NTC var stofnað 1976 og byrjaði sem ein fata- og skóverslun á Laugavegi, verslunin Sautján. Í dag rekur NTC þrettán verslanir í Kringlunni, Smáralind og í miðbænum. Verslanir undir hatti NTC eru Galleri 17, Smash/Urban, Kultur, Kultur Menn, GS Skór og Companys, Karakter, Verslunin Eva og GK REYKJAVIK sem er glæsileg ný viðbót í verslunarflóru NTC og staðsett á Tryggvagötu 21 á Hafnartorgi.

NTC rekur einnig öfluga fata- og skóheildsölu sem selur vörur til flottra verslana á landsbyggðinni.

„Það sem við leggjum okkur fram við er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fatnaði og skóm sem hentar öllum aldri,“ segja Tania Lind markaðsstjóri og Maya Einarsdóttir, innkaupa- og rekstrarstjóri. „Við bjóðum upp á mörg þekkt vörumerki og leggjum metnað okkar í að bjóða upp á samkeppnishæf verð.“

Tilboð í netversluninni

„Við rekum öfluga netverslun á vefnum okkar, ntc.is, og höfum tekið eftir gríðarlegri breytingu á neysluhegðun Íslendinga síðastliðna sjö mánuði, eftir að COVID skall á,“ segir Tania. „Hentugleiki er ein af aðalástæðunum fyrir því að neytendur kjósa netverslun og við sjáum að okkar viðskiptavinir eru farnir að færa sig meira og meira yfir í netverslunina, þrátt fyrir aukningu í verslunum okkar nú í haust.

Tania Lind, markaðsstjóri NTC, Maya Einarsdóttir, innkaupa- og rekstrarstjóri, og Katrín Steinunn Antonsdóttir vörumerkjastjóri eru spenntar fyrir úrvalinu sem verður boðið upp á í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Það er hentugt og þægilegt að geta verslað á netinu og fengið vörurnar sínar sendar heim upp að dyrum og á þessum fordæmalausu tímum er sérstaklega mikilvægt að bjóða upp á slíka þjónustu. Við erum að sinna þessari eftirspurn eftir bestu getu og bjóðum þjónustuna fría ef verslað er fyrir meira en 10 þúsund krónur,“ segir Tania.

„Tíminn líður hratt og nú eru fimm ár síðan netverslunin var opnuð og hún hefur vaxið hraðast á þessu ári. Við erum í tilefni af afmælinu að bjóða viðskiptavinum okkar upp á 20 prósenta afslátt af völdum vörum í netverslun NTC.IS dagana 7. til 11. október,“ segir Tania.

Hausttískan í ár er mjög fjölbreytt að vanda, en það má segja að rauði þráðurinn sé þægindi og klassík. Þessi trefill fæst í GK Reykjavík.

COVID breytti kauphegðun

„NTC hefur rekið verslanir í mörg ár og lagt meira í verslanirnar sjálfar en netverslunina. Það breyttist heldur betur í mars þegar COVID skall á,“ segja Tania og Maya. „Við snerum vörn í sókn og settum nánast allan mannskap NTC í að auka vöruúrvalið í netversluninni til að geta boðið viðskiptavinum okkar að versla að heiman á meðan það versta gekk yfir. Það má með sanni segja að þessi ákvörðun hafi skilað sér, því við sjáum margfalda söluaukningu í netversluninni.“

„Við létum ekki þar við sitja og héldum áfram af fullum krafti að betrumbæta netverslunina okkar og gera hana að þrettándu verslun NTC,“ segir Maya. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir viðskiptavinir kjósa alltaf frekar að koma í verslanir til þess að fá þá upplifun, en eftir COVID tókum við eftir stórum hópi sem kýs að versla á netinu vegna hentugleika. Því má segja að COVID hafi breytt kauphegðun margra Íslendinga.“

Ökklaskór eru áfram mjög vinsælir. Sér í lagi í nýjum útgáfum eins og til dæmis frá Billi Bi, en það skómerki hefur slegið í gegn undanfarin ár. Þessir fást í GS Skór.

