Icebreaker ullarvörurnar eru gæðaflíkur frá Nýja-Sjálandi. „Það sem gerir þessar vörur sérstakar er að í grunninn eru þetta einu ullarvörurnar sem stinga ekki og draga ekki í sig lykt,“ segir Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG Sport. „Tilfinningin er eins og þetta sé bómull frekar en ull, fólk hefur ekki kynnst þessu áður.“

Ekki bara fyrir útiveruna

Að sögn Leifs er Icebreaker leiðandi á markaðnum. „Nýsjálenska ullin er Merino ull en er eins og þelull, sem er mikið fínni heldur en Merino ull. Því fínni sem þræðirnir eru því minni líkur eru á að það séu faldar bakteríur í ullinni. Hefðbundin Merino ull er frekar gróf, en ekki þessi. Þess vegna stingur hún ekki.“

Verslunin hefur boðið upp á Icebreaker vörurnar í mörg ár. Merkið er vel þekkt í útivistarheiminum en vinsældirnar eru að aukast til muna. „Fólk er byrjað að klæðast þessu dagsdaglega, bæði ungir sem aldnir. Þetta er orðinn hversdagsfatnaður í dag þar sem fólk er í þessu í vinnunni, heima hjá sér og svo auðvitað í almennri útivist.“

„Úrvalið er mikið en við erum með allt frá sokkum, nærfötum, leggings, stuttermabolum, langermabolum og peysum í húfur, vettlinga og buff,“ segir Leifur. „Á hverju einasta ári reynum við að auka úrvalið og bæta við okkur. Vinsældirnar eru alltaf að aukast. Það eru margir sem halda það að þeir sem kaupa Merino ull séu einungis veiðifólk og útivistarfólk, en sú hugsun er að breytast. Þetta er að færast meira yfir í hversdagsleikann.“

Leifur Dam, annar eigenda GG Sport. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

Sama hvernig viðrar

Snædís Bergmann hefur notað Icebreaker vörurnar í nokkur ár og er gríðarlega ánægð með þær. „Ég er mjög viðkvæm fyrir ull og mig klæjar alltaf rosalega undan henni. Ég var þess vegna ótrúlega ánægð að finna loksins hið fullkomna föðurland fyrir mig. Þetta er mýksta ull sem ég hef komist í snertingu við og sú eina sem stingur mig ekki,“ segir Snædís.

„Ég uppgötvaði líka að ullin er ekki einungis ætluð til að nota í kulda heldur er hún líka æðisleg í hlýju veðri. Hún heldur á manni hita í kulda en einangrar mann á sama tíma frá hita þegar það er hlýtt úti. Ég á það til að svitna frekar mikið sem er mjög leiðinlegt vandamál en þegar ég er í Icebreakar ullinni svitna ég nánast ekki neitt. Það skemmir heldur ekki fyrir hvað ullin er falleg og hægt að fá hana í mörgum flottum litum,“ útskýrir Snædís.

Nýsjálenska ullin er einstaklega mjúk og fín.

Icebreaker býður einnig upp á ullarvörur fyrir börn. „Það er stór plús fyrir okkur því þetta stingur ekki, sem er þægilegt fyrir börnin,“ segir Leifur. Það er hægt að nota fötin allan ársins hring, ullin hentar vel bæði á sumrin og veturna. „Viðbrögðin eru frábær, fólk er gríðarlega ánægt með þessar vörur frá okkur.“

Síðermabolirnir hafa verið vinsælasta varan á undanförnum árum.
Eitt af einkennum sokkanna er hvað þeir eru gríðarlega mjúkir.