Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Magnesíum er nauðsynlegt til orkuframleiðslu í líkamanum ásamt því að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu.

Magnesíum fyrir góða slökun

Magnesíum frá Better You er meðal annars til í formi flaga sem hentar einstaklega vel í baðið eða pottinn. Til eru þrenns konar tegundir flaga, Original, Sleep og Muscle. Magnesíum Sleep-flögurnar innihalda auk magnesíums lavender-ilmkjarnaolíu sem er slakandi og hentar vel fyrir svefninn. Magnesíum Muscle inniheldur meðal annars sítrónu og rósmarín sem stuðla að betri ró og djúpri slökun og er tilvalið eftir átök. Að auki koma magnesíumvörurnar frá Better You í formi úða til að nudda á þreytta vöðva. Magnesíum Original-úðinn inniheldur hreint magnesíum og hentar allri fjölskyldunni.

Melissa Dream er náttúrulegt bætiefni sem stuðlar að því að auka svefngæði fólks. mynd/aðsend

Magnesíumsalt í sérflokki

Magnesíumklóríð er ein ríkasta og hreinasta náttúrulega uppspretta salts sem þekkt er. Það frásogast auðveldlega og nýtist líkamanum til lengdar sem setur þetta gæða salt því í sérflokk. Mikil upplausn á sér stað þegar magnesíum blandast vatni en það er nauðsynlegt til þess að efnasamböndin komist inn í gegnum húðlagið og út í blóðrásina. Magnesíum stuðlar meðal annars að:

■Eðlilegum orkugæfum efnaskiptum

■Eðlilegri starfsemi taugakerfis

■Eðlilegri vöðvastarfsemi

■Eðlilegri prótínmyndun

■Viðhaldi eðlilegra beina og tanna

■Eðlilegri sálfræðilegri starfsemi

■Dregur úr þreytu og lúa ■