Þægindi og klassík áberandi

„Í kjölfar breyttrar kauphegðunar landsmanna sáum við einnig gríðarlega aukningu í sölu á golffatnaði frá okkar vinsæla vörumerki J. Lindeberg,“ segir Katrín Steinunn vörumerkjastjóri. „Fjöldi landsmanna hóf golfferilinn sinn nú í sumar og það er bersýnilegt að kylfingar hafa tekið vel í þessa nýjung, en J. Lindeberg golffatnaðurinn er nú seldur víða á golfvöllum og í golfverslunum um landið. Kultur menn í Kringlunni býður einnig upp á herra- og dömugolffatnaðinn og það er gaman að sjá hve vel honum hefur verið tekið.“

„Hausttískan í ár er mjög fjölbreytt að vanda, en það má með sanni segja að rauði þráðurinn sé þægindi og klassík. Við erum að upplifa mikla eftirspurn eftir þægilegum fatnaði og við höfum mikið úrval af honum frá flestöllum merkjum okkar. Við erum að taka upp æðislega „kósí“-galla frá nokkrum merkjum einmitt í dag sem fara beint inn á netverslunina okkar. Kósígallinn verður líkalega ein vinsælasta jólagjöfin í ár,“ segir Maya brosandi. „Þeir koma í ýmsum efnum og þar af leiðandi á mismunandi verði. Þau merki sem eru að senda svona galla frá sér í vetur eru ansi mörg, til dæmis Samsøe Samsøe, Envii, Rosamunde og Rotate, til að nefna nokkur.“

Hlýjar og fallegar ullarkápur í klassískum litum verða áfram mjög vinsælar. Þessi fæst í Kultur.

„Ullarpeysur í alls konar útgáfum, stuttar, síðar og með eða án rúllukraga eru mjög vinsælar núna. Það er líka mikið um leðurvörur, hvort sem það eru buxur, skyrtur eða jakkar, sem passa einstaklega vel með öllum ullarpeysunum sem við seljum í mörgum litum,“ segja stelpurnar.

„Dúnúlpur eru áfram mjög vinsælar, bæði síðar og stuttar og einnig hlýjar, fallegar ullarkápur í klassískum litum,“ segja Tania og Maya. „Mildir litir sem og jarðlitir einkenna hausttískuna í ár. Gaman er að sjá að kjólatískan heldur áfram inn í haustið og það er mikið úrval af þeim hjá okkur, bæði stuttum og síðum.“

Kósígallar eins og þessi frá Envii verða líkalega ein vinsælasta jólagjöfin í ár. Hann fæst í Galleri Sautján.

„Í skónum erum við að sjá ökklaskó áfram mjög vinsæla. Sér í lagi í nýjum útgáfum eins og til dæmis frá Billi Bi, en það merki þekkir nánast hver einasta kona enda skómerki sem hefur slegið í gegn undanfarin ár. Grófir sólar og þykkir botnar eru áberandi sem og flatbotna eða með litlum hælum,“ segja stelpurnar.

„Svo er ekkert lát á vinsældum Dr. Martens, enda eru þeir náttúrulega frábærir fyrir íslenska veðráttu,“ bætir Maya við.


Netverslun NTC er að finna á vefsíðunni ntc.is. Outlet NTC í Hallarmúla 2 er líka opið, en þar er hægt að kaupa vörur úr öllum verslunum NTC á frábærum kjörum.

Ullarpeysur í alls konar útgáfum eru mjög vinsælar núna. Þessi fæst í Companys.
Dúnúlpur eru áfram mjög vinsælar, bæði síðar og stuttar, og mildir litir og jarðlitir einkenna hausttískuna í ár. Þessi fæst í Galleri Sautján.