Í verslun Beautybox, sem var opnuð í byrjun mánaðarins, er mikið úrval af húðvörum en vörumerkin eru yfir sextíu, þar á meðan öll helstu snyrtivörumerki heimsins. Meðal þeirra merkja sem eru ný á markaði á Íslandi eru Dr. Dennis Gross og NuFace.

„Þetta eru spennandi merki að því leyti að þau eru mjög tæknileg, en við erum svolitlir nördar og elskum græjur og allt sem er svolítið öðruvísi,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, eigandi Beautybox, og hlær.

„Dr. Dennis Gross er starfandi húðlæknir en húðvörumerkið hans er 20 ára gamalt. Við seljum meðal annars andlitsgrímu frá honum sem minnkar hrukkur og vinnur gegn bólumyndun. Ég kynntist Dr. Dennis Gross merkinu í maí árið 2019 og eignaðist grímuna sjálf fyrir tæpu ári síðan,“ útskýrir hún.

„NuFace kynntist ég aftur á móti fyrr, eða í mars árið 2018. Við seljum annars konar andlitstæki frá því merki. Þetta er tæki sem byggir á örstraumstækni. Þetta er tæki sem örvar húðina og vinnur frá efsta húðlagi og niður í vöðvana á andlitinu. Það sem er skemmtilegt við þessi tæki er að þú getur gert meðferðir eins og þú færir venjulega í á stofu, heima hjá þér. Þetta er svolítið eins og að taka snyrtistofuna heim,“ segir Íris og bætir við að hún noti bæði tækin og tali því af reynslu þegar hún segir árangurinn af notkuninni sýnilegan.

Bæði tækin eru klínískt prófuð og hafa fengið samþykki frá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnum Bandaríkjanna (FDA) og eru því mjög örugg, að sögn Írisar.

Íris kynntist tækjunum frá Dr. Dennis Gross og NuFace fyrir nokkrum árum og hefur notað þær með góðum árangri. Beautybox er eini söluaðli tækjanna hér á landi.

Undragríma frá Dr. Dennis Gross

Andlitsgríman frá Dr. Dennis Gross notar LED-andlitstækni sem minnkar hrukkur og vinnur gegn þrymlabólum með reglulegri þriggja mínútna meðferð.

„Gríman vinnur með mismunandi ljós, rauð og blá. Þú notar grímuna í þrjár mínútur á dag en hún er mjög einföld í notkun. Þú skellir grímunni á þig, kveikir á henni og velur hvort þú vilt nota rauð ljós, blá eða bæði í einu. Þú getur svo gert eitthvað annað á meðan gríman vinnur. Þetta er eitthvað sem allir geta gert. Þú finnur ekkert fyrir þessu og þetta tekur stuttan tíma,“ segir Íris.

Það eru fjögur mismunandi rauð ljós í grímunni með mismunandi bylgjulengdir, frá 600 til 1300 nm. 630 nm ljós, sem örvar myndun kollagens í húðinni, og 660 nm ljós, sem vinnur að því að hægja á próteininu sem brýtur niður kollagen. Þannig vinnur gríman bæði að því að byggja upp húðina og koma í veg fyrir ótímabæra öldrun hennar á sama tíma.

Þriðja ljósið er 605 nm rautt ljós sem vinnur á ójöfnum húðlit, til dæmis vegna áhrifa sólarinnar og á öldrunarblettum. Ljósið jafnar húðtóninn og áferð húðarinnar. Fjórða rauða ljósið er 880 nm infrarautt ljós. Það örvar hringrás húðarinnar og hjálpar flæði húðarinnar.

Bláa ljósið, sem er á bylgjulengd 415, drepur bólgumyndandi bakteríur.

Árangurinn af notkun andlitsgrímunnar leynir sér ekki á þessum myndum.

Árangur studdur með rannsókn

„Dr. Dennis Gross, sem býr til grímuna, er mjög flottur húðlæknir. Hann hittir enn þá sjúklinga og vinnur með fólki alla daga. Hann er því ekki bara að framleiða húðvörur, hann er enn í beinum tengslum við fólk og hefur verið að vinna að krabbameinsrannsóknum og fleira,“ segir Íris.

Ásamt andlitsgrímunni hefur Dr. Dennis Gross einnig hannað grímu sem er sérstaklega hugsuð fyrir augnsvæðið og tæki fyrir líkamann sem hægt er að leggja á bringu, bak og háls.

„Bæði tækin örva kollagenmyndun og líkamstækið er gott ef þú færð bólur á bringu og bak. En það er líka hægt að nota það í 15 mínútur í einu og þá er það bólgueyðandi og verkjastillandi,“ útskýrir Íris.

„Öll fjölskyldan getur notað grímuna, það þarf bara að spritta hana inn á milli. Þú stingur grímunni í samband og hleður hana með USB snúru. Gríman þarf ekki að vera í sambandi þegar hún er í notkun. Hún er með stillanlegu höfuðbandi svo hún helst á sínum stað og þú getur því alveg gengið um með hana, og klætt krakkana og bara hvað sem er,“ segir hún og bætir við að klínísk rannsókn á daglegri notkun grímunnar hafi sýnt að eftir tvær vikur hafi yfir 97% þátttakenda sýnt framför varðandi þrymlabólur og eftir 10 vikur hafi yfir 97% þátttakenda sýnt heildarframför varðandi fínar línur, hrukkur, húðtón og þrymlabólur.

Með andlitstækinu frá NuFace þarf að nota jónagel eða krem frá sama merki.

NuFace örstraumstæki

NuFAce Mini andlitstækið vinnur á allt annan hátt en gríman. Það notast við svokallaða örstraumstækni til að örva stærri yfirborðssvæði á andliti og hálsi.

„Ég líki þessu oftast við að fara með andlitið í ræktina, af því græjan vinnur frá efsta húðlagi og niður að andlitsvöðvunum. Andlitsvöðvarnir tengjast húðinni og hreyfast mjög mikið. Aftur á móti getur það gerst að þeir stífni eða vinni ekki nógu vel. Það sem andlitstækið getur gert er að koma jafnvægi á andlitsvöðvana þannig að þeir séu ekki of slappir eða of stífir,“ útskýrir Íris. „Örstraumstækni hefur verið notuð frá 1970. Hún var fyrst notuð til að örva vöðva í andlitinu eftir lömun, en nú er hún líka notuð við húðfegrun.“

Miðað er við að nota NuFace mini andlitstækið í fimm mínútur á dag fimm sinnum í viku í fimm vikur og eftir það tvisvar sinnum í viku.

„Tækið örvar andlitsvöðva og slappa húð, mótar andlitið, örvar flæðið í húðinni, eins og blóðflæði og vatnsflæði. Með því að örva húðina á þennan hátt fær hún ljóma og drekkur einnig betur í sig krem og annað sem þú setur á hana eftir meðferðina. Tækið bæði hægir á ótímabærri öldrun og getur dregið til baka öldrunarmerki sem þegar eru komin fram,“ segir Íris.

Hún segir tækið einfalt í notkun, því er einfaldlega rennt eftir hreinu andliti en undir það þarf að nota annaðhvort jónagel eða krem frá NuFace.

„Þú finnur mjög lítið fyrir þessu nema ef það er ekki nóg gel einhvers staðar, þá er hægt að finna smá kitl. Allar leiðbeiningar um hvernig á að nota tækið er hægt að finna á síðunni okkar. Við erum líka með græju á staðnum og það er hægt að koma til okkar og við kennum þér að nota hana,“ segir Íris.

„Fólki er alveg velkomið að koma til okkar og prófa tækið áður en það tekur ákvörðun um að kaupa það. Við byrjum á öðrum helmingi andlitsins og þú sérð smá mun strax, en þetta er samt hugsað til langtímanotkunar. Ég hef stundum sagt að þetta sé alveg eins og ef þú ert að keppa í fitness, þá tekur þú nokkrar armbeygjur fyrir myndatöku til að pumpa upp vöðvana en þarft samt að æfa til lengri tíma til að ná árangri. Það er samt alveg ótrúlegt hvað maður sér mikinn mun strax þegar tækið er notað,“ segir hún.

„Það er líka til NuFace Fix sem er minni græja sem vinnur aðeins öðruvísi, ekki alveg niður í vöðva, en hún er frábær til að vinna gegn fínum línum í kringum augu og varir. Það mætti segja að NuFace sé smá stjörnumerki. Jennifer Aniston og fleiri stjörnur hafa keppst um að lofa þessar græjur.“

Virkni kemur fljótt í ljós eftir að notkun andlitstækisins frá NuFace hefst. En langtímanotkun gefur bestan árangur eins og sést á myndunum.

Tækin fást bæði í verslunni í Síðumúla og í vefversluninni Beautybox.is

NuFace Mini

Dr. Dennis Gross Skincare gríman