Lizzy Pike hefur á stuttum tíma skapað sér stórt nafn innan snyrtivöruheimsins fyrir Face Halo farðaklútana. Hún er búsett í Ástralíu en eigendur Beautybox.is fundu leið fyrir blaðamann til að komast í samband við þessa flottu fyrirmynd og frumkvöðul, sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vöru sína. Nú síðast vann Face Halo til verðlauna sem besti farðahreinsirinn að mati Harper’s Bazaar í Bandaríkjunum. En hvernig skyldi þetta ævintýri hafa byrjað?

„Eftir að hafa eignast þrjú börn á þremur árum og þar á meðal tvíbura, þá fór ég að leita mér að sneggri og auðveldari leiðum til þess að gera alls konar hluti. Ég áttaði mig á því að það var engin snögg, árangursrík og örugg leið til þess að fjarlægja farða í lok dagsins. Ég er með bakgrunn í örtrefjatækni og út frá þeirri reynslu varð Face Halo til. Ég er mjög stolt af að segja frá því að fjórum árum síðar hefur Face Halo komið í veg fyrir að 1 milljarður einnota andlitsklúta lendi í sjónum eða í landfyllingu,“ segir Lizzy, sem á sínum tíma hóf atvinnuferil sinn sem flugfreyja hjá Qantas-flugfélaginu.

Face Halo farða­klútarnir hreinsa allan farða af á augabragði. Örfínar örtrefjar fara djúpt inn í húðina og það eina sem þarf aukalega er vatn. MYND/AÐSEND

Draumur fyrir uppteknu konuna

Face Halo er margnota farðaklútur með örtrefjum til að hreinsa farða af húðinni og það eina sem þarf er vatn. „Sýrustigið í Face Halo er hlutlaust, svo klúturinn er mildur fyrir húðina og náttúruna okkar. Hann er margnota og hægt er að þvo hann allt að 200 sinnum í þvottavél,“ segir Lizzy.

Þegar hún er spurð fyrir hverja farðaklúturinn sé, stendur ekki á svari. „Face Halo er draumur uppteknu konunnar, því hann er svo auðveldur í notkun og virkar svo vel. Þú þarft aðeins að bleyta hann með vatni og strjúka yfir andlitið. Þar sem það eru engin efni í farðahreinsinum þá hentar hann öllum húðtegundum.“

Face Halo farðaklútarnir fást hjá Beautybox.is. MYND/AÐSEND

Hrein og endurnærð húð

Sérstaða Face Halo felst í HaloTech örtrefjatækni. „Örtrefjarnar í Face Halo eru 100 sinnum fínni en mannshár og er hann hannaður til þess að ná niður í húðholurnar okkar til þess að fjarlægja farða og óhreinindi. Þannig skilur klúturinn húðina eftir hreina og endurnærða,“ segir Lizzy.

Face Halo hefur farið í gegnum strangar prófanir til þess að tryggja að hann virki betur en sambærilegar vörur á markaði, ásamt því að vera mjúkur og mildur á húðina. „Ég vissi að við hefðum eitthvað sérstakt í höndunum þegar YouTube-stjarnan Chloe Morello bað um að verða partur af fyrirtækinu okkar eftir að hafa prófað lokaeintakið,“ nefnir Lizzy, og ekki leynir sér að hún er stolt af vörunni sem hún þróaði sjálf.

Einn Face Halo farðaklútur í stað 500 einnota er betra fyrir jörðina

Hún leggur mikla áherslu á umhverfismál og sjálfbærni í allri framleiðslu og vöruþróun. „Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir sjálfbærum vörum og leiðum til þess að draga úr sóun. Í dag er mikil vitundarvakning fyrir umhverfismálum og hreinum húðvörum, sem hefur ýtt undir velgengni Face Halo. Markmið okkar er að minnka og helst útrýma notkun á einnota plasti og einnota farðahreinsiklútum, sem lenda beint í ruslinu eftir eina notkun. Einn Face Halo kemur í stað 500 einnota farðaklúta og hægt er að þvo hann í þvottavél allt að 200 sinnum. Við bjóðum líka viðskiptavinum okkar að skila notuðum Face Halo til okkar og eru þeir sendir í endurvinnslu. Notuðum Face Halo er hægt að skila til Beautybox.is á Langholtsvegi 126. Nýlega sýndum við afraksturinn af endurvinnslunni okkar með nýrri fatalínu sem heitir Modern Merch Streetwear,“ segir Lizzy.

En er von á nýjungum frá þessu frábæra merki? „Já, við eigum von á nýjum, spennandi vörum á næstunni og við erum mjög spennt að kynna þau fyrir vinum okkar á Íslandi,“ segir Lizzy brosandi að lokum.

Face Halo farðaklútarnir fást hjá vefversluninni beautybox.is og í versluninni Langholtsvegi 126.

Lizzy segir að Face Halo sé draumur uppteknu konunnar, því farðaklúturinn er auðveldur í notkun og hreinsar húðina vel. Aðeins þarf að bleyta hann með vatni og strjúka yfir húðina. MYND/AÐSEND