Hjá Nesdekkjum hugsa menn stórt og eru verkstæði þeirra nú sex talsins, á nokkrum stöðum á Reykjavíkursvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri, en Nesdekkjaverkstæðið að Breiðhöfða 13 er stærsta og eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins. Þar er hugsað fyrir öllu þegar þjónusta og gæði eru annars vegar og Ólafur Benediktsson, framkvæmdastjóri Nesdekkja, boðar margar nýjungar.

„Nesdekk-verkstæðið okkar að Breiðhöfða er sérhannað fyrir starfsemina með tækjabúnaði og aðstöðu til að veita bílum af öllum stærðum og gerðum fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu, auk þess sem það er gegnumkeyranlegt fyrir atvinnubíla,“ segir Ólafur og bendir meðal annars á niðurgrafnar lyftur og snertilausar umfelgunarvélar. „Viðskiptavinirnir okkar geta því treyst okkar mönnum fyrir bílum sínum og atvinnutækjunum þegar dekkin og felgurnar eru annars vegar. Svo getum við líka geymt dekkin á dekkjahótelinu okkar ef fólk vill.“

Nesdekk eru nú með verkstæði á sex stöðum á landinu. Þau er að finna á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Á Breiðhöfða 13 er nú opið frá 06.00 – 23.00 alla virka daga til að mæta eftirspurn.

Ólafur áréttar að nú á COVID-19 tímum séu allir starfsmenn vel sprittaðir, beri grímur og hanska. Þá fari enginn starfsmaður inn í bílana og eigendur aki bílum sínum sjálfir inn á gólf. Lengri opnunartími að Breiðhöfða er einnig hugsaður út frá því að færri viðskiptavinir séu á staðnum á sama tíma.

Tímapantanir létta mönnum lífið

„Október er stærsti mánuðurinn í dekkjabransanum og hann hefur oft einkennst af löngum biðröðum. Við í Nesdekkjum höfum brugðist við þeim vanda með því að bjóða fólki þann valkost að panta tíma fyrir bílinn í dekkjaskipti fyrir fram á verkstæðunum á Breiðhöfða og Fiskislóð. Þetta er spurning um að létta fólki lífið. Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með þessa nýjung, enda er fólk almennt vant því að bóka tíma fyrir fram þegar um annars konar þjónustu er um að ræða, samanber klippingu eða læknavitjun.“

Ólafur bendir líka á að eftir sem áður geti fólk valið að fara í röð á öðrum Nesdekkjaverkstæðum.

Mikið úrval hjólbarða frá þekktustu framleiðendum í heimi er í boði hjá Nesdekkjum. Hér stendur Ólafur Konráð Benediktsson, framkvæmdastjóri Nesdekkja, við öflugan lager fyrirtækisins, sem hægt er að skoða á vefnum.

Fagleg ráðgjöf við dekkjaval og ný heimasíða

Ólafur segir að góð þjónusta byggist á mannskap með reynslu. „Það er viðurkennd staðreynd að dekkin hafa heilmikið að segja um aksturseiginleika bílsins og því veltur öryggi ökumanna og farþega á gæðum þeirra. Við hjá Nesdekkjum höfum alltaf kappkostað að hafa fagmenn að störfum sem geta veitt bestu ráðgjöf við dekkjaval sem völ er á,“ segir hann. „Hér starfa menn með áratuga reynslu í dekkjabransanum sem vita hvað þeir syngja.“

Hjá Nesdekkjum finnur þú hjólbarða frá þekktustu framleiðendum í heimi s.s. TOYO, PIRELLI, MASTERCRAFT, NANKANG, LAUFENN, MAXXIS OG INTERSTATE, ásamt fjölmörgum öðrum tegundum. Nýlega opnaði fyrirtækið nýja heimasíðu, nesdekk.is, þar sem fólk getur skoðað úrvalið, verð dekkja, lagerstöðu og bókað tíma.

Nesdekkjaverkstæðið að Breiðhöfða 13 er stærsta og eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins. Það er sérhannað með tækjabúnaði og aðstöðu til að veita bílum af öllum stærðum og gerðum fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu.

Allir á dekki frá kl. 6.00–23.00 að Breiðhöfða 13

Óhætt er að segja að mikið gangi á þessa dagana hjá Nesdekkjum á Breiðhöfða. „Þessi tími er okkar vertíð og þegar eftirspurnin eftir þjónustu er mikil er brýnt að skipuleggja starfsemina vel. Við erum því á fullu gasi frá kl. 6.00 á morgnana til 23.00 á kvöldin allan október. Þannig náum við að þjóna enn fleiri viðskiptavinum,“ segir Ólafur.


Nánari upplýsingar á nesdekk.is og í síma 561-4200.

Sérfræðingar eins og Daniel Terrazas, stöðvarstjóri atvinnubíla, taka á móti viðskiptavinum með bros á vör.
Starfsmenn vinna á vöktum og það þarf aldrei að skapast ringulreið á verkstæðinu. Viðskiptavinir geta bókað tíma og fengið sér kaffi og hressingu á meðan skipt er. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR