Nú sem aldrei fyrr þurfa landsmenn á dægrastyttingu að halda og sækja hana meðal annars í ýmsar efnisveitur.„Stöð 2 Maraþon er ein slík með yfir 800 kvikmyndir og 400 þáttaraðir en þar af eru tæplega 200 íslenskar þáttaraðir og kvikmyndir og má því með sanni segja að um stærstu efnisveituna með íslenskt efni sé að ræða,“ segir Þóra Björg Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2.„Um þessar mundir streymir einmitt inn mikið af eldra efni Stöðvar 2 sem er langt síðan leit síðast dagsins ljós og ættu allir að finna sér þar einhverjar gamlar og góðar perlur við hæfi,“ segir Þóra. „Kvikmyndaúrvalið hentar allri fjölskyldunni en auk ýmissa stórmynda má einnig finna á annað hundrað barna- og fjölskyldukvikmynda sem flestir ættu að kannast við. Þættirnir eru ekki af verri endanum en auk alls íslenska efnisins má einnig finna úrval breskra drama- og spennuþátta frá efnisveitunni Cirkus sem og risanum HBO sem framleiðir hvert stórvirkið á fætur öðru.“

Hægt er að tryggja sér viku-áskrift að Stöð 2 Maraþon fyrir einungis 990 kr. þessa dagana sem ætti heldur betur að létta lund fjölskyldunnar. Þess má einnig geta að hægt er að horfa á Stöð 2 Maraþon í gegnum myndlykil Vodafone eða Símans, í gegnum Stöð 2 appið eða í vefviðmóti Stöðvar 2 sjonvarp.stod2.is

Pétur kanína. Á Stöð 2 Maraþon er mikið úrval af alls kyns skemmtilegu barnaefni í boði.
Chernobyl. Frábærir þættir sem enginn má missa af.
Skoppa og Skrítla koma krökkunum alltaf í gott skap.