Aðalbókarinn veitir alhliða bókhaldsþjónustu sem gerir rekstraraðilum kleift að einbeita sér að rekstrinum. Árni er viðurkenndur bókari og Arnar Þór, sonur hans, er með MS-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun og á að baki langan starfsferil í rekstri og fjármálastjórn.

„Við sjáum um að bókhaldið sé fært, laun reiknuð og þeim skýrslum skilað sem skila á,“ útskýrir Arnar og heldur áfram: „Við leggjum allan okkar metnað í að veita persónulega og faglega þjónustu, sinnum bókhaldinu af öryggi, tölum einfalt mannamál svo allir séu á sömu blaðsíðu.“

Arnar segir það grundvallaratriði að viðskiptavinir viti alltaf hversu mikið bókhaldsþjónustan kostar. Þess vegna sé Aðalbókarinn með fast mánaðarlegt verð eftir umfangi viðskiptavinarins. Ekki sé rukkað sérstaklega fyrir símtöl og önnur viðvik.

Traust, öruggt bókhald

„Hjá okkur eru hlutirnir einfaldir, skýrir, traustir og öruggir. Bókhald snýst um debet og kredit og við bjóðum upp á fasta mánaðargreiðslu fyrir að færa það, ganga frá öllum gjöldum, reikna launin, senda inn virðisaukaskattsskýrslur og gera árið upp. Við skilum síðan inn ársreikningi og skattskýrslu fyrir okkar viðskiptavini. Við vitum hvað þarf til og það er óþarfi að flækja það. Einfalt, skilvirkt og öruggt,“ segir Arnar.

Ekki eingöngu færslur

Hann segir bókhaldsþjónustuna ekki snúast eingöngu um að færa bókhaldið heldur einnig samskipti við viðskiptavini. Þjónustan við viðskiptavini sé þeim mikilvæg, að tryggja að viðskiptavinir finni að Aðalbókarinn sé með þeim í liði og sé ein af stoðum rekstursins.

Bókhaldið á tímum COVID-19

„Við erum alltaf reiðubúin að aðstoða okkar viðskiptavini í hvívetna og nú á tímum veiru og fjarvinnu erum við vakandi fyrir því að leita lausna til að mynda vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar eða greiðsluskjóls,“ segir Arnar og bætir við að lykillinn að því að taka réttar ákvarðanir í slíkum kringumstæðum sé að byggja á rétt uppfærðum bókhaldsgögnum. „Þar komum við til sögunnar.“

Þróun bókhaldsþjónustu

Á þessu ári hefur Aðalbókarinn verið að þróa þjónustuna, meðal annars með lausnum vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar eða greiðsluskjóls en einnig boðið upp á að sækja gögn til viðskiptavina sem Arnar segir að hafi mælst vel fyrir. Þá séu rafrænar lausnir og bókhaldsský næstu skref sem unnið er með viðskiptavinum eftir þörfum hvers og eins.

„Hjá Aðalbókaranum leggjum við áherslu á að bókhaldsþjónustan sé einföld og þægileg. Það er okkur í hag að viðskiptavinir gangi að snurðulausum samskiptum og finni stuðning sem og skilning á sínum bókhaldsþörfum,“ segir Arnar að lokum.