Ég hef ástríðu fyrir því að leiðbeina fólki að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl,“ segir Guðbjörg Sigríður Finnsdóttir, eigandi G FIT-heilsuræktar í Garðabæ sem hún stofnaði árið 2012.

Guðbjörg er menntaður íþróttakennari. Hún hefur kennt íþróttir í meira en 30 ár, stofnaði G FIT árið 2012 og kennir háskólaleikfimina í Háskóla Íslands samhliða þeim rekstri.

„Ég kenni oft og iðulega yfir 150 manns á dag og nýt þess að ná tengingu við mitt fólk. Ég er minnug á nöfn og þekki flesta með nafni og þykir gott að geta heilsað fólki með nafni þegar ég rekst á það á förnum vegi.“

Guðbjörg segir heilbrigðan lífsstíl vera langhlaup ævina út.

„Það er gott og hvetjandi að temja sér þann hugsunarhátt við heilsurækt að maður hreyfi sig til að líða vel á líkama og sál. Álagið þarf að vera hæfilegt með öllum þjálfunarþáttum og ég legg áherslu á að einstaklingurinn þjálfi þol, styrk og liðleika, hver á sinn krefjandi hátt sem skilar sér í ánægju með sjálfan sig. Við viljum jú geta leikið okkur alla ævi og með því að sýna af sér þrautseigju og seiglu nær maður árangri alla leið.“

Valdi Feel Iceland vegna gæðanna

Því fylgir álag að kenna íþróttir og heilsurækt í marga tíma á degi hverjum og því þarf Guðbjörg að passa vel upp á næringu og hvíld.

„Það mæðir mikið á liðamótunum og ég tek daglega inn vítamín og bætiefni sem forvörn,“ segir Guðbjörg sem hefur síðastliðin þrjú ár tekið inn bætiefnin Joint Rewind og Age Rewind frá Feel Iceland.

„Ég valdi Feel Iceland einfaldlega vegna gæðanna. Það er mikið í boði á markaðnum og ég tel mig hafa veðjað rétt. Ég hef ekki fundið til í liðamótum síðan ég fór að taka inn þessi bætiefni og ég er fljót að endurheimta þrek mitt og þol eftir átök.“

Hún segir Age Rewind bestu andlitsupplyftinguna sem hún hafi fundið.

„Ég mæli eindregið með Age Rewind og finn vel hvað það hefur góð áhrif á húðina.“

Guðbjörg þakkar það góðu mataræði og bætiefnum að hafa góða orku allan daginn.

„Ég held einföldu hlutunum inni allt árið. Til dæmis er mjög auðvelt að byrja alla daga á því að drekka eplaedik í vatni. Þá er hægt að gera græna drykkinn fyrirfram og vera skipulagður við val á næringu sem maður ætlar sér að fá út daginn. Því fylgir bæði tímasparnaður og hagkvæmni. Síðan má ekki gleyma því að hafa tíma fyrir hugleiðslu yfir daginn og það geri ég með því að stunda kalda pottinn í Sundlaug Garðabæjar. Þaðan kem ég endurnærð og tilbúin í næsta verkefni sem bíður mín.“

Kollagen hluti af daglegri rútínu

Komið er ár síðan Guðbjörg fór að taka inn kollagen-duft frá Feel Iceland.

„Ég fann fljótt hvað það hafði góð áhrif á hár mitt og neglur. Ég er líka vön að ganga upp og niður stiga strax á morgnana og þá heyrist oftast nær brak í liðum en svei mér þá að brakið er orðið minna og liðleikinn meiri. Ég finn líka hvað mér líður vel í líkamanum. Þetta kollagen er einstakt,“ segir Guðbjörg, alsæl með árangurinn af Feel Iceland kollageni.

„Mér finnst langbest að setja kollagenið út í kaffið mitt því þá fer það einfaldlega upp á hærra plan. Það er líka auðvelt að blanda kollageninu út í „boost“ og leika sér við að prófa ýmsar aðferðir með það. Nú síðast blandaði ég kollageni út í sellerídrykkinn minn og það gerði hann enn næringarmeiri,“ segir Guðbjörg sem deilir uppskrift að ljúffengum hollustudrykk sem inniheldur Feel Iceland kollagen.

Hvetur fólk til hreyfingar

Nú þegar sumri hallar hefjast ný námskeið hjá Guðbjörgu í G FIT-heilsurækt.

„Rútína er góð og eftir sumarfrí þráum við þessa reglu sem lætur okkur líða vel. Þrátt fyrir að COVID-19 hafi truflað starfsemina verulega hefur netþjálfun komið sér vel. Ég var fljót að grípa til aðgerða og bjóða upp á netþjálfun sem skjólstæðingar mínir voru fljótir að læra inn á og tileinka sér. Það er enda auðvelt að gera æfingarnar heima ef maður á dýnu og lóð heima og hefur einkaþjálfara sem tekur á móti manni í iPad, símanum eða tölvunni,“ segir Guðbjörg sem stóð sig að því að tala við suma af skjólstæðingum sínum í gegnum upptöku og fékk auðvitað svör til baka.

„G FIT-stöðin er hæfilega lítil og því persónuleg þar sem iðkendur kynnast góðum æfingafélögum.“

Guðbjörg er nokkuð dugleg að setja inn æfingar á Instagram-síðuna sína.

„Ég hef þörf fyrir að miðla reynslu minni á jákvæðan hátt og hvetja fólk til þess að vera á hreyfingu. Stuttar æfingalotur skila árangri og það er gott að bæta þeim við aðra heilsurækt sem fram fer,“ segir Guðbjörg og hvetur lesendur til að fylgja sér á Instagram: gfitheilsurækt.

Hreinsandi morgundrykkur sem kemur kerfinu í gang

4 stilkar sellerí

Hálf agúrka

3 cm. engiferbútur

Hálfur bolli frosnir mangóbitar

1 kúfuð skeið af Feel Iceland kollageni

Vatn eftir smekk

Allt sett saman í blandara, nema kollagenið sem blandast út í drykkinn í lokin.

Sjá nánar á feeliceland.com