„Við þjónustum fyrirtæki um allt land með öll raftæki og höfum unnið mikið fyrir verktaka, sem og bæði minni og stærri fyrirtæki,“ segir Stefán Pétur Kristjánsson, umsjónarmaður fyrirtækjaþjónustu ELKO. „Við bjóðum upp á persónulega og faglega þjónustu, frábært verð og gríðarlegt vöruúrval, en á heimasíðunni okkar er ekki tæmandi listi yfir allt sem við bjóðum upp á, því við höfum aðgang að stærsta heimilis- og raftækjalager á Norðurlöndunum, sem er 108 þúsund fermetrar.“

Með lausnir fyrir öll fyrirtæki

„Þegar fyrirtæki leita til okkar til þess að fá aðstoð við starfsmannagjafir byrjum við á því að að fá að vita hversu margir starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu og þann verðpunkt sem fyrirtækin miða við,“ segir Stefán. „Við vinnum svo út frá því og getum bent á ýmsar gjafir sem henta hverju sinni. Við getum líka hjálpað þeim óákveðnu að velja gjafir ef þess er óskað.

Svo fer þetta bara eftir fyrirtækjum og hve rausnarleg þau vilja vera, ELKO býður upp á vörur á öllum verðbilum sem ættu að henta flestum fyrirtækjum,“ segir Stefán. „Við tökum svo á móti vöruskilum allt til 30. janúar 2022 og ef fólk er óvíst með hvort það vilji eiga vöruna eða ekki, þá virkar skilarétturinn þannig að það getur prófað vöruna en fengið henni skipt ef það er ekki ánægt.

Við getum líka boðið upp á innpökkunarþjónustu gegn vægu gjaldi ef fólk hefur áhuga á því, það þarf bara að hafa samband og þá græjum við það,“ segir Stefán.

„Það skiptir miklu máli að huga að þessum jólagjöfum og panta þær tímanlega, sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, því það er töluvert um vöruskort í raftækjaheiminum um þessar mundir og því getur verið erfitt að útvega kannski 300 eintök af sömu vöru með litlum eða engum fyrirvara,“ útskýrir Stefán.

Úrval af frábærum vörum

„Það eru nokkrar vörur sem okkur langar sérstaklega að vekja athygli á því við teljum þær sérlega hentugar sem fyrirtækjagjafir,“ segir Stefán. „Þetta er auðvitað bara brot af þeim vörum sem við höfum sérvalið sem heppilegar fyrirtækjagjafir og við hvetjum alla til að kynna sér úrvalið nánar á elko.is.

Lefrik töskurnar fást í mörgum stærðum og gerðum og eru gerðar úr endurunnum efnum.

Lefrik töskurnar fást í mörgum stærðum og gerðum, allt frá snyrtitöskum til bakpoka og þær eru á verðbilinu 2.995-18.995 kr. Þetta eru líka umhverfisvænar vörur, því töskurnar eru gerðar úr endurunnum efnum,“ segir Stefán.

Chilly’s Series 2 flöskurnar halda köldu í 24 tíma og heitu í 12 tíma.

Chilly’s Series 2 flöskurnar eru svo ný og endurbætt útgáfa af klassískri hönnun sem hefur slegið í gegn. Góð vatnsflaska er auðvitað klassísk gjöf og þessar halda köldu í 24 tíma og heitu í 12 tíma,“ segir Stefán. „Flöskurnar eru líka á frábærum verðpunkti sem allir ráða við.

Discmania Active Frisbígolf startpakkinn inniheldur allt sem þarf til að byrja að stunda þessa skemmtilegu íþrótt.

Discmania Active Frisbígolf startpakkinn inniheldur allt sem þú þarft til að byrja á þessari skemmtilegu útivist,“ segir Stefán. „Frisbígolf er þægileg og skemmtileg íþrótt sem er stunduð utandyra og hentar öllum og þá sérstaklega fjölskyldum. Þessi íþrótt er að verða sífellt vinsælli og í dag eru komnir upp góðir frisbígolfvellir víða um land.

JBL Flip 5 ferðahátalarnir eru ótrúlega seigir og gefa frá sér frábært hljóð.

JBL Flip 5 ferðahátalarnir eru ótrúlega seigir og gefa frá sér frábært hljóð. Þeir henta líka mjög vel fyrir þá sem eru á ferðinni því þeir eru vatnsheldir og rafhlaðan endist vel,“ segir Stefán. „Þessir hátalarar eru fáanlegir í sjö mismunandi litum.

Meater Plus kjöthitamælirinn hefur 50 metra drægi og tengist beint við snjallsímaforrit.

Meater Plus kjöthitamælirinn kemur í sérlega smekklegum umbúðum, hefur 50 metra drægi og tengist beint við snjallsímaforrit, þannig að notendur geta fylgst með kjötinu úr sófanum,“ segir Stefán. „Mælirinn lætur svo vita þegar kjötið nær réttu hitastigi.

Ninja Foodi 2-í-1 Power Nutri blandarinn hefur öflugan mótor og hefur slegið í gegn.

Ninja Foodi 2-í-1 Power Nutri blandarinn hefur öflugan 1.100 vatta mótor og er tilvalinn fyrir smoothie-skálar. Þetta er frábær blandari sem hefur slegið í gegn hjá okkur,“ segir Stefán. „Honum fylgja líka tvö ferðamál sem er hægt að hafa með sér og þola uppþvottavél.

:Samsung ­Galaxy Buds2 eru þráðlaus heyrnartól sem hafa góða endingu og veita hágæða hljóm.

Samsung Galaxy Buds2 eru þráðlaus heyrnartól sem veita hágæða hljóm,“ segir Stefán. „Þau hafa líka skvettuvörn, sem þýðir að þau þola svita og rigningu og rafhlaðan endist í tæplega 30 tíma. Heyrnartólin fást líka í fjórum litum.“