Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri segir að umfelgun hjá Vöku taki aðeins 15-30 mínútur eftir stærð bílsins. „Það er alltaf best að panta tíma fyrir fram og við mælum með því, en það er samt ekki nauðsynlegt. Hægt er að panta tíma í gegnum Noona sem er ákaflega þægilegt app og á heimasíðunni okkar vaka.is,“ segir hann. „Með því að panta á netinu getur fólk ákveðið hvaða dekk það vill og við getum undirbúið okkur betur.“

Hjá Vöku skoða starfsmenn hvort felgur séu í lagi og jafnvægisstilla dekkin enda eru þau mikilvægur öryggisbúnaður. „Við bjóðum upp á alhliða dekkjaþjónustu. Í boði er mikið úrval af nýjum dekkjum, meðal annars frá Sailun sem henta vel íslenskum aðstæðum og eru á góðu verði. Auk þess erum við með notuð dekk enda styðjum við við endurnýtingu. Við viljum halda hringrásinni gangandi.“

Reynir bendir á að það sé hægt að gera mjög góð kaup í notuðum dekkjum. „Þegar bílar eru á leiðinni í úrvinnslu tökum við dekkin og yfirförum þau með áframhaldandi notkun í huga frekar en að henda þeim. Þessi dekk eru ódýr og góður kostur fyrir þá sem hafa minna á milli handanna. Þetta geta verið mjög vönduð og góð dekk. Heildarpakkann undir bílinn verður töluvert ódýrari heldur en ef um ný dekk væri að ræða. Þetta getur verið allt frá flottum, nýlegum Michelin hjólbörðum niður í ódýrari kínversk. Vaka býður upp á dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla. Við höfum ekki verið að þjónusta vörubíla eða önnur stærri atvinnutæki nema okkar eigin,“ útskýrir Reynir og segir að starfsmenn finni fyrir aukinni eftirspurn síðustu daga, sérstaklega eftir að smá snjóföl kom um daginn. „Það er þó alltaf þannig að traffíkin hefst með fyrsta snjónum.“

Það eru vanir menn sem starfa hjá Vöku og eru fljótir að skipta um hjólbarða.

Hjá Vöku eru lyftur fyrir 5 bíla. Fyrirtækið er með fyrsta flokks tæki til umfelgunar og dekkjaskipta. „Verkfærin hafa verið að þróast til að gera starfið léttara og menn þurfa að beygja sig minna við vinnuna og hafa betra vinnuumhverfi. Einnig er góð biðaðstaða fyrir viðskiptavini.“

Reynir segir misjafnt hvort fólk kaupi vetrardekk, heilsársdekk eða negld dekk. „Langflestir vilja vera á heilsársdekkjum eða vetrardekkjum. Þeir sem þurfa að fara út úr borginni og yfir heiði velja frekar negld dekk. Hjá Vöku er einnig boðið upp á dekkjahótel þar sem hægt er að geyma sumardekkin þar til þau fara aftur undir bílinn í vor.“

Reynir hefur verið framkvæmdastjóri Vöku frá því í júlí í fyrra en hann segist eiga margar minningar frá barnæsku um fyrirtækið því faðir hans var bílaáhugamaður og fylgdist gjarnan með því hvað var í boði á uppboðum sem þar fara fram reglulega.

Nánar má skoða úrvalið á heimasíðunni vaka.is eða renna við að Héðinsgötu 2. Síminn hjá Vöku er 567 6700.