Með tilkomu beins flugs flugfélagsins JuneYao til Íslands er búist við 130 þúsund kínverskum ferðamönnum til Íslands. Þar með verða Kínverjar þriðji stærsti hópur erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim árin 2020 eða 2021 og eftir miklu er að sækjast því samkvæmt Ferðamálastofu eyða kínverskir ferðamenn mestu fé á Íslandi, eða um 500.000 krónum á mann,“ segir Danielle Neben, markaðsstjóri ePassi á Íslandi.

Alipay og WeChat

„Þegar kemur að greiðsluleiðum í gegnum síma er engum vafa undirorpið að Kína er ljósárum á undan öðrum löndum enda eru Kínverjar á góðri leið með að verða þjóðfélag án reiðufjár,“ upplýsir Danielle, en alls voru 90 prósent greiðslna í Kína greidd með farsímagreiðslum árið 2019.

„Tvö stærstu farsímagreiðslufyrirtæki Kína eru Alipay og WeChat, með samanlagt 90 prósenta markaðshlutdeild. Þegar Alipay bauð fyrst farsímagreiðslur í Evrópu árið 2016, og WeChat skömmu síðar, gerðist ePassi mikilvægur samstarfsaðili þeirra á Norðurlöndum,“ útskýrir Danielle.

„ePassi hóf starfsemi á Íslandi árið 2018 í samstarfi við Isavia fyrir söluaðila á Keflavíkurflugvelli og í dag taka yfir 170 fyrirtæki við greiðslum í gegnum Alipay og WeChat með ePassi,“ upplýsir Danielle.

Hvernig geta fyrirtæki markaðssett þjónustu við Kínverja sem nota ekki vestræna samfélagsmiðla?

„Innifalið í þjónustu Alipay er að setja inn prófíl á kínversku sem og íslensk tilboð og afsláttarmiða. Þá geta notendur Alipay skoðað prófílinn hvaðanæva úr heiminum og þegar þeir koma til Íslands tengjast fyrirtækin GPS-hnitum. Sé ferðamaður til dæmis staddur í miðbænum sér hann lista yfir nálægar verslanir og veitingahús, sem og sérstök tilboð sem bjóðast,“ útskýrir Danielle.

Hún segir flesta Kínverja nota samfélagsmiðlana WeChat (svipað og Facebook), Weibo (Instagram), Ctrip (Expedia), Dianping (TripAdvisor/Yelp fyrir veitingahús og búðir).

„Á Dianping er Bónus til dæmis með 5 stjörnu einkunn og einhver deildi þar uppskrift og hráefnum til að kaupa í Bónus með fullt af myndum,“ segir Danielle.

ePassi starfar líka með Nordic Business House, sem er leiðandi umboðsaðili fyrir norræna og kínverska markaðssetningu. Meðal viðskiptavina eru Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll, CPH Airport, Visit Oslo, NK Department Stores, Abba Museum og fjölmargir háskólar á Norðurlöndunum.

Kínverskur menningarmunur

Það getur skipt sköpum fyrir framúrskarandi þjónustu við Kínverja að hafa hugfastan mikinn menningarmun þeirra og Norðurlandabúa. Hluti af þjónustu ePassi hér á landi er þjálfun í góðu viðmóti til að mæta menningarmun þjóðanna.

Hér eru nokkur heilræði:

- Ávarpaðu elsta einstaklinginn fyrst.

- Afhentu og taktu á móti hlutum með báðum höndum.

- Tölustafurinn 8 er heillatala á meðan tölustafurinn 4 táknar dauða.

- Ekki láta einstakling „missa andlitið“ með því að deila við hann eða gagnrýna opinskátt.

Allar nánari upplýsingar á epassi.is og á Facebook.