Eyesland býður fjölbreytt úrval af hágæða gleraugum auk sportgleraugna. Í sportgleraugum má nefna merki eins og Julbo, Bolle og Cébé. „Við þjónustum fjöldann allan af útivistarfólki sem vill bæta upplifun og gæði í sportiðkun með sérsniðnum lausnum glerja og linsa,“ segir Sigrún Andersen framkvæmdastjóri. Einnig bjóðast sólgleraugu og sportgleraugu með styrk.

Rétt umgjörð gerir alla flotta

Falleg gleraugu eru hluti af heildarútliti og setja punktinn yfir i-ið. Starfsmenn Eyesland aðstoða við að finna gleraugnaumgjarðir sem henta þörfum og útliti hvers og eins. Eysland býður upp á fjölbreytt vöruúrval þekktra vörumerkja eins og Hugo Boss, Tommy Hilfiger, Ray Ban, Vanni og Marc O'Polo, Jensen o.fl.

Eyesland gleraugnaverslun er í Glæsibæ, 5. hæð, og að Grandagarði 13. Sjá einnig opnunartíma á heimasíðunni eyesland.is.

Aerospeed frá Julbo. Aerospeed sportgleraugu loka vel á sólarljós og vind og henta því vel á racer-hjólum. Glerið dökknar í sól, frá glæru gleri í dökkgrátt. Ekki næm fyrir hita/kulda og eru með móðu- og kámvörn.
AEROLITE frá Julbo. Mjög nett og létt umgjörð. Sérstaklega hönnuð fyrir hlaupara. Dökkna í sól frá ljósbleiku yfir í brúnt. Skerpa sérstaklega vel á litum í umhverfinu ásamt því að vernda augun vel.
Þessi eru frá Jensen og fást í Eyesland.
Þessi fallegu gleraugu eru frá Vanni og fást í Eyesland.