Kojak Barpas fer ekki fram hjá neinum, enda hárprúður og mikill maður með enn stærri persónuleika. Með ómfagurri röddu sinni og þykkum breskum hreim hefur hann veitt fjölda Íslendinga innblástur til að gera ótrúlegar lífsstílsbreytingar til hins betra, hvort sem markmiðið er að léttast, koma heilsunni í betra lag eða ná persónulegum markmiðum í íþróttum. „Það sem þarf er staðfesta og að taka fyrsta skrefið. Þá er allt hægt,“ segir Kojak.

Þekkir baráttuna

„Sjálfur var ég alltaf feiti strákurinn í skólanum. Þegar ég varð fimmtán ára tók ég mig duglega til, hóf að stunda líkamsrækt og missti hátt í fjörutíu kíló á sex mánuðum og leið miklu betur í kjölfarið. Ég þekki vel þessa baráttu við sjálfið þegar kemur að því að koma sér í form. Það má segja að að vissu leyti hafi ég verið mitt eigið tilraunadýr og upp frá þessu þá byrjaði ég að hjálpa öðrum í þessari baráttu. Ég mun aldrei vera granni þjálfarinn í ræktinni og þarf sífellt að passa mataræðið og vera strangur á rútínunni. Ég skil þennan barning hjá skjólstæðingum mínum, því ég var staddur á sama stað og ég veit að hver einasti dagur er glíma við sjálfið.“

Markmið Sigríðar Ingólfsdóttur flugfreyju var að léttast þegar hún kom í einkaþjálfun til Kojaks.
Sigríður léttist um 20 kg í þjálfun hjá Kojak.

Þetta er ástríða

Kojak hefur starfað í líkamsræktarbransanum um árabil, víða um heim. Hann lauk einkaþjálfaranámi ásamt næringarfræði frá Tresham College í Englandi árið 2000. Einnig er hann menntaður Crossfit þjálfari, auk þess sem hann er Steve Maxwell-Level 1&2 Maxbells ketilbjölluþjálfari. Þá hlaut hann silfurverðlaun í ThaiBoxing á heimsmeistaramóti í Muathai í Kasakstan árið 2003. „Ástríðan gagnvart því að stunda líkamsrækt, bæta við mig þekkingu og deila henni er partur af mínum lífsstíl og þjálfun,“ segir Kojak.

Kojak er umbúðalaus þegar kemur að því að þjálfa skjólstæðinga sína, enda nær hann líka árangri. Fréttablaðið/Anton Brink
Anton Brink

Kojak tekur að sér ýmiss konar skjólstæðinga íeinkaþjálfun, byrjendur jafnt sem afreksfólk í íþróttum. „Ég fylgist alltaf vel með mínu fólki og er svona „no bullshit“ maður þegar kemur að skjólstæðingum mínum. Í Heilsuklasanum, þar sem ég starfa, þjálfa ég stóran hluta af læknunum og sérfræðingunum sem starfa þar. Einnig eru margir af mínum skjólstæðingum starfsmenn hjá Icelandair. Það er mikið atriði að fólk taki heilsu sína og lífsstílsbreytingar alvarlega enda þekki ég þetta á eigin skinni,“ segir Kojak. Ásamt því að bjóða upp á alhliða þjálfun leiðbeinir hann einnig um mataræði, sem hefur hjálpað fjölda fólks að ná frábærum árangri. „Markmiðasetning og staðfesta, ásamt fjölbreyttum æfingum er það sem hjálpar skjólstæðingum mínum að finna sína leið að breyttum lífsstíl.“

Ragnar Thorsteinsson flugþjónn hjá Icelandair léttist um 20 kg hjá Kojak.
Hér má sjá Ragnar eftir að kílóin fengu að fjúka.

Ný íþrótt á Íslandi

Markmið Kojak er nú að kynna nýja íþrótt á Íslandi sem kallast Kettlebell Sport, eða ketilbjöllusport. „Það þekkja flestir ketilbjöllur, en æfingakerfi með þeim hafa verið í boði á Íslandi til fjölda ára. Ketilbjöllusportið er hins vegar keppnisíþrótt þar sem fólk keppir sín á milli. Þá eru haldnar keppnir víðs vegar um heim og meðal annars eru keppnir haldnar á internetinu. Ég er fyrstur hér á landi til þess að bjóða upp á þessa íþrótt, en það hafa þó nokkrar líkamsræktarstöðvar sett sig í samband við mig og vilja einnig bjóða upp á ketilbjöllusportið hjá sér. Því er ljóst að það er heilmikill áhugi fyrir þessari nýju íþrótt hér á landi.“

Telma Rut er útivinnandi móðir léttist um 17 kg. í einkaþjálfun hjá Kojak.
Munurinn er gríðarlegur enda var hún staðföst og markmiðadrifin.

Kojak starfar sem einkaþjálfari í líkamsræktarstöð Heilsuklasansað Bíldshöfða 9.
Tölvupóstur: kojak.is@hotmail.com
Sími: 6946212.

Facebook: Kojak.is – Fitness.
Facebookhópur fyrir skjólstæðinga: KOJAK.IS
Instagram: Kojak.is.personal.trainer

#consistencyiskey #nevergiveup