er urmull fastakúnna á meðal fagfólksins og maður er farinn að þekkja þá með nafni eftir nítján ár í bransanum,“ segir Jóhann Þór.

„Svo kemur desember með sinni fallegu jólastemningu og tilhlökkun í loftinu. Starfsfólk Sindra nýtur aðventunnar í búðinni og ekki síst síðustu tvo dagana fyrir jól þegar fólk kemur í hátíðarskapi til að klára síðustu gjöfina. Þá er andrúmsloftið hátíðlegt og litað gleði.“

Sindri er á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Sími 575 0000. Opið virka daga frá klukkan 7.30 til 18 og á laugardögum frá 8 til 12. Sjá netverslun og allt um gjafakort Sindra á sindri.is

Gjafakort Sindra er kærkomin jólagjöf fyrir fagfólk jafnt sem aðra, og hægt að fá þau ýmist rafræn eða útprentuð.