Sumarísinn frá Emmessís er í senn suðrænn og seiðandi með frískandi mangósósu og kókos til að ýfa upp sumarið í neytendum. Súkkulaðibitarnir gefa svo hið fullkomna bit með suðrænu sveiflunni. „Sumarísinn okkar er í hugum margra forboði sumars og því viðeigandi að hann komi í verslanir á sumardaginn fyrsta. Sumarís Emmessíss kom fyrst á markað fyrir sumarið 2013 og var þá búið að verja löngum tíma í þróun á uppskriftinni. Bragð og gæði eru alltaf númer eitt, tvö og þrjú í allri matvælaþróun hjá Emmessís og Sumarísinn er þar engin undantekning. Bragðið endurspeglar að sama skapi frískleikann og gleðina sem fylgja sumarsólinni. Við erum stöðugt að uppfæra og fínpússa bragðið og satt best að segja held ég að sumarísinn hafi aldrei verið jafngóður og nú í ár,“ segir Pálmi Jónsson, framkvæmdastjóri Emmessíss.

Sumarísinn er exótískur og seiðandi með mangó, kókos og súkkulaðibitum. Hin fullkomna blanda í sumar.
Anton Brink

Ísar með orðspor

Emmessís er eitt allra þekktasta ísframleiðslufyrirtæki á Íslandi og alls ekki að ástæðulausu enda hefur ísinn frá Emmessís verið á milli tannanna hjá Íslendingum allt frá upphafi sjöunda áratugarins. Ísinn hjá Emmessís er ávallt framleiddur með gæði og bragð í fyrirrúmi og á fyrirtækið heiðurinn af vinsælustu ístegundum þjóðarinnar. „Hnetutoppurinn er og hefur klárlega verið vinsælastur hjá okkur í marga áratugi en Hnetutoppur kom fyrst á markað á þjóðhátíðardaginn árið 1968. Hnetutoppur í boxi kom svo sterkur inn á markað í fyrra í tilefni 60 ára afmæli Emmessíss og hefur síðan þá deilt titlinum „vinsælasti ísinn“ ásamt Hnetutoppnum sjálfum. Svo er Ísblómið alltaf klassískt á eftirréttaborðum Íslendinga,“ segir Pálmi.

Að sögn Pálma hefur Sumarísinn allajafna verið einn mest seldi ísinn hjá Emmessís yfir sumartímann. „Þetta er tvímælalaust langvinsælasti ísinn á mínu heimili á sumrin. Ég er mjög stoltur af Sumarís Emmessíss. Hann er algert ævintýri frá upphafi til enda og það er einmitt þannig sem góður ís á að vera,“

Sumarísinn frá Emmessís er nú fáanlegur í flestum matvöruverslunum á landinu